SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 20

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Side 20
20 14. nóvember 2010 Sem Marta Smart í söngleiknum Chicago. ’ Við drifum okkur því út án þess að vera með neinn fjárhagslegan grunn til þess – það var bara „Ce la vie“ og „Carpe Diem“ og öll hin slagorðin. höfði er í raun lífsstíll sem nær til allrar fjölskyldunnar. Heimur barnanna okkar fór beint inn í leikritið og t.a.m. er í því leynimál sem er tekið beint frá dætrum okkar,“ en þau hjónin eiga þrjár dætur saman auk elstu dóttur Bergs. „Allt sum- arfríið okkar fór í að æfa leikritið, smíða leikmynd og finna búninga og yngri stelp- urnar voru alltaf með. Þær voru orðnar ansi leiðar á þessu á tímabili en eru stoltar af því að eiga sinn hlut í sýningunni.“ Það kemur því kannski ekki á óvart að stelpurnar sýna leikhúsinu áhuga. „Að vísu ætlar Áróra mín tólf ára að verða bak- ari en hinar þrjár hafa áhuga. Maður hvorki sussar á það né ýtir því sérstaklega að þeim heldur styður einfaldlega börnin sín í því sem þau vilja taka sér fyrir hend- ur. Ég yrði ekkert uggandi ef þær legðu leiklistina fyrir sig því þótt þetta sé tíma- frekt, ekkert vel borgað og oft lítið fjöl- skylduvænt starf þá er það skemmtileg- asta djobb í heimi.“ Uppskriftin að hruninu frá A til Ö Talið berst að alltumlykjandi kreppunni, sem hefur fengið sinn skerf af athygli leik- hússins. Þar er Bergur ekki undanskilinn en hann hefur leikið í kreppuleikritunum Góðir Íslendingar og Enron, þar sem hann fer nú á kostum í hlutverki Andy Fastow. „Þú kemst ekki í gegn um daginn án þess að heyra minnst á kreppu, verða vitni að henni á einhvern hátt eða taka þátt í henni,“ segir Bergur. „Auðvitað hefur þetta haft áhrif á leikhúsið. Enron er eig- inlega fáránlegt dæmi um fyrirtæki í Bandaríkjunum sem fellur sex árum áður en kerfið hrynur hér. Engu að síður er uppskriftin að Enron einfaldlega tekin frá A til Ö og færð hingað til Íslands, bæði með risi og falli. Það er eins og það hafi ekki verið hægt að læra af reynslu ann- arra. Við vorum slegin svo mikilli blindu að okkur fannst við ekki lengur geta borið okkur saman við aðra. Sem er nákvæm- lega það sama og gerist í Enron. Og sam- kvæmt uppskriftinni er hruninu ekki lok- ið – baráttan um orkulindirnar er rétt að hefjast. Í Dauðasyndunum var tekist á við allt sem varð okkur að falli; græðgi, hroka, of- neyslu, heift og fleira í þeim dúr þar sem andleg leti er upphaf allra synda. Fyrir kreppuna var sýningin sett í samhengi við neysluna, hraðann og efnisástina sem var allsráðandi en þessi sama sýning gæti ver- ið á fjölunum núna og við gætum haldið áfram að vera andlega löt, gráðug, rifist um peninga og laun og verið brjáluð út í allt, notað heiftina sem afl til að drífa okk- ur áfram. Auðvitað á að reiðast ranglætinu en það er beinlínis lífshættulegt að næra reiðina þannig að hún verði viðvarandi heift.“ Bergur kemur líka fyrir augu landans sem Bjöggi í kvikmyndinni Óróa þessa dagana, en þótt hann hafi áður leikið í sjónvarpsefni á borð við Stelpurnar, Venna Páer og áramótaskaupið er þetta fyrsta kvikmyndin sem hann leikur í. Á næstu dögum hefjast svo tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð, Tríó, sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu eftir áramót, en þar fer Bergur með aðalhlutverkið, blaðberann Friðbert sem er mikill einfeldningur og á sér það takmark heitast að komast til Danmerkur að heimsækja drottninguna. Verkefnin hafa því sjaldan verið jafn fjölbreytt og spennandi og nú hjá Bergi, sem hefur þó aldrei þurft að kvarta undan því að hafa ekki nóg að gera. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með ferilinn minn en kannski má segja að ég þurfi ekki að berj- ast jafn mikið fyrir tilvist minni og áður. Þegar ég útskrifaðist 1995 var ég þessi sprúðlandi leikari fullur af áhuga, lífi og vilja til að standa sig en inni í honum hróp- aði leikskáldið og leikstjórinn sem vildu líka fá rými. Núna finnst mér ég hafa leyfi til að takast á við þessi þrjú hlutverk og ég skil ekki á milli þeirra – mér finnst það vera eitt starf að leika, búa til og leikstýra.“ Sögurnar lífsnauðsynlegar Velgengni Bergs undanfarin ár hefur hald- ist í hendur við aukna rækt hans við and- legu hliðina. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að ég væri hrikalega með- virkur sem lýsti sér í stöðugum ótta við álit annarra, að ég stæði mig ekki nógu vel og væri ekki nógu góður. Ég var svo með- virkur að þegar ég fór á svið var ég að reyna að sjá inn í hausinn á 500 manns úti í sal til að kanna hvort þeim líkaði ekki örugglega við mig. Ég ákvað því að fara í Al Anon- samtökin og tók tólf sporin þar en þau eru algert undrameðal sem er algerlega ókeyp- is.“ Hann segir þetta hafa verið ótrúlega frelsandi. „Hins vegar er ekkert til sem heitir þrjár teskeiðar út í vatn og hræra þegar kemur að lífinu, ólíkar aðferðir geta virkað vel. Ég glugga stundum í tilvitn- anabók í móður Theresu sem ágætur prest- ur og mikill aðdáandi trúðanna gaf mér; ég hef mikinn áhuga á heimspeki, Lao Tse, Taóisma og bara bókmenntum yfirleitt. Ég reyni líka að muna að vera þakklátur og tala af mér áhyggjurnar því yfirleitt eru þær eru miklu minni en maður heldur þeg- ar maður ber þær einn. Maður er stöðugt að reyna að hafa heilann, hjartað og hið efnislega í jafnvægi en svo detta hlutirnir úr jafnvægi og hrökkva í það aftur. Þannig er bara lífið og maður er alltaf að fást við það sama í leiklistinni.“ Sjálfur segist hann vera meira fyrir „að líma saman en að sprengja upp“ í leikhús- inu. „Mannkynið þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk og ef við fáum ekki sögur þá deyjum við. Allir þurfa á sögum að halda, hvort sem það eru kjaftasögur eða sögur af því hvernig gekk í vinnunni eða einhverju öðru. Mín ástríða er að segja sögur, helst með kærleika og með opinn faðminn fremur en steyttan hnefa. