Morgunblaðið - 28.01.2010, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Enginn velk-ist í vafaum að
vandi Íslendinga sé
mikill um þessar
mundir. En við er-
um ekki ein á báti,
öðru nær. Önnur lönd eru mörg
hver einnig í mjög þröngri
stöðu eftir stóra skelli í fjár-
málalífinu. Gagnvart sumum
þessara ríkja er Ísland að mati
fremstu sérfræðinga í þeirri öf-
undsverðu stöðu að hafa sinn
eigin gjaldmiðil, sem lýtur þeim
lögmálum sem uppi eru í land-
inu sjálfu en binst ekki stöðu
annarra sem er gjörólík. Þessi
munur skiptir sköpum um að
við gætum orðið á undan öðrum
upp úr öldudalnum. En þá
þvælist heimabakað böl fyrir.
Leiðsögnin í landinu þarf þá
endilega að vera í molum.
Skattar eru hækkaðir á öllum
sviðum, skattkerfin eru
skemmd í leiðinni og settir klaf-
ar upp á hundruð milljarða á
þjóðina án þess að fyrir því
finnist nokkur lagaleg rök.
Þessu til viðbótar kemur hin
eyðileggjandi umræða í landinu
sem stjórnarforystan stendur
fyrir. Margvíslegar breytingar
eru keyrðar í gegn í skjóli full-
yrðingaflaums og hótana og er
eitt notað sem rök í dag og hið
gagnstæða á morgun.
Allir þekkja síendurteknar
fullyrðingar mánuðum saman
um að tafir á af-
greiðslu rík-
isábyrgðar á Ice-
save í fáeina daga
stefni íslenskum
þjóðarhag í voða.
Þetta er end-
urtekið við hvert nýtt tilefni,
þótt hótanirnar hafi jafnan
reynst innistæðulausar. Svo
þegar hentar er blaðinu snúið
við á augabragði. Nýjasta dæm-
ið um það er hrópandi. Rann-
sóknarnefnd Alþingis þarf að
fresta birtingu skýrslu sinnar.
Birtingin virðist ætla að falla
saman við boðaða þjóð-
aratkvæðagreiðslu um Icesave.
Steingrímur Sigfússon er þegar
kominn með hljóðnemana upp í
sig og segir að augljóst sé að
fresta verði atkvæðagreiðsl-
unni um Icesave því í skýrsl-
unni kunni að vera mikilvægar
upplýsingar sem þurfi að liggja
fyrir við atkvæðagreiðsluna.
Steingrímur heimtaði fyrir
fjórum vikum að Icesave yrði
afgreitt án tafar í þinginu því
annars færi allt í upplausn og
voða eins og jafnan áður. Þá var
von á rannsóknarskýrslunni
eftir fjórar vikur. Af hverju
varð ekki þingið að bíða með af-
greiðsluna þá ef Steingrímur
telur að í henni sé að finna at-
riði sem skipti höfuðmáli um af-
greiðslu Icesave? Hvað hefur
gerst í millitíðinni? Hvaða ráð-
leysisruglandi er þetta?
Forystuleysið og
ruglandi í allri um-
ræðu er orðinn stór-
skaðlegur}
Þurfti þingið ekki að
lesa skýrsluna?
Seðlabankinnhefur lækkað
stýrivexti sína og
þarf ekki að koma
á óvart. Endur-
skoðun Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
og vaxtalækkunar-
ferli bankans voru tafin með
pólitískri aðför minnihluta-
stjórnarinnar sl. vor. Hafa fyr-
irtækin og almenningur í land-
inu tapað stórkostlegum fjár-
hæðum vegna þessa, eins og
augljóst er.
Vaxtalækkunin nú er já-
kvæð, þótt hún sé síðbúin með-
al annars af framangreindum
ástæðum. En það er annað sem
er mikið umhugsunarefni við
þessa vaxtalækkun og rök-
stuðninginn fyrir henni. Á
nokkrum undanförnum vikum
og mánuðum hefur Seðlabank-
inn margoft gengið erinda
ríkisstjórnarinnar í svonefndu
Icesave-máli og verið sá sem
helst hefur séð um að mála
skrattann á vegginn. Nú síðast
um áramótin. Þá var því lýst að
Seðlabankinn hefði blessað
hryllilegar hrak-
spár ríkisstjórn-
arinnar, sem for-
setanum voru
sendar, um hvað
myndi gerast ef
Icesave yrði ekki
afgreitt tafarlaust.
Þá var sagt að gengið myndi
bila, verðbólga aukast og
vaxtalækkunarferlið stöðvast.
Hagfræðingar bættu reyndar
um betur og sögðu að ekki
kæmi á óvart þótt vextir yrðu
hækkaðir ef Icesave yrði ekki
staðfest. Nú segir Seðlabank-
inn að ástæða fyrir lækkun
vaxta sé sú að gengið sé stöð-
ugt, verðbólga fari lækkandi og
því sé rými til vaxtalækkunar.
