SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Page 31

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Page 31
17. janúar 2010 31 F all þeirrar kynslóðar, sem þú tilheyrðir, var slíkt sem við þekkjum, vegna þess að menn létu hollustu of lengi standa í vegi fyrir því hugmyndalega uppgjöri sem kall tímans krafðist,“ skrifaði Kjartan Ólafsson í grein sem birtist í Þjóðviljanum 1984 í tilefni af sextugsafmæli Inga R. Helgasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. „Þegar brýn þörf kallaði á djúptæka, vægðarlausa endurskoðun og nýtt brautryðj- endastarf, þá dvöldum við of lengi sem sporgöngumenn og urðum kynslóð án skýrrar póli- tískrar sjálfsmyndar, sögulega séð.“ Kjartan var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, varaformaður Alþýðubandalagsins og í tvígang ritstjóri Þjóðviljans. Nú um áramótin var veittur aðgangur á Þjóðskjalasafni Íslands að ljósritum að skjölum, sem Kjartan sótti til Berlínar um samskipti Íslendinga við Austur- Þýskaland. Í þessum skjölum kemur ef til vill fátt fram, sem sagnfræðingar hafa ekki þegar flett hulunni af, en þau eru hluti af bakgrunni þeirra orða, sem höfð eru eftir Kjartani hér í upphafi, og opna glugga inn í horfinn tíma. Skjölin eru skoðuð í Sunndagsmogganum í dag. Einn af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar líkti afleiðingum bankahrunsins við móðuharðindin, eins og frægt er orðið. Þegar lesin er lýsing á móðuharðindunum í kjölfar Skaftárelda, í nýútkominni bók um þorrann, blasir auðvitað við hversu fjarstæðukennt það er: „Saman fóru eldar og ísar, samfelld ótíð, kuldi og úrkoma fram á haust 1785. Fátækt var mikil og almenn og íslensk yfirvöld voru skeytingarlaus gagnvart örlögum fátæklinga. Verðfall varð á íslenskum útflutningsvörum, verslunarfyrirkomulagið var slæmt. Vandræð- in jukust svo enn frekar er miklir jarðskjálftar gengu yfir Suðurland í ágúst 1784 og 1793. Seint á árinu 1785 barst svo bólusótt til landsins sem herjaði á landsmenn næsta ár. Talið er að um 1.500 manns hafi dáið af völdum hennar.“ Íslendingar hafa þraukað fyrr. Og taktvísinni hefur ekki alltaf verið fyrir að fara í íslensku samfélagi, eins og sést á fyrstu matreiðslubókinni sem kom út á Íslandi, en það var árið 1800, skömmu eftir mesta harð- indaskeið í sögu þjóðarinnar, og nefndist það „Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur“. Ragnhildur Gísladóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir, sem skrifa bókina um þorrann, Vel- kominn þorri, og rætt er við í Sunnudagsmogganum, rifja upp útgáfu matreiðslubókar- innar, sem sögð var eftir Mörtu Maríu Stephensen, en er talin að einhverju leyti eftir mág hennar, Magnús Stephensen. „Í þessu bágborna ástandi skrifaði Magnús matreiðslubók, þar sem ekkert er til sparað, réttirnir eru með jurtum og saffran, dýrasta kryddi veraldar, rjóma og rúsínum,“ segir Steinunn. „En gerður var greinarmunur á heldra fólki og undirfólki, sem gat valið sér slétta og óvandaða kjötsúpu, auðvitað með lakara hráefni.“ Í bókinni um þorrann kemur fram að Halldór S. Gröndal, veitingamaður á Naustinu, hafði frumkvæði að því að bjóða upp á þorramat um miðja síðustu öld. Og þar með varð til skemmtileg hefð í íslenskri menningu. Forvitnilegt verður að sjá hvort Ragnhildi og Stein- unni tekst ætlunarverk sitt, að færa þorrann inn á íslensk heimili, ekki aðeins matinn, held- ur einnig skreytingar, tísku og söng. Gluggi inn í horfinn tíma „Ég og Didda erum kannski ekkert mjög holdmiklar.