Morgunblaðið - 28.01.2010, Side 33

Morgunblaðið - 28.01.2010, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Eins og margir aðrir á ég Marteini þakkarskuld að gjalda. Hann hefur með list sinni og hlýjum og skemmtilegum persónuleika auðg- að líf mitt með ýmsum hætti. Það eru margar stundirnar sem hann hefur fyllt Dómkirkjuna með org- elleik sínum sem hefur mætt þar aðstæðum hverju sinni, nærfærinn á sorgarstundum, fagnaðarríkur á gleðistundum, glæsilegur á tónleik- um. Hann hefur stjórnað Dóm- kórnum sínum þannig að hrifning og þökk fyllti hugann. Og ég minn- ist einnig skemmtilegra og fjörugra stunda þegar hann lék undir með Barnakór Kársnesskóla undir stjórn konu sinnar Þórunnar, ekki síst þegar „karlakór“ þess kórs tók lagið með bravúr. Við Marteinn höfum alloft verið kallaðir til að annast útfarir sem kalla má erfiðar. Þá brást það ekki að vel fyrir at- höfnina kom Marteinn niður í skrúðhúsið til að tryggja sér að allt skipulag væri í lagi og til að stilla saman strengi okkar. Hann skildi það manna best hversu slíkar út- farir geta verið prestinum þung- bærar og nágengar og átti alltaf til látlaus orð með hlýju brosi sínu til uppörvunar og hvatningar. Og það brást ekki heldur að lokinni athöfn að hann kom aftur með orð til við- urkenningar og umhugsunar. Hann var einstaklega góður samstarfs- maður, sem hafði sameinað menn- ingu meginlandsins þaðan sem hann var upprunninn og mótun hans hérlendis þar sem hann vann sitt ævistarf. Mér er persónulega mikil eft- irsjá að Marteini. Kópavogsbúum öllum er eftirsjá að honum, því að með afdráttarlausum og heilshugar stuðningi hans hefur Þórunn getað unnið það þrekvirki fyrir æsku Kópavogs sem allir þekkja og ber að þakka ríkulega. Það er sárt til þess að hugsa að einmitt nú þegar hann hafði lokið störfum með miklum sóma og gat farið að njóta frelsis og hvíldar eft- irlaunaáranna skuli hann vera kall- aður heim. En mestur er missir Þórunnar og fjölskyldunnar þeirra. Við Rannveig færum þeim innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Guð blessi minningu hins gáfaða heiðursmanns, Marteins H. Frið- rikssonar, listamannsins gjöfula og góðgjarna. Bernharður Guðmundsson. Það eru messulok í Dómkirkj- unni. Ég stend niðri vinstra megin og horfi upp á kórinn sem bíður með eftirvæntingarbros á andlitinu og horfir á organistann sem hvolfir sér yfir orgelið og ræðst á út- göngusálminn. Ég stend kyrr niðri og hlusta. Fólk tínist út en nokkrir doka við og Dómkórinn stendur og horfir á meistara sinn, dómorgan- istann Martin Hunger, þar sem hann lifir sig inn í sálminn og verð- ur eitt með orgelinu. Við lifum með og allt í einu deyr lokatónninn út. Kórinn klappar á sinn einstaka hátt og organistinn kemur til sjálfs sín og það fer eins og fagnaðar- kliður um kirkjuna, eins og ham- ingjunni hafi verið sleppt lausri og hlaupi nú um alla bekki. Allir ganga léttir út, eitthvað hefur gerst og allir vita nú að töfrar eru til. Það eru átján ár síðan konan mín Marteinn Hunger Friðriksson ✝ Marteinn H. Frið-riksson (f. Fritz Martin Hunger) fædd- ist í Meissen í Þýska- landi 24. apríl 1939. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 10. janúar sl. Útför Marteins fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 22. janúar sl. byrjaði í Dómkórnum og síðan hafa börnin okkar sagt: „Það er svo gaman þegar mamma kemur heim af kóræfingum, þá er hún svo hamingju- söm.