SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 45
17. janúar 2010 45
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið)
Fim 4/2 frums. kl. 20:00
Sun 7/2 kl. 20:00
Sun 14/2 kl. 20:00
Sun 21/2 kl. 20:00
Sun 28/2 kl. 20:00
Sun 7/3 kl. 20:00
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar
(Söguloftið)
Lau 23/1 kl. 17:00
þorrablót á eftir
Sun 31/1 kl. 16:00
Brúðarræninginn (Söguloftið)
Lau 30/1 kl. 20:00
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Ástardrykkurinn
Lau 23/1 kl. 20:00
síðasta sýn.
Allra síðustu sýningar!
Á niðurleið! - Tónleikar Bjarna Thors Kristinssonar
Sun 17/1 kl. 20:00
Tónleikar fullir af alvöru og húmor!
Óperettutónleikar Óp-hópsins með Auði
Gunnarsdóttur
Þri 19/1 kl. 20:00
Vínar- og óperettutónlist eftir J. Strauss, E. Kálmán, F. Lehár, R. Stolz, o.fl.
Hellisbúinn
Lau 16/1 kl. 20:00 Ö Fös 22/1 kl. 20:00
Vinsælasti einleikur allra tíma!
Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks
Lau 30/1 frums. kl. 13:00
Lau 30/1 2. sýn. kl. 16:00
Sun 31/1 3. sýn. kl. 13:00
Sun 31/1 4. sýn. kl. 16:00
Sun 7/2 5. sýn. kl. 13:00
Sun 7/2 6. sýn. kl. 16:00
Lau 13/2 7. sýn. kl. 13:00
Lau 13/2 8. sýn. kl. 16:00
Sun 14/2 9. sýn. kl. 13:00
Sun 14/2 10. sýn. kl. 16:00
Ein af skemmtilegustu fjölskyldusýningum landsins!
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Föstudagur
Guðmundur Andri Thorsson Fékk
sér kríu og vitraðist lausn Icesave
málsins. Man það ekki. Jú... Það
var... Nei, horfið.
Unnur Ösp Stefánsdóttir FRUM-
SÝNING....ætla að passa mig á
djöflunum í kvöld!!!
Erlingur Erlingsson Íslenskir fýlu-
pokar virðast vera í einhverju
átaki að banna almenningi að
finna til ánægju með það sem
landar þeirra gera vel - held áfram
að vera montinn af okkar fólki á
Haití og víðar.
Jón Oddur Guðmundsson er svo
ótrúlega þverpólitískur eitthvað.
Fimmtudagur
Inga Lind Karlsdóttir ætlar að
dansa í kvöld.
Herdís Sigurjónsdóttir er enn
með hugann á Haítí. Glæsilegt
viðbragð hjá rústabjörgunarsveit-
inni okkar, þeirra bíða erfið verk-
efni næstu daga. Söfnunarsími
Rauða krossins vegna hamfar-
anna á Haítí er 904-1500, þá
bætast 1.500 krónur við næsta
símreikning.
Miðvikudagur
Árni Torfason Kvöldverðurinn
samanstóð af sardínum, ávaxta-
safa, jarðarberjajógúrti og nokkr-
um súkkulaðimolum úr MUFC-
dagatalinu mínu.
Þriðjudagur
Guðjón Davíð Karlsson Fyrsta æf-
ing á Gauragangi í dag! Frábært
að vera byrjaður!!
Unnur Ösp Stefánsdóttir hlustar
á Dolly Parton flytja Stairway to
Heaven á Rás 2 … ókei, reyni að
vera opin en þetta er soldið
spes …
Sigga Víðis Jónsdóttir – hver
sagði eftirfarandi um mögulegan
sáttasemjara í Icesave-málinu:
Við viljum einhvern svona STÓR-
AN KALL.
Mánudagur
Hildur Loftsdóttir Jæja, þá er
jólahreingerningu lokið og mál til
komið að velja mynd í jólakortið.
Bergljót Arnalds Sú allra minnsta
hélt upp á 3ja mánaða afmælið í
dag með því að fá fyrstu spraut-
una og fyrsta plásturinn. Það var
ekki vinsælt og var grátið svo
það bergmálaði í Bláfjöllum og
víðar!
Laugardagur
Katrín Eymundsdóttir Hin hress-
asta í dag. Gulla og Guðný Þóra
að koma í kaffi. Síðan fundur
vegna Jökulsárhlaups 2010, ekki
veitir af að byrja, þegar farnar að
streyma inn pantanir.
Fésbók vikunnar flett
Katrín Jakobsdóttir hefur gegnt emb-
ætti menntamálaráðherra í tæpt ár og
hefur síður en svo setið auðum hönd-
um. Hún lætur sig þó ekki muna um að
sinna einnig starfi formanns fram-
kvæmdanefndar húsfélags síns „Ég var
kosin formaður áður en ég varð ráð-
herra og hef ekki verið sett af ennþá. Ég
mæti á fundi en það er bagalegt hvað
maður hefur haft lítinn tíma til að sinna
þessu almennilega,“ segir Katrín. Hún
tók við formannsstarfinu fyrir tveimur
árum þegar ákveðið var að taka húsið í
gegn. „Ég hef verið gjaldkeri í hús-
félögum og formaður eiginlega frá því
ég var tvítug,“ segir Katrín og skelli-
hlær. „Ég hef alltaf lent í stjórn og inn-
an í mér býr eitthvert húsfélags-
skrímsli.“
Þegar hún er spurð hvort hún hafi
ekki viljað segja af sér eftir að hún tók
við starfi menntamálaráðherra svarar
Katrín að þess hafi ekki þurft þar sem
meðstjórnendur hennar ákváðu að axla
meiri ábyrgð. „Fólk átti eflaust ekki
von á því að ríkisstjórnin myndi endast.
Fyrst var þetta bara minnihlutastjórn
fram að kosningum og það fannst eng-
um taka því að skipta út fyrir það. Síð-
an þá er liðinn dálítið langur tími en ég
er svo heppin að hafa gott fólk með mér
í framkvæmdanefndinni og hún er líka
dugleg að úthluta verkefnum. Við út-
hlutum verkefnum hægri vinstri. Það er
m.a.s. sérstök eftirlitsnefnd með fram-
kvæmdunum,“ segir Katrín og hlær.
Blaðamaður spyr í gríni hvort störf
hennar í þágu húsfélagsins bitni nokk-
uð á störfum hennar í þágu þjóð-
arinnar. „Það má frekar segja að því sé
öfugt farið.“ Þrátt fyrir það segir hún
marga hafa komið að máli við sig og
óskað eftir að hún gefi kost á sér að
nýju á næsta aðalfundi. Og það tengist
ekki störfum hennar sem ráðherra eða
varaformaður stjórnmálaflokks. „Fyrst
og fremst held ég að ég hafi verið sett í
þetta embætti vegna reynslu minnar af
störfum húsfélaga, ekki út af öðrum
málum. Held að hitt hafi litlu skipt fyrir
mína góðu granna.“
ylfa@mbl.is
Hin hliðin
„Innan í mér býr húsfélagsskrímsli“
Katrín Jakobsdóttir hefur verið formaður eða gjaldkeri húsfélaga síðan hún var tvítug.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Hárbeitt háð um íslenska þjóð
Frumsýnt 22. Janúar
Upplýsingar um sýningar og miðasala
551 1200 / www.leikhusid.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Mbl., GB
„Besta leiksýning ársins“
Mbl., IÞ