SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 37

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 37
17. janúar 2010 37 Ég hugsa að fatahönnun sé svona 5% af minni vinnu og þá er ég ekki einu sinni að ýkja. með því hvernig varan er kynnt kúnn- unum og það næst 100% í eigin versl- unum.“ Aukning á Íslandi Vegna kreppunnar hefur Birna hins veg- ar lagt áform um að opna fleiri verslanir á hilluna í bili og verður í staðinn með fötin sín á sölusýningum á næstunni, í fyrsta sinn í langan tíma. „Það verður spennandi að sjá hvernig kaupendurnir taka vetrarlínunni 2010. Ég er allavega ánægð og hlakka mikið til að sjá við- brögðin.“ Meðan fatasala hefur dalað í Dan- mörku gengur verslunin á „kreppu- hrjáða“ Íslandi vonum framar. „Við finnum auðvitað fyrir því að krónan hefur hrapað von úr viti en höfum aldrei selt meira heima og það mikilvægasta er að kúnnarnir heima eru svo ánægðir með vöruna. Við seljum líka mikið til útlendinga og í krafti þess hefur netsala okkar, Birna online, smám saman aukið söluna. Það er bara æðislegt að finna að fólk tekur svona vel í þetta.“ Það er ekki ofsögum sagt af því að stærstur hluti tíma Birnu fer í rekstur fyrirtækisins. „Ég hugsa að fatahönnun sé svona 5% af minni vinnu og þá er ég ekki einu sinni að ýkja. Annars er ég bara í framleiðslu og efnum og rekstr- inum. Ég reyni líka að vera eins mikið og ég get í búðunum þar sem það er svo gefandi að hitta kúnnana persónulega.“ M fyrir Matrix Þrátt fyrir erfiðleikana er Birna ekkert á því að láta deigan síga. Sumarlínan hennar er væntanleg í verslanir á næstu mánuðum og er á hönnuðinum að heyra að hann er hæstánægður með afrakst- urinn. „Línan er hönnuð út frá silki- prentinu okkar. Ég hannaði fyrst munstrin og svo línuna út frá þeim. Prentið stendur fyrir bókstafinn M og M stendur fyrir Matrix. Mér finnst alltaf voðalega erfitt að skýra út hvað ég er að gera og af hverju,“ segir hún hlæjandi en heldur áfram. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að fólk eigi að taka sína eigin afstöðu, mynda sínar eigin skoðanir og dæma sjálft. Ég er allavega rosalega ánægð með útkomuna. Mér finnst eins og línan sé mitt DNA í hnotskurn.“ Föt Birnu einkennast af hreinum, sí- gildum línum. „Ég hef yfirleitt búið til frekar klassísk, aðsniðin föt en svo litast þau af þeim tíðaranda sem maður lifir í. Mér finnst ég samt hafa verið aðeins of föst í að finnast ég þurfa að hanna það sem ég veit að selst. Þetta þrengir auð- vitað rammann fyrir mig sem hönnuð en mér finnst mér samt hafa tekist vel til í þessari naflaskoðun.“ Þótt sumar/vorlínan 2010 komi ekki í verslanir fyrr en í byrjun mars er Vetr- arlínan fyrir 2010 tilbúin og upplýsir Birna að hún sé um margt ólík fyrri hönnun hennar. „Línan er mjög hrein, „clean cut“ ef hægt er að segja það. Í henni er mjög mikið af alls konar „dra- peringum og plíseringum“, opnu baki, gegnsæju siffoni og „hrár glæsileiki“ í sumum flíkunum.“ Tekur einn dag í einu Hvað framtíðin ber í skauti sér er erfitt að segja. „Ég hugsa lítið um það,“ segir Birna. „Við opnuðum þessar búðir og þær gengu rosalega vel áður en heim- urinn varð nánast gjaldþrota. Síðan höf- um við einfaldlega tekið einn dag í einu. Ég á örugglega eftir að halda áfram að hanna í mörg ár en núna er það meira háð utanaðkomandi aðstæðum hverju sinni hvernig það gengur og hvað ég geri næst.“ Vinnustofa Birnu er við Skydebanegade, skammt frá verslun hennar við Ystegade. Þar eyðir hún tímunum saman við teikningar og að prófa sig áfram með snið, liti, efni og annað sem skiptir máli við hönnunina. Stutt kápa úr sumar- línunni sem vænt- anleg er í búðir. Síður kjóll úr vetrarlínunni 2009 sem enn er í sölu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.