SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Side 51

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Side 51
einmitt leikrit eins og Ofurefli og Fegurðardrottn- ingin frá Línakri; verk sem eru hádramatísk og snerta mann svo mikið að maður er með tárin í aug- unum, en eru þó launfyndin. Inn á milli koma kringumstæður sem eru hryllilega fyndnar svo maður bæði hlær og grætur.“ Eftir að Reykjavíkurbarnið María var fastráðin við Þjóðleikhúsið veturinn 1988 til 89, flutti hún norð- ur, lék í Húsi Bernörðu Alba hjá LA, en settist svo að á Laugum í Reykjadal og hefur verið með annan fót- inn þar síðan, vegna þess að sonur hennar hefur mikið verið þar hjá föður sínum og fólkinu hans. Æðisleg tilfinning María segist vera mjög nákvæmur leikstjóri; hún hugi mikið að minnstu smátriðum sem sé ekki síst mikilvægt í farsa. Þar gerist allt svo hratt að tíma- setningar skipti miklu máli. En hún kveðst sveigj- anleg. Segir suma leikstjóra leggja af stað með sýn- inguna niðurnjörvaða í huganum strax frá byrjun; þeir viti nákvæmlega hvernig þeir vilji að útkoman verði, og hviki ekki frá því. „Ég sé auðvitað stykkið fyrir mér á ákveðinn hátt en ég gef leikurunum mikið frelsi, án þess þó að missa nokkurn tíma sjón- ar á því hvert við erum að fara. Ég hef trú á því að það sé besta leiðin til að búa til góða leiksýningu. Þetta er samvinna. Ef ég stoppa leikarana af og læt þá gera nákvæmlega eins og ég vil hafa hlutina finnst mér ég loka of mikið á þeirra sköpun.“ Með þessari aðferð fái hún leikarana miklu frekar með sér og þá verði útkoman mun betri en ella. „Ég fæ líka fullt af hugmyndum frá þeim sem ég myndi ekki fá ef ég útilokaði sköpunarkraft þeirra.“ Stundum finnist henni það sem leikarnir leggja til ekkert fyndið, „en ég er alltaf til í það og tel það reyndar nauðsynlegt. Og oft virkar það vel, sem ég hélt að gengi ekki. Maður lærir líka af reynslunni hvað maður er takmarkaður að vissu leyti.“ Þegar leikrit er sett á svið eru leikarar og leikstjóri í raun í fullkominni óvissu um það hvernig við- brögðin verða. En þegar viðtökurnar eru góðar og salurinn fullur af fólki sýningu eftir sýningu hlýtur að fylgja því mikil vellíðan. María jánkar því. „Það er meiriháttar. Ég man t.d. eftir því að ég fór oft að sjá Sex í sveit, til að sjá hvort allt væri ekki eins og það ætti að vera, sat efst í Borgarleikhúsinu og það var æðisleg tilfinning að horfa yfir salinn og heyra hve fólk hló mikið. Það gefur manni mikið að fólk gangi brosandi út eftir leiksýningu.“ María útskrifaðst sem leikari 1983 og hefur unnið við leiklist allar götur síðan, sem fyrr segir. En hún hefur fengist við ýmislegt annað samhliða. „Ég vann við setningu á Mogganum, Þjóðviljanum og í Odda, var prófarkalesari á Tímanum, og vann í bændagist- ingu á Laugum, svo ég nefni dæmi. Ég hef sem sagt fengist við margt annað en leiklistina og það er mjög mikilvæg reynsla.“ Eins og hún nefndi áður; það að þekkja hinn venjulegan Íslending skiptir svo miklu máli. „Eftir að ég útskrifaðist sá ég oft að leikarar um- gengust mikið hverjir aðra; fólk æfði saman á dag- inn, lék á kvöldin eða fór saman á bar. Alltaf sami hópurinn saman. Ég passaði ekki inni í það munstur og held að ef sama fólkið er alltaf saman hætti það að skapa persónur utan úr samfélaginu í leiklistinni; þá er að minnsta kosti hætta á því að fólk fari að búa til karaktera eftir fólkinu í þessum þrönga hópi eða jafnvel úr öðrum verkum sem það hefur leikið í.