SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 28
28 17. janúar 2010
Þ
að hélaði á rúðurnar að innan og við reyndum að
halda þeim hreinum, pússuðum þær stöðugt með
öllum tuskum sem við fundum í vélinni. Lofthiti
fyrir utan hefur verið mínus 65 gráður. Við vorum
á fimm hundruð og fimmtíu km hraða í tólf km hæð í þotu á
milli Íslands og Grænlands haustið 1986 að mynda sól-
myrkva á eina staðnum þar sem hann mundi sjást frá jörð-
inni. Þess má geta að í venjulegu farþegaflugi er oftast flogið í
kringum 33.000 feta hæð, við vorum í rúmlega 40.000 fet-
um. Það mátti ekki skeika meira en fimm kílómetrum, þá
yrði allt unnið fyrir gýg.
Um borð voru fimm Íslendingar og fjórir Bandaríkjamenn
í fyrstu einkaþotu Íslendinga í eigu Þotuflugs. Svitinn bogaði
af okkur vegna spennu og einbeitingar. Það var eins og
ósýnileg hönd drægi skugga eftir skýjunum á ógnarhraða, ég
hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður. Menn báru
óttablandna virðingu fyrir því sem var í vændum.
Vísindamenn höfðu reiknað út hvar myrkvinn myndi sjást
best. Markmiðið var að ná myndum af því og sjá fjallaskörðin
á tunglinu þegar geislar sólarinnar rétt skína yfir öllu yfir-
borði tunglsins og mynda einskonar hringmyrkva þar sem
sólin myrkvast ekki að fullu. Þegar tunglið fer fyrir sólina
sjást eldgos frá sólinni spýtast út í loftið af ógnarkrafti með
mikilli litadýrð.
Við urðum að stóla á að flugstjórinn, Stefán Sæmundsson,
yrði á réttum stað á réttum tíma. Amerísku vísindamenn-
irnir höfðu reiknað út hvernig og hvar við ættum að vera.
Þorsteinn Sæmundsson, sá merki stjörnufræðingur okkar
Íslendinga, var efins um að útreikningar væru réttir og hafði
yfirfarið þá síðustu vikurnar fyrir flugið og endurreiknað
staðsetninguna þar sem myrkvinn myndi sjást. Það varð því
úr að flogið var eftir útreikningum Þorsteins. Stefán flug-
stjóri og Þorsteinn eru bræður og spjölluðu þeir sín á milli
um staðsetninguna og flugið sjálft.
Sólin byrjaði að myrkvast um klukkan sex, rúmlega
klukkustund fyrir myrkvann sjálfan. Þegar sólin og tunglið
byrjuðu að skarast æddi skugginn áfram ofan á skýjahulunni
á þrjú þúsund og þrjú hundruð kílómetra hraða, nálgaðist
óðfluga og fór fram úr okkur að lokum.
Allir voru tilbúnir með myndavélarnar til að smella
myndum af stóru stundinni. Ég hef aldrei átt almennilegar
myndavélar og hálfskammaðist mín með draslið mitt á með-
an bandaríski vísindamaðurinn var með fjórar vélar límdar
saman í hring. Þær áttu allar að smella af í einu. Tunglið
myrkvaði ásjónu sólarinnar hægt í fyrstu en myrkvinn sjálf-
ur átti að vera í tæpar fimm sekúndur. Nú reyndi á að hafa
stáltaugar. Páll Reynisson, kvikmyndatökumaður sjón-
varpsins, pússaði héluna af rúðunni hjá sér, ég reyndi að
halda mínum glugga hreinum, þar sem ég lá á hnjánum með
linsuna alveg upp við gluggann og hélt niðri í mér andanum.
Það var eins með alla þá sem voru um borð. Amerísku vís-
indamennirnir höfðu gefið okkur litaða filmu eða fólíu sem
þeir sögðu að best væri að hafa fyrir linsunni svo við mynd-
um sjá hápunkt myrkvans. Ég hafði aldrei séð sólmyrkva áð-
ur, og var ekki viss hvort þetta væri rétt. Ég klippti filmuna
niður og stakk henni ofan í gat á linsunni sem er gert sér-
staklega fyrir filter. Ég sá að allir gerðu það sama og komu
fólíunni fyrir fyrir framan linsurnar.
Nú var stutt í stóru stundina eða um fimmtán sekúndur.
Það var eins og eitthvað segði við mig að þetta gæti ekki ver-
ið rétt. Það væri eins og að horfa á norðurljósin með sólgler-
augum. Ég varð að hugsa hratt því það mátti ekkert klikka. Á
ég að hafa fólíuna yfir linsunni eða ekki, hugsaði ég með mér.
10 sekúndur, 9, 8, 7, 6, 5 … Skítt með það, þetta getur ekki
verið rétt. Það mun verða of mikið myrkur þegar þetta ger-
ist. Í einni andrá kippti ég lituðu plastfólíunni upp úr lins-
unni, fjórum sekúndum áður enn myrkvinn skall á, og hélt
Eins og
að koma
úr geim-
ferð
Leiðangursmenn fagna eftir velheppnaða flugferð.
Hámark sólmyrkvans. Ferlið sem við sjáum á aðalmyndinni og tveimur innfelldu myndunum tók aðeins tæpar fimm sekúndur.
Sagan bak við myndina
Ragnar Axelsson rax@mbl.is