SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 39
17. janúar 2010 39
Aurora íssafnið í Alaska í
Bandaríkjunum er starfrækt
allt árið um kring og er búið
til úr yfir 1.000 tonnum af ís.
Það var opnað fyrir fimm ár-
um og með sérstökum bún-
aði er 7 stiga frosti alltaf við-
haldið innandyra.
Á safninu má sjá fjölda
stórbrotinna ísstyttna sem
margfaldur heimsmeistari í
ísskurði, ásamt samstarfs-
mönnum, bjó til. Hópurinn
hefur einnig skorið hring-
stiga úr ís, snjóhús og úti-
kamar. Lítið hótel er inn af
safninu og skar hópurinn út íshúsgögn
í hótelherbergin. Næturgestir fá svefn-
poka fóðraða með hreindýrafeldi til að
halda á sér hita.
Þegar gestir koma inn í safnið
heillast þeir flestir af stórum ís-
ljósakrónum sem vegna ljósbrotsins í
ísnum minna á norðurljósin. Eftir að
hafa skoðað ísstytturnar á safninu geta
þeir slakað á við ísbarinn og fengið sér
drykk í martíníglasi, sem að sjálfsögðu
er búið til úr ís. Óþarfi er að taka fram
að gestir þurfa að klæða sig vel en
safnið leigir þeim sem eru vanbúnir
dúnúlpur, fóðraðar buxur og fóðruð
stígvél.
Inn á safninu er alltaf 7 stiga frost, sama hvert hitastigið er utandyra.
Þúsund tonna íssafn
Martíníglös o.fl. eru búin til á vinnustofu safnsins.
Phnom Penh, Kambódía.
Hæ hæ,
Ég sat á þessu æðislega franska kaffi-
húsi um daginn að njóta vestrænna áhrifa
á Kambódíu með dýrindis kaffibolla og
nýbakað bakkelsi.
Þarna sat ég og naut útsýnisins af Tonle
Sap og Mekong og horfði á fólkið sem fór
framhjá mér, þegar fíll kom inn á kaffi-
húsið.
Fíllinn heitir Sambo, hún gengur alltaf
heim úr vinnunni og stoppar á La Crosi-
ette til að fá sér eftirmiðdagssnarl, nýtt
baguette og ananas er hennar uppáhald.
Bestu kveðjur,
Erna Eiríksdóttir
Póstkort frá
Phnom Penh
Fíllinn
heitir
Sambo,
hún gengur
alltaf heim úr
vinnunni.
Skortur á vatni og hreinlæti
Steinar Þór segir að þótt skortur á mat og fátækt sé
vandamál í flóttamannabúðunum sé eitt aðalvanda-
málið skortur á vatni og hreinlæti. „Meðferðin á
vatninu, skorturinn á hreinlæti þegar það er flutt um
búðirnar, er þannig að fólk veikist. Börnin eru við-
kvæmust – veikjast, nærast ekki og deyja úr
sjúkdómum en ungbarnadauði er upp undir
15%.“ Hann segir margar búðanna vera afar
fjölmennar, í sumum þeirra séu um 100 þús-
und manns og sé skortur á mat ekki algeng-
asta vandamálið þar sem fjöldi flóttamanna
hafi tekið búpening sinn með sér í búðirnar.
„Vandamálið er að þó að vatnið komi sæmi-
lega hreint úr vatnshananum mengast það oft
á leiðinni í brúsum og ílátum. Þar er því stöð-
ug fræðsla um þrifnað, að fólk eigi að þvo á
sér hendurnar, þrífa sig og byggja salerni.“
Að sögn Steinars Þórs var umhverfið magn-
að en það sem stendur helst upp úr eftir
dvölina í Darfúr er fólkið. „Sama hvert maður
fer maður kynnist alltaf yndislegu fólki. Allt fólkið
sem ég hef kynnst og unnið með, í Kabúl, Írak, á Srí
Lanka eða í Darfúr, er yndislegt fólk. Maður hugsar
af hverju ástandið þurfi að vera svona þegar það er
til svona mikið af góðu fólki. Það er auðvitað bara
skelfilegt.“
Steinar Þór
segir að þótt
skortur á mat
og fátækt sé
vandamál í
flóttamannabúð-
unum sé eitt að-
alvandamálið skort-
ur á vatni og
hreinlæti.