Seðlabankinn hefur áður verið
hvattur til þess að hætta að líta
á sig sem ómerkari partinn af
aðstoðarmannakerfi ríkis-
stjórnarinnar og taka að iðka
það sjálfstæði sem honum ber
að gera lögum samkvæmt. Hin-
ar hryllilegu hrakspár annars
vegar og rökstuðningur gær-
dagsins hins vegar hafa sett
hann í dapurlegt ljós.
Hvar eru hagfræð-
ingarnir sem full-
yrtu að synjun for-
seta ónýtti vaxta-
lækkunarferlið?}
Var ekkert að marka
pöntuðu hrakspárnar?
D
ræm þátttaka í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík um
síðustu helgi hlýtur að vera til
marks um vantrú fólks á stjórn-
málamönnum. Engin ástæða er
til að ætla að þetta áhugaleysi sé einungis
bundið við sjálfstæðismenn, enda eru stjórn-
málamenn í þeirra röðum hvorki betri né verri
en stjórnmálamenn í öðrum flokkum.
Um þessa helgi fer fram prófkjör Samfylk-
ingar í borginni og kjósendur þess flokks
munu varla streyma að til að setja númer við
missviplausa borgarfulltrúa eða nýliða sem
virðast fátt hafa fram að færa. Enda er engin
ástæða til að leggja í ferðalög nema maður
sjái tilganginn með þeim og viti að maður hafi
ánægju af ferðinni.
Upp til hópa eru íslenskir stjórnmálamenn
svo ótrúverðugir að fólk nennir ekki að hreyfa sig úr stað
til að gera upp á milli þeirra með því að setja númer við
þá í lokuðum klefa. Einn borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins sagði í einkasamtali að það hefðu að stærst-
um hluta verið miðaldra karlmenn sem hefðu nennt að
mæta til að kjósa í prófkjöri flokksins. Mann grunar að
hjá Samfylkingunni verði það aðallega miðaldra „rétt-
hugsandi“ vinstrikonur sem mæti til að kjósa í prófkjöri.
Niðurstaðan verður mjög sennilega í takt við það.
Meðan almenningur sýnir prófkjörunum áhugaleysi
forðast hæft fólk að gefa kost á sér í stjórnmálastörf. Það
er beinlínis orðið að þjóðfélagslegu vandamáli hversu
andlega vanmáttugir íslenskir stjórn-
málamenn eru. Þeir hafa ekki næga yfirsýn,
geta þeirra er sannarlega takmörkuð og
margir þeirra virðast hreinlega ekki nógu vel
gefnir. Í íslensku þjóðfélagi vinnur og starfar
fólk sem býr yfir góðum gáfum, er hug-
myndaríkt, kann að leysa úr vanda og þolir
álag. En þetta fólk er bara svo vel gert að
ekki hvarflar að því að fara út í pólitík þar
sem menn verða að nenna að bulla, ekki bara
tímunum saman heldur stanslaust í nokkrar
vikur eða jafnvel mánuði fram að næsta langa
sumarfríi eða jólafríi. Vel upplýst manneskja
með sæmilega sómakennd hefur einfald-
lega ekki geð í sér til að taka þátt í þeim
skrípaleik sem íslensk pólitík er orðin að.
Maður breytir ekki fólki. Fólk verður
sjálft að sjá þegar það er komið í öngstræti.
Það er hins vegar stundum nauðsynlegt að segja fólki til.
Hvað eftir annað hefur íslenska þjóðin sent stjórn-
málamönnum þau skilaboð að hún treysti þeim ekki.
Stjórnmálamennirnir eru hins vegar orðnir svo vanir því
að hlusta bara á það sem þeim líkar að þeir nema ekki
þessi sterku skilaboð. Þeir halda bara áfram sínu til-
gangslausa flokkspólitíska rausi. Þeir vilja ekki breyta
sér enda sjá þeir engan tilgang með því. Þeim finnst þeir
standa sig alveg ágætlega miðað við aðstæður. Meðan
þeir lifa í þeim misskilningi er engin ástæða til að fara
sérstaklega út úr húsi til að greiða götu þeirra.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún Berg-
þórsdóttir
Pistill
Skrípaleikur stjórnmálamanna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Margra vikna frestun
er brot á stjórnarskrá
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
P
ÓLITÍSKT mat og vilji
stjórnmálamanna ræður
því, innan hóflegra en
óljósra marka, hvort
hægt er að fresta þjóð-
aratkvæðagreiðslunni um rík-
isábyrgð á Icesave-samningunum,
vegna annarra mála.