“ Þannig var Mar- teinn. Hann gerði okkur hamingjusöm og hvað er dýrmæt- ara en að kynnast fólki sem gerir okkur hamingjusöm? Mar- teinn gaf okkur tón- list, andblæ og menningu aldanna. Hann stóð fyrir framan kórinn sinn, tók tónkvíslina úr vasanum, sló henni við og lagði að eyranu, sveiflaði svo hendinni og gaf tón- inn, sló upptaktinn og kveikti í kórnum sem fór upp á tærnar og algleymið tók yfir. Öll hugsun í ein- um brennipunkti. Marteinn hóf kórinn til flugs og söngurinn mál- aði fallegar myndir fyrir heiminn og Guð. En Marteinn var ekki maður hólsins. Hann fór eiginlega hjá sér ef maður kom til hans eftir tónleika og þakkaði honum mjög mikið. Hann vissi hvernig þetta hafði gengið og hann var ánægður ef vel gekk og ekki þörf að þakka honum fyrir það. Af og til spurði hann mig hvenær ég ætlaði að koma í kórinn. Ég varð hálfvand- ræðalegur og sagði að ég léti bara konuna um það – svo yrði einhver að hlusta – og hann hló bara og ég varð pínu upp með mér. Stundum var ég svo heppinn að fá að fylgja með þegar kórinn fór í söngferðir. Himnasmiðurinn í Frú- arkirkjunni í Dresden, Sofðu unga… í Tívolí, Fráhneppt að ofan á palli á Hofsósi. Og svo í Meissen, heimabæ Marteins, á torginu við kirkjuna, já eiginlega fyrir utan gamla svefnherbergisgluggann hans. Hópurinn raðaði sér upp kringum meistarann og Ó hve létt er þitt skóhljóð breiddi sig yfir torgið og trén skiptu litum og urðu allaufguð á augabragði og þarna stóð hann, organisti af Íslandi, og sagði okkur æðrulaus frá eldinum yfir Dresden, Rússum sem stýfðu lauk úr hnefa, þýskum hermönnum sem breyttust í gamla menn á augnabliki, pabba sem fór austur og kom aldrei aftur. Ég hef aldrei verið nær þessu stríði en þarna þar sem ég hlustaði á Martein sex ára á torginu í Meissen. Og nú fer sól hækkandi. Ég mun geyma myndina þegar hann stjórn- ar jólalagi Þóru dóttur sinnar, fal- legur, æðrulaus með kórinn sinn í höndunum sem gaf allt og reyndi að syngja hann til sín aftur … Organistinn lyftir höndum af nótnaborðinu og brosir örlítið, næstum feimnislega. Kórinn brosir og ég geng út og skil að nú verður aldrei sagt við mig framar: „Hve- nær þú ætla koma í kórinn?“ Eyþór Árnason. Kveðja frá Mennta- skólanum í Reykjavík Marteinn H. Friðriksson stjórn- aði kór Menntaskólans í Reykjavík í áratug og hann lét af því starfi vorið 2006 að eigin ósk. Þegar Marteinn var ráðinn að skólanum hafði kórstarf legið niðri um hríð. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með starfi hans og hann lyfti grettistaki í tón- listarstarfi skólans. Nú eru jóla- og vortónleikar kórsins orðnir að fastri hefð í skólastarfinu. Með eld- móði sínum og áhuga náði Mar- teinn vel til nemenda skólans enda efldist kórstarfið mjög undir styrkri stjórn hans. Marteinn átti frumkvæði að því að kórinn gaf út geisladisk og hann skipulagði einn- ig ferðalög með kórnum bæði inn- anlands og erlendis. Kórinn fékk afar góðar viðtökur hvar sem hann kom fram. Kórstarfið efldist svo mjög hjá Marteini að kórfélagar vildu ekki yfirgefa kórinn þegar þeir útskrifuðust frá skólanum. Hann fann farsæla leið til að bregðast við þessum óskum og kom af stað tveimur kórum, annars veg- ar kór skipuðum nemendum skól- ans og hins vegar fyrrverandi nem- endum skólans. Lengi hefur verið gott samstarf Dómkirkjunnar og Menntaskólans. Marteinn og séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur áttu frumkvæði að því að efla samstarfið enn frek- ar. Í mörg ár var haldin sérstök MR-messa í Dómkirkjunni á haust- in. Þar aðstoðuðu nemendur skól- ans við messu og kórinn annaðist messusöng undir stjórn Marteins. Marteinn naut mikillar virðingar í hópi samstarfsmanna og nemenda og hann var einkar traustur og samviskusamur starfsmaður. Fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík er hans hér minnst með þakklæti og virðingu. Eiginkonu hans og börn- um eru færðar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Mar- teins Hungers Friðrikssonar. Yngvi Pétursson. Ég hitti hann fyrst á Jónsmessu í Mývatnssveit. Hann stjórnaði Lúðrasveit Vestmannaeyja og ég dáðist að þessum glæsilega, suð- ræna manni í borðalögðum bún- ingnum. Nokkrum árum seinna var ég svo heppin að verða nemandi hans í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Hann kenndi kórstjórn og á pí- anó. Hann kom með ný vinnubrögð og nýja tónlist og tónmenntakenn- aradeildin blómstraði. Að kennslu hans bý ég alla tíð og aðdáunarvert hvernig honum tókst að halda þol- inmæði sinni yfir lélegum píanó- nemanda og laða það besta fram. Martin var líka sá sem treysti mér fyrstur til stærri einsöngsverkefna og einsöngskennslu. Hann vildi hag kórsins í Háteigskirkju sem bestan og ákvað að bjóða kórfélögum upp á einkatíma í raddþjálfun auk hóp- kennslu. Hann kom að máli við nemanda sinn og sagði eins og hon- um var alla tíð einum lagið að „þú átt að gera þetta“. Þannig hófst kennsluferillinn á kirkjuloftinu og síðan bættust einsöngshlutverk í Bach-kantötum og messum við. Martin bað mig mjög oft að syngja við kirkjulegar athafnir og á þeim tíma var hann ekki kominn með bílpróf, svo við urðum oft samferða í Fossvoginn. Hann var svo bíl- hræddur að við gerðum grín að því hve hann yrði um of kurteis í um- ferðinni ef hann sjálfur sæti undir stýri. Seinna skipti um hlutverk og þá var komið að mér að leggja til að hægt yrði á! Martin gaf okkur einstakt for- dæmi sem tónlistarmaður. Hann var agaður og vandvirkur, alltaf já- kvæður og hreif alla með sér í barnslegri gleði og hlýleika. Það var sérstök ánægja að upplifa það 30 árum seinna, þegar sonur minn varð píanónemandi hans, að sum gömlu lögin mín lifnuðu og nem- andinn sat við tímunum saman og kom sæll úr hverri kennslustund. Martin kvaddi okkur alltof snemma. Hann vann sín verk af sömu vandvirkninni og alltaf og hægði ekki á þegar maðurinn með ljáinn reyndi að fara í veg fyrir hann. Það verður leikið fagurlega á orgelið í himnaríki, og við sem eig- um honum svo mikið að þakka biðj- um Guð að blessa hann og styrkja Tótu og alla fjölskylduna í sorginni. Margrét Bóasdóttir. Það var ungur og glaður org- anisti sem tók við mér í Háteigs- kirkju haustið 1973, ég var að hefja nám í Reykjavík og var svo hepp- inn að fá hann fyrir orgelkennara. Ég hreifst strax af hans framandi fasi, metnaði og skýrum markmið- um. Ég hafði lent hjá frábærum kennara og naut í þrjú ár hvetjandi leiðsagnar manns sem var einn okkar fremsti kirkjutónlistarmað- ur. Undir áhrifum frá honum lá leið- in síðan til Þýskalands til fram- haldsnáms. Frá árinu 1982 höfum við svo verið starfsbræður, org- anistar í söfnuðunum sitthvoru- megin við bæjarlækinn í Reykja- vík. Marteinn reyndist góður starfs- bróðir, bóngóður, hvetjandi og ávallt glaður. Þótt löngum