“ Sumt of viðkvæmt eftir 2007 Að lokum er fróðlegt að spyrja að því hvort það sé breytingum háð hvað virkar í gamanleikjum. Þykir það sama t.d. fyndið nú eftir hrun og áður? „Sum leikrit verða gamaldags en annað gengur alltaf, til dæmis Fló á skinni,“ segir María. „Ég velti því áreiðanlega meira fyrir mér eftir 2008 hvað virkar. Samfélagið okkar í dag er af- skaplega viðkvæmt og við fundum til dæmis, þegar við sýndum Fúlar á móti, Edda Björgvins, Helga Braga, Bryndís Jakobsdóttir og ég, að brandarar um kreppuna og bankahrunið virkuðu ekki. Þetta þótti fyndið að vissu leyti fyrst í stað en þegar á leið fannst fólki þessi mál eiginlega of sorgleg og við- kvæm til að hægt væri að gera grín að þeim.“ Hún segist reyndar sannfærð um að þótt fólk þurfi upplyftingu, farsa og söngleiki sé það ekki nóg. „Ég hef fundið að fólk hefur mikinn áhuga á að fara í leikhús eftir hrunið; leikhús er mjög innihaldsrík skemmtun og þrátt fyrir allt vill fólk líka sjá alvör- una eins og til dæmis í Lilju hjá okkur vetur. Leik- húsið þarf að spanna allan skalann.“ Uppáhalds- verkin mín, fyrir utan góðan farsa, eru há- dramatísk verk sem snerta mann svo mikið að maður er með tárin í augunum, en eru þó launfyndin. Inn á milli koma kringumstæður sem eru hryllilega fyndn- ar svo maður bæði hlær og grætur. Brugðið á leik í uppklappi Flóar á skinni í Samkomuhúsinu á Akureyri; Margrét Helga Jó- hannesdóttir, Þráinn Karlsson, Randver Þorláksson, Valdimar Flygenring, Guðjón Davíð Karlsson og Aðalsteinn Bergdal. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sex í sveit; Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 17. janúar 2010 51 María hefur mikið starfað við gerð kvikmynda. Sá ferill hófst þegar hún var aðstoðarleikstjóri Hrafns Gunnlaugssonar í Hin- um helgu véum en síðan starfaði hún mest með Friðriki Þór Friðrikssyni. Kvikmyndirnar losa tuginn, þar af leikstýrði hún sjálf dans- og söngvamyndinni Regínu. Árið 1992 leikstýrði María Gaukshreiðrinu hjá Leikfélagi Húsavíkur og það varð til þess að hún lenti í bíóbransanum. „Sýningin þótti rosalega góð hjá áhugamannaleikhúsi, okkur var boðið með hana suður og eftir að Hrafn Gunnlaugsson sá sýninguna hringdi hann í mig og sagði að fyrst ég gæti stýrt áhugamönnum svona vel hlyti ég að geta leikstýrt börnum! Ég varð svo aðstoðarleikstjóri hjá honum í Hinum helgu véum, þar sem 10 ára strákur fór með aðalhlutverkið.“ Henni þykir gríðarlega gaman að vinna við gerð kvikmynda. Sú fyrsta sem hún vann að með Friðriki Þór var Bíódagar en þægilegast var vinnan líklega við Cold Fever. Hvers vegna? „Þá voru engir stórir barnahópar til að hafa hemil á!“ segir hún og hlær. „Það var líka mjög skemmtilegt að vinna að Djöflaeyjunni. Leikararnir voru mjög góðir og fyrirkomulagið var þannig að ég æfði senurnar með þeim – var leiklistarleikstjóri en Friðrik hafði svo að sjálfsögðu lokaorðið í tökunum. Aðstoðarleikstjórar eru yfirleitt ekki í þessu hlutverki heldur frekar í tækni og skipulagi, en ég er ómöguleg í því! Þessi vinna var mikil áskorun fyrir mig.“ Eftir að María hafði einvörðungu fengist við kvikmyndir í tölu- verðan tíma fékk hún hringingu frá Þórhildi Þorleifsdóttur, þá- verandi borgarleikhússtjóra. Tilboðið hljóðaði upp á að leikstýra farsa – Sex í sveit. Þar með hófst ævintýrið fyrir alvöru. Gaman að búa til bíómyndir

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.