Rætt er um að fresta kosningunni
svo hún skarist ekki við birtingu
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis,
sem gæti veitt nýja sýn á málið og að-
draganda þess. Alls óvíst er hins veg-
ar hvort skýrslan varpar nýju ljósi á
samningana, greiðslugetu eða skyldu
ríkisins til að greiða yfirleitt.
Það ákvæði stjórnarskrárinnar
sem vakið hefur hugleiðingar um lög-
mæti þess að fresta kosningunni er í
26. grein. Þar segir að lög sem forseti
hefur synjað samþykkis skuli bera
svo fljótt sem kostur er undir atkvæði
allra kosningarbærra manna í land-
inu.
Björg Thorarensen, prófessor í
stjórnskipunarrétti við Háskóla Ís-
lands, segir orðalag greinarinnar
ekki svara því hvernig skuli tímasetja
þjóðaratkvæðagreiðsluna út frá öðr-
um málum sem geta haft áhrif á hana.
„Það má kannski líta svo á að ekki sé
kostur á að halda kosninguna vegna
einhverra aðstæðna sem eru uppi og
það má endalaust velta slíkum að-
stæðum fyrir sér. Ég fæ ekki séð að
það væri brot á stjórnarskránni,“
segir Björg.
Þungvæg rök þarf til að fresta
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að
sá tími sem Alþingi ákvað til 6. mars
rúmaðist innan þessa ákvæðis. Þá eru
liðnir um tveir mánuðir frá því að for-
seti synjaði frumvarpinu staðfest-
ingar, sem mér finnst vera rúmur
tími til að undirbúa kosningu og gefa
mönnum kost á að kynna sér málið,“
segir Eiríkur Tómasson, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands. Hann
segir það varla brot á stjórnarskránni
að fresta um skamman tíma, en
heppilegra sé að það verði ekki gert.
„Ef menn telja ástæðu til að fresta
kosningunni þurfa að vera mjög
þungvæg rök sem liggja þar að baki.
Eitt af því sem skiptir máli er að
menn gangi upplýstir til kosning-
arinnar. Það getur verið réttlætan-
legt að fresta þessu í mjög skamman
tíma til viðbótar, en ég held að menn
verði að fara mjög varlega í slíka
frestun. Ég tel að það væri augljóst
brot á stjórnarskrá ef menn vildu
fresta þessu um margar vikur til við-
bótar,“ segir Eiríkur.
Ein vika til eða frá innan marka
Björg tekur ekki svo djúpt í árinni.
Hún tekur undir að þingið hafi ekki
algerlega frjálsar hendur um lengd
frestsins. Skynsamleg niðurstaða um
stuttan viðbótarfrest standist þó
stjórnarskrá. „Ein vika til eða frá
finnst mér ekki vekja upp spurningar
um hvort verið sé að fara á svig við
stjórnarskrána, enda er ljóst að
stjórnvöld tóku hratt til við að hefja
undirbúning hennar.“
Aðspurð segir hún erfitt að leggja
lögfræðilegt mat á hvort sé betra, að
fresta birtingu skýrslunnar fram yfir
kosningar, eða að fresta kosning-
unum. Það sé einfaldlega háð mati
stjórnvalda. Eiríkur Tómasson er á
sama máli um það.
Morgunblaðið/RAX
Stór mál Hvað þarf til að fresta atkvæðagreiðslu um versta deilumál síðari
ára á Íslandi? Ef til vill þarf áhugaverðustu skýrslu sem birst hefur á Fróni.
Lögfræðingar eru sammála um
að hægt sé að fresta kosningunni
um Icesave-lögin en líklega þarf
að fara mjög varlega í sakirnar til
að varast brot á stjórnarskrá lýð-
veldisins.
Á VEFNUM stjórnarskrá.is er sam-
antekt á helstu skrifum lögfræð-
inga um 26. grein stjórnarskrár-
innar. Um tímasetningu þjóðar-
atkvæðagreiðslu segir þar að
augljóslega beri að hraða fram-
kvæmd atkvæðagreiðslunnar svo
sem kostur er.
Ákvæðið hafi verið skýrt þannig
að slík atkvæðagreiðsla megi al-
mennt ekki fara fram fyrr en liðnar
eru að minnsta kosti fjórar vikur
frá því að synjun forseta liggur fyr-
ir og að jafnaði skuli efnt til hennar
innan tveggja mánaða frá því tíma-
marki. Þó megi deila um þetta eins
og mörg ákvæði greinarinnar.
Forseti synjaði lögunum staðfest-
ingar þann 5. janúar síðastliðinn og
sem stendur er kjördagur ákveðinn
6. mars. Samkvæmt þessu er málið
nú þegar í ákveðinni tímaþröng og
á gráu svæði að fresta atkvæða-
greiðslunni um langan tíma.
NÚ ÞEGAR Í
TÍMAÞRÖNG
››