væri hann hlaðinn önnum virtist hann alltaf geta sinnt margvíslegum er- indum sem kollegar hans beindu til hans, hvort sem þau voru listræns eðlis eða tengd kjaramálum. Hann var alltaf að gefa ráð, sérstaklega í sambandi við kjaramál organista sem hann beitti sér mikið fyrir á vettvangi Félags íslenskra organ- leikara. Í störfum sínum fyrir Dómkirkjusöfnuðinn sýndi hann í verki áhuga sinn fyrir íslenskri ný- sköpun í tónlist. Í tengslum við Tónlistardaga Dómkirkjunnar og með Dómkórnum sínum hafði hann frumkvæði að gerð fjölda nýrra tónverka, ekki bara eftir íslensk tónskáld, heldur einnig viðurkennd erlend tónskáld. Með þessu skapaði hann gott fordæmi og víkkaði sjón- deildarhringinn á kirkjutónlistar- vettvangi landsins. Í kringum hann og Dómkórinn var alltaf einhver fallegur ljómi sem vitnaði um kær- leik hans og hæfileika til að laða fram það bjarta og fallega í sam- starfsfólkinu. Starfsferill Marteins H. Frið- rikssonar hjá íslensku þjóðkirkj- unni er langur og varðaður miklum afköstum. Hann stóð fyrir fjölda metnaðarfullra kór- og orgeltón- leika, þjónaði við óteljandi athafnir, oft í beinni útsendingu á stóru stundunum hjá þjóðinni, sinnti kennslu, samdi tónlist og margt fleira. Það sem umfram annað ein- kenndi hann í öllum verkum var æðruleysi og það að jafnan var stutt í brosið. Það var eftirminnileg stund í Hallgrímskirkju á Menningarnótt 2008 þegar Marteinn tók við „Lilj- unni“, tónlistarverðlaunum kirkj- unnar fyrir framúrskarandi störf í þágu kirkjutónlistarinnar á Íslandi. Þar var hann hylltur af stórum hópi fólks, sem allt hafði fyrir mik- ið að þakka. Næst ástvinum hans stóðu söngvinir úr Dómkórnum, fólk sem hann hafði tekið með sér að forsölum himna í lofsöng og kærleik. Við öll í þessum hópi syrgjum nú kæran leiðtoga. Ég kveð Martein H. Friðriksson, kennara, samstarfsmann og vin, í virðingu og mikilli þökk. Hans minning mun lengi lifa á tónlist- arvettvangi kirkjunnar. Guð blessi minningu hans og gefi fjölskyldu hans styrk í þungri þraut. Hörður Áskelsson. Kveðja frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík Marteinn er farinn frá okkur langt um aldur fram, rétt liðlega sjötugur unglingur. Glíman við vá- gestinn varð ekki mjög löng en þó nokkuð snörp undir lokin. Hingað til lands kom hann nýsloppinn úr skóla, vel menntaður ungur maður. Á Íslandi tók hann út þroska sinn sem listamaður og íslensku tónlist- arlífi helgaði hann krafta sína til hinstu stundar, okkur öllum til mikilla hagsbóta. Hann vann hér mikið og farsælt starf sem org- anisti, kórstjóri og kennari. Mar- teinn var einkar hlýr maður í öllu viðmóti. Hann var kvikur í hreyf- ingum, augnaráðið lifandi og glettni í svipnum. Hann var vinnu- samur með afbrigðum og eyddi ekki tíma sínum í óþarfa mas eða málæði. Hann lagði ætíð gott til allra mála og var elskaður og virt- ur af öllum sínum samferðamönn- um. Marteinn kenndi við Tónlistar- skólann í Reykjavík um langt ára- bil. Skólaárið sem nú er senn hálfn- að hefði orðið hans fertugasta. Hann var lengst af einn af að- alkennurum tónmenntakennara- deildar skólans, kenndi þar kór- stjórn og fleiri greinar. Að auki kenndi Marteinn orgelleik og stjórnaði lengi kór og hljómsveit skólans. Síðustu árin starfaði hann sem píanókennari við skólann. Öll þessi störf rækti hann af stakri trúmennsku. Hann var ósínkur á tíma sinn og víst er að nemendur