SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 48
48 17. janúar 2010
Þ
að er gaman að spjalla um stíl.
Og það eru til ágætar bækur um
þetta efni, t.d. Íslensk stílfræði
eftir Þorleif Hauksson og Þóri
Óskarsson. Þá eru miklar upplýsingar um
stílfræðileg atriði í bókinni Hugtök og heiti
í bókmenntafræði sem Jakob Benedikts-
son ritstýrði.
Þórbergur Þórðarson skrifaði merkar
greinar um stíl en kannski dálítið einhæf-
ar. Hann gat verið ósanngjarn í garð góðra
höfunda með því að vitna í verk þeirra og
nota sem dæmi um vondan stíl. Pétur
Gunnarsson hefur bent á að í greininni
Einum kennt – öðrum bent hafi Þórbergur
í rauninni vegið að stíl sjálfs Laxness þótt
hann notaði verk annars manns (Horn-
strendingabók) til að taka stíldæmi úr.
Þessu til stuðnings má minna á eftirfar-
andi orð Þórbergs sem reyndar birtust
ekki á prenti meðan hann var á lífi (Með
hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jóns-
sonar landlæknis 1985):
„Hann [þ.e. Laxness] hrifsar til sín
orðasambönd héðan og þaðan og stillir
þessu út í ritverkum sínum […] Hann
skrifar íslensku eins og útlendingur sem
hefur lært málið á bók.“
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði
árið 1993 grein í Tímarit Máls og menn-
ingar þar sem hann líkti eftir stíl nokkurra
þekktra rithöfunda og „leggur þeim í
munn“ atvikið í Njálu þegar Gunnar sneri
aftur. Frásögin eins þeirra hefst svona (og
við skulum segja að það sé Þ.Þ.):
„Hvílík hræsni! Hvílíkur yfirdrep-
skapur! Hvílík grængolandi óheilindi!
Í þessari sögu felst hinn dýpsti sannleiki
um sögu kynslóðanna. Þar vitrast oss hin
skærasta lygi um líf þeirra.
Það var föstudaginn 8. júní árið 990, í 7.
viku sumars, 158di dagur ársins. Þurrt að
kalla, austangola en dumbungslegt í suð-
suð-austri þar sem skýjabakki breiddi úr
sér eins og saddur biskup.
Markarfljótið lygnt eins og ráðsett kona
með ættarnafn.“
Eftir lát Þórbergs var stofnaður minn-
ingarsjóður hans og konu hans og var
honum m.a. ætlað að styrkja efnilega rit-
höfunda. Mig minnir að Gyrðir Elíasson
hafi fyrstur hlotið viðurkenningu úr þess-
um sjóði.
Fyrir jólin kom út bókin Milli trjánna,
smásögur eftir Gyrði, og hefur hún verið
tilnefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna. Ég var nýlega spurður að því
hvað ég hefði um stílinn á sögum Gyrðis
að segja. Sannast sagna vafðist mér tunga
um tönn. En óhætt er að halda því fram að
stíll hans sé einfaldur. Allt sem snýr að
setningaskipan er hefðbundið og skýrt og
ljóst. Sagan „Bréf um föður“ byrjar t.d.
svona:
„Ég er kallaður Jóhannes. Það er ekki
mitt rétta nafn, en ég hef verið kallaður
þetta frá því ég var lítill, og hitt nafnið,
sem er allt annað, hef ég sjaldan notað
nema þegar ég skrifa undir eitthvað. Afi
minn hét Jóhannes, og ég þótti snemma
líkur honum svo mamma fór að kalla mig
þetta strax og ég fór að ganga. Hún sagði
að ég væri alveg eins í göngulagi og pabbi
hennar. Samt var ég skírður öðru nafni.
Mig grunar ástæðuna fyrir því.“
En í látlausri framsetningu er spenna
vakin. Það er ekki allt með felldu. Við
skynjum að stirt er á milli hjóna og eins
milli feðga (sbr. Egils sögu). Hjónin eru
andstæður: hún hugsar um garð og gróð-
ur, hann um steinsteypu enda byggir
hann hús, en lýkur þó aldrei við sitt eigið.
Í einfaldleikanum hjá Gyrði er semsagt
einhver galdur, einhver dulúð, já, eitthvað
draumkennt en án væmni. Og í hófsemi
sinni leynir hann þaulhugsuðum stíl-
brögðum. Mikill húmor (og háð) kemur
fram þó dimmt sé gjarnan yfir og undir-
aldan köld.
Aðeins ein setning er höfð beint eftir
föðurnum í umræddri sögu en hún nægir
til að gera að engu fyrirhugaða trúlofun
sonarins („Svo það verður Opinberun Jó-
hannesar“).
Og svo kemur þetta óvænta í lokin sem
einkennir flestar smásögur Gyrðis. Hér
eru það háu gluggarnir í húsinu sem fað-
irinn hafði sjálfur teiknað. Við minnumst
þess þá að móðirin var lágvaxin – og við
höfum skynjað örlítinn sannleik um
hversdagsleikann og lífið.
Gyrðir Elíasson við skriftir. „Í einfaldleikanum hjá Gyrði er semsagt einhver galdur, ein-
hver dulúð, já, eitthvað draumkennt en án væmni,“ skrifar höfundurinn.
