SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Side 33

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Side 33
17. janúar 2010 33 blaðamannafundinum bara hafa gaman af því, þó hann komi mjög góðlega fyrir í lifanda lífi. Blackwood stundar svarta- galdur, kemur óvinum sínum fyrir katt- arnef með djöfullegum klækjum og stefnir á heimsyfirráð með efnafræði- legum tortímingarvopnum. Rétta umhverfið um svartagaldur á 19. öld eru hvelfingar og salir og það fást vart betri húsakynni en frímúr- arahöllin í útjaðri Covent Garden- hverfisins í miðborg London. Og höllin var einmitt fundarstaður blaðamanna- fundarins. Það voru þó engir skugga- baldrar sem blöstu við blaðamönnum heldur bara stóru auglýsingaspjöldin um myndina sem nú eru úti um alla Lond- on, enda myndin stórmynd og kynnt sem slík. Launvé hallarinnar, ef einhver eru, voru þó ekki vanhelguð með blaða- mannafundinum. Höllin er vinsæll ferðamannastaður og þeir sem komu morguninn sem blaðamannafundurinn var haldinn horfðu undrandi á mynd- irnar af Holmes og félögum. Auk skúmaskota borgarinnar eru sen- ur þar sem sjálf borgin kemur ærlega í ljós. Ritchie segist mjög ánægður með sviðsmyndirnar sem eru annars vegar myndir teknar á götum úti og í gömlum byggingum, hins vegar myndir sem renna yfir í tölvugerðar yfirlitsmyndir. Holmes með amrískum stæl Frammi fyrir fullum sal blaðamanna sem voru orðnir ögn óþolinmóðir að vera látnir bíða eftir Ritchie, leikurum og framleiðendum myndarinnar, er Ritchie ekki margmáll. Hann er lágvax- inn og hnellinn, ekki einn af þessum leikstjórum sem eru að rifna af gleði yfir að fá að tala um verk sín. Það hafast ekki nema stöku setningar upp úr hon- um um myndina. Hann segist hafa lesið bækurnar um Sherlock Holmes og Wat- son sem strákur og alltaf hafa haft skýra mynd af því hvernig Holmes væri. Ritchie vildi gera stórmynd um Hol- mes þannig að enskir eiginleikar hans kæmu í ljós en jafnframt gera mynd með bandarískum krafti og yfirbragði enda er myndin gerð fyrir bandarískt fjármagn. Myndin á að höfða til þeirra sem þekkja sögurnar en líka að geta lokkað þá, sem ekki þekkja þær, í bíó- salinn. „Ég lít á mig sem skapandi miðl- ara,“ segir Ritchie, „til að koma á fram- færi þessari tilfinningu sem ég hef fyrir Holmes, með aðstoð leikara og annarra sem koma við sögu við gerð mynd- arinnar.“ Ýmsir erlendu blaðamennirnir eru uppteknir af að Sherlock Holmes sé ensk erkitýpa og hvernig Ritchie líti þá á þetta enska í Holmes. Ritchie vísar spurningunni til handritshöfundarins Lionel Wigram sem segist í raun ekki hafa hugleitt þetta mikið en það skondna sé að Doyle hafi örugglega ekki verið upptekinn af að lýsa dæmigerðum Englendingi heldur hafi Holmes orðið hinn dæmigerði Englendingur í hugum lesenda. Gítarleikur og huggulegheit Þegar Downey er spurður hvort hann hafi ekki verið hræddur við að taka að sér að túlka svona fræga persónu sem margir hafi örugglega þegar gert sér í hugarlund hvernig eigi að vera, yppir leikarinn öxlum. Hann sé sko ekki leng- ur hræddur við eitt né neitt. Hann hafi vitað frá upphafi að í myndinni ætti að taka Holmes nýjum tökum en jafnframt vitað að hann væri í góðum höndum þar sem Ritchie væri. Og þó hann sé banda- rískur segir hann að þar sem hann hafi þegar verið valinn til að leika annan frægan Englending, Chaplin, sé greini- lega eitthvað í fari hans sem henti. Downey hefur líka á orði að sér falli vel að vinna í Englandi. „Englendingar hafa það huggulegt, fara út að borða saman, tala saman. Ameríkanar þurfa alltaf að vera að hamast að vinna,“ segir hann. Svo finnst honum gaman að Ritc- hie spilar á gítar, er alltaf með gítarinn innan seilingar við tökurnar. „Byrjuðum við ekki bara að leika um leið og við hittumst?“ segir Jude Law þegar hann er spurður hvernig þeir Downey hafi farið að og Downey kinkar kolli. Law kom til sögunnar á eftir Downey sem bætir við að þeir séu svo frábærir félagar á tjaldinu að nú hljóti þeir að fá tilboð um að vera saman í rómantískri gamanmynd. Susan Dow- ney, eiginkona Downey, er meðfram- leiðandi myndarinnar, var líka á blaða- mannafundinum og virtist skemmta sér hið besta yfir grallaraganginum í eig- inmanninum. Madonna og kaballah Guy Ritchie er þekktur í kjaftablöð- unum sem herra Madonna, eiginmaður poppsöngkonunnar, nú reyndar fyrr- verandi eiginmaður. Hann sleppur heldur ekki við að heyra minnst á hana á blaðamannafundinum. Ritchie er spurður hvort galdratilvísanir mynd- arinnar og ýmis tákn séu skírskotanir til kabbalah, gyðinglegra dulfræða sem Madonna hafi mikinn áhuga á. Ritchie nefnir ekki konu sína fyrr- verandi, segir bara að galdrafræði myndarinnar séu ekki endilega inn- blásin af kabbalah heldur af frímúr- araspeki og fleiru. Þar með er Ma- donna afgreidd. Annar blaðamaður vís- ar einnig til hjónabands- ins með því að segja að það sé vitað að Ritchie sé auð- ugur maður sem þyrfti þannig séð ekkert endilega að vinna, af hverju hann sé eiginlega að gera kvikmyndir. Greinilega ekki í fyrsta skipti sem Ritchie er spurður að þessu því einnig hér leiðir hann hjá sér að svara öðru en því að það sé einfaldlega hans vinna að gera kvik- myndir, ekkert meira um það að segja. Eftir alla vinnuna sem Ritchie og félagar hafa lagt í að endurskapa Hol- mes, umhverfi hans og hug- arheim gæti vel verið að Hol- mes-saga Ritchies væri ekki á enda með þessari einu mynd. Án þess að gefa neitt upp um sögulok myndarinnar endar hún með þeim hætti að áhorfandinn hefur á til- finningunni að Holmes II gæti vel komið í kjölfarið. Ritchie gefur ekkert út á það. Og þó. Hann segist ekki hafa áhuga á tilboðum frá Hollywood, vill bara halda sínu striki. Það strik gæti vel legið í átt að Holmes II. Bæði ærslabelgurinn Downey og rólegheitamaðurinn Law eru sammála um að það sé frábært að vinna með Ritchie og því ekki ólíklegt að þeir væru til í að vera aftur með. Guy Ritchie með Jude Law og Downey á tökustað. Jude Law og Downey í hlutverkum Watson og Holmes. k Holmes og Guy Ritchie Robert Downey Jr. mætir á frumsýningu í London. Jude Law á frumsýningu í London. Guy Ritchie og Jude Law. Guy Ritchie tefl- ir fram nútím- legri Holmes og Watson í nýju myndinni.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.