hans fengu oftar en ekki mun fleiri tíma en þeim bar, einkum þegar stigspróf, tónleikar eða annað slíkt var í undirbúningi. Marteinn hélt líka utan um kennarafélag Tónlist- arskólans og á stórafmælum kenn- ara kom hann færandi hendi glað- beittur á svip. Við fráfall Marteins H. Friðriks- sonar er stórt skarð fyrir skildi í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hans er sárt saknað og skulu hon- um hér færðar hugheilar þakkir fyrir störfin í þágu skólans. Fyrir hönd Tónlistarskólans í Reykjavík sendi ég eiginkonu hans og ætt- ingjum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Marteins H. Friðrikssonar. Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Við, félagar í Hljómkórnum, vor- um svo lánsöm að syngja með Mar- teini við athafnir um árabil og óhætt er að fullyrða að það hafi verið forréttindi. Hann var af- burðaorganisti og gegndi starfi dómorganista frá því um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Marteinn bar virðingu fyrir hverju því verkefni sem hann tók sér fyrir hendur og var einlægur í verkum sínum. Hann var ákaflega öruggur organisti og sló ekki feil- nótur. Enginn spilaði á þann hátt sem hann gerði og óhætt er að nefna afburðatúlkun hans á Píla- grímakór Wagners og Intermezzo Mascagnis í því sambandi, auk margra annarra verka. Marteinn hafði mikla persónu- töfra, góða nærveru, leiftrandi bros og hann hafði blik í augum. Honum fylgdi alltaf gleði og hann var mjög gefandi manneskja. Marteinn kom víða við á starfs- ferli sínum og kenndi m.a. við Tón- listarskólann í Reykjavík um árabil þar sem hann naut aðdáunar og virðingar nemenda sinna. Þá stjórnaði hann fjölda kóra, samdi tónverk, útsetti fyrir kóra, stóð fyrir tónlistarhátíðum, þ.á m. í Dómkirkjunni, og fleira mætti telja. Marteinn skilur eftir sig stórt skarð. Það er mikil eftirsjá að manni eins og honum. Þungt er til þess að hugsa að hann, sem ætlaði að njóta áranna sem í vændum voru til góðra verka, sinna áhuga- málum og fjölskyldu sinni, skuli hafa kvatt áður en það varð að veruleika. Við vottum eiginkonu Marteins, Þórunni, og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Marteins Hungers Friðrikssonar. F.h. félaga í Hljómkórnum, Jóhanna og Ragnheiður Linnet. Kveðja frá Félagi íslenskra organleikara Það var mikið áfall að heyra að Marteinn Hunger væri látinn, þótt vissulega væri vitað að veikindi hans væru alvarleg. Marteinn var einn af þessum tryggu vinum með- al organista, glaðvær og hvetjandi. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum og fylgdi þeim eftir. Til hans var gott að leita með hvaðeina sem viðkom orgelleik og tónlist og hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Marteinn gegndi ýmsum trún- aðarstörfum innan FÍO, sat í stjórn félagsins og var m.a. formaður frá 1973-1976, var í kjaranefnd félags- ins og hin síðari ár félagskjörinn skoðunarmaður reikninga. Mar- teinn kom enn fremur fram á fjölda tónleika í nafni félagsins. Fyrir allt hans óeigingjarna starf er þakkað af heilum hug. Kæra Þórunn og fjölskylda. Missir ykkar er mikill. Megi minn- ingin um góðan eiginmann, föður, afa og umfram allt góðan vin varð- veitast. Fyrir hönd FÍO sendi ég ykkur innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Baldvinsson, formaður.  Fleiri minningargreinar um Mar- tein Hunger Friðriksson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.