Morgunblaðið/Einar Falur
Opinberun
Jóhannesar
Ég var nýlega
spurður að því hvað
ég hefði um stílinn á
sögum Gyrðis að
segja. Sannast sagna vafð-
ist mér tunga um tönn.
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
H
lutverk borga í lífi manna
hefur stöðugt aukist frá
miðri 18. öld og nú er svo
komið að helmingur jarð-
arbúa hefur heimili sitt í þéttbýli.
Þróun þessi fór ekki framhjá Ís-
landi: Á síðustu öld breyttist landið á
miklum hraða frá bændaþjóðfélagi yfir
í borgarþjóðfélag með miðstýringu í
höfuðborginni.
Skilningur á þeim þáttum sem gera
borgir manneskjulegar hefur aukist
síðustu áratugi, a.m.k. í Evrópu. Menn
hafa áttað sig á því að flestar borgir
eiga einhverjar perlur og meistaraverk
byggingarlistar sem eru þess virði að
halda í og vernda, svo í það minnsta
nánasta umhverfi skerðist ekki.
Gömlu borgirnar á Ítalíu eru perlur
sem komist hafa hjá byltingarkenndum
hreinsunum síðari tíma og eru eft-
irsóttir staðir að búa og starfa í, og
ekki síður af gestum bara til að njóta.
Undirstaða borgarmenningar á þessum
stöðum var opið lýðræði og innblásnar
hugsjónir bornar uppi af félagslegu
stolti og trú.
Bera má saman borgarkjarnana og
það sem byggt hefur verið umhverfis
þá, með efnishyggju síðustu aldar að
leiðarljósi. Þá komast menn fljótt að
því að myndast hafa gapandi sprungur
og skerandi mishljómar sem virka illa á
okkur flest.
Þegar Berlínarmúrinn féll fyrir 20
árum kviknaði von um að Berlín
myndi verða fyrirmynd í gerð borga á
21. öldinni. Því miður er reyndin önn-
ur í dag: Einkaframtakinu hefur alltof
oft tekist að smjúga eigin leiðir með
neikvæðum afleiðingum fyrir heildar-
yfirbragð borgarinnar. Jákvætt er hins-
vegar að þau verk sem hið opinbera
hefur unnið að, fyrir fé borgaranna og
fyrir þá, hafa í heildina tekist vel og
eru í allmörgum tilvikum til fyr-
irmyndar. Þetta á bæði við um ný-
byggingar og viðgerðir á þeim gömlu
meistaraverkum sem borgina prýða.
Perla í Berlín
Dæmigerð fyrir varðveislu á gersemi
sem Berlínarborg státar af er endurnýj-
un hins svokallaða Neues Museum eða
„Nýja safns“ á safnaeyjunni í miðri
borginni. Erfitt mun vera að finna
byggingu í Berlínarborg þar sem saga
Evrópu fléttast jafn rækilega saman í
einum punkti.
Á miðri 19. öld var hafist handa við
að þróa hugmyndir um gerð safnsins.
Svokölluð nýklassík í anda leiðandi
arkitekts og uppbyggjanda borg-
arinnar, Schinkels, var þá allsráðandi.
Nemandi hans, Stueler, sameinaði
ríkjandi viðhorf og nýja tæknimögu-
leika sem voru að þróast í kjölfar iðn-
byltingarinnar um þær mundir og
tókst að skapa einstaka og persónulega
byggingu.
Svo illa var farið með bygginguna,
bæði í seinni heimsstyrjöldinni og á
tíma hins kommúníska austur-þýska
alþýðulýðveldis, að einungis hlutar
hennar stóðu uppi þegar endurreisn
mannvirkisins varð að veruleika í lok
síðustu aldar. Einstök samvinna enskra
og þýskra sérfræðinga er undirstaða
þess sannfærandi árangurs sem náðist
við endurgerðina. Aldrei leikur vafi á
því hvað er gamalt og hvað nýtt. Undir
stjórn Englendinganna Chipperfield og
Harraps var tekin ákvörðun um að
halda í allt sem nothæft var og flétta
saman við það hlutum og efnum sem
framleidd eru í dag. Þessari aðferð hafa
menn eins og Ítalinn Scarpa eða Norð-
maðurinn Fehn beitt með góðum ár-
angri í safnabyggingum eigin landa.
Hin nýju formmeðöl safnsins í Berlín
eru einföld og í ætt við þau klassísku,
Perlur með
sögu og sál
Umhverfi safnaeyjunnar í Berlín hefur að sögn
höfundar, sem starfar sem arkitekt í Köln, verið
verndað fyrir framandi, afkáralegum bygg-
ingum. Hann veltir hinu endurgerða Neues Mu-
seum fyrir sér sem og skipulagi í Reykjavík
Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt | info@baldursson.de
Hvergi sjást ann-
arleg tískufyr-
irbrigði sem svo oft
bera ofurliði það
sem talið er „djarfar“ ný-
byggingar um allan heim.
Í Berlínarsafninu hefur
tekist að skapa tímalausa
og háleita kyrrð.
Lesbók