“ Álfrún Örnólfsdóttir leikkona sem sat fyrir í þýska tímaritinu Brigitte ásamt skáldkonunni Diddu. Rit- ið hefur verið gagnrýnt fyrir að velja ekki nægilega „venjulegar“ konur. „Fólk fer sér oft of geyst eftir ára- mótin, það er ekkert launungarmál.“ Björn Leifsson, eigandi World Class, en blása þurfti lífi í mann sem fékk hjartaáfall í ræktinni. Allt fór vel að lokum. „Við reynum að haga okkur ekki eins og gelgjur á sterum en það er einhvern veginn þannig að þegar við komum saman og töl- um um Eurovision þá verðum við eitthvað yf- irspenntar.“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem stjórnar Söngva- keppni Sjónvarps- ins ásamt Evu Maríu Jónsdóttur. „Hollendingar sjá Icesave-málið eingöngu út frá því sjónarmiði að þeir vilja peningana sína aftur.“ Jan Gerritsen, blaðamaður hjá NRC Handelsblad. „Það var rosaleg gleði í klefanum eftir leikinn en við vorum svo þreytt- ir að fögnuðurinn stóð stutt yfir.“ Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading í ensku knattspyrnunni, eftir frækilegan sigur á Liverpool á Anfield. „Svo lít ég auðvitað miklu betur út eftir allar þessar æfingar.“ Hilmir Snær Guðnason en lýsið rann af honum við æfingar á Faust í Borgarleikhúsinu. „Þið fáið ekki minn stuðning jafnvel þó að ég heilsi ykkur úti á götu.“ Sjónvarpsmað- urinn Sölvi Tryggvason er orðinn þreyttur á ágangi frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum. Ummæli vikunnar sér stað. Utanríkisráðherra, sem að eigin sögn hef- ur tekið sér stutt frí sem burðardýr forsetans, hafði haft eftir starfsbræðrum í Hollandi og Bretlandi að synjun forseta myndi engin áhrif hafa hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Nú er annað komið á daginn. Sigmundur Davíð hefur upplýst eftir samtöl við systurflokksformann sinn að forsætisráðherra Finnlands virðist aldrei hafa fengið nein rök hjá Jóhönnu Sigurðardóttur sem snertu málstað Ís- lands. Stjórnarandstaðan verður að krefjast skýr- inga og koma þeim á framfæri við þjóðina. Fræðimenn hafa étið kenninguna um „mál- skotsréttinn“ eftir forsetanum. Slíkur réttur er ekki til. Ef svo væri að um stjórnarskrárvarinn rétt væri að ræða sem fengi líf með synjun forseta hefði þingið árið 2004 ekki átt annan kost en að fram- fylgja honum. Nú eru einnig uppi hugmyndir um að komast hjá kosningum og sömu fræðimenn sem tala um stjórnarskrárvarinn málskotsrétt telja þann kost jafnvel æskilegan. Þessir fræðimenn ættu þá að hætta að japla á málskotsréttarkenn- ingunni. Það gildir nefnilega sama reglan um hana og kökuna. Þú getur ekki bæði átt hana og étið hana. Ef þetta er málskotsréttur er skylt að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu, hvað sem hver vill. Ef málið er hins vega svo vaxið eins og áður var talið, að þingið geti leitað til þjóðarinnar til að hrinda synjun forsetans á lögum þess, getur þingið einnig stöðvað þann feril með því að nema lögin úr gildi. Næsta skref Þessu bréfi skal lokið með því að halda því fram að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þar eigi að fella ólánslögin. Að þeim felldum standa eftir lög sem samþykktu ríkisábyrgð með því skilyrði að Bretar og Hollendingar höfnuðu ekki tilteknum fyrirvörum. Þessum fyrirvörum var hafnað. Með því að synja ólánslögunum frá lokadögum síðasta árs eru því hvor tveggja lögin í raun úr gildi fallin. Kröfugerðarþjóðirnar geta ekki samþykkt hina gömlu fyrirvara. Viðbótarsamningarnir fólu í sér höfnun á þeim. Þegar þetta hefur gerst er hægt að setja niður þverpólitíska samninganefnd. Fyrr ekki. Það væri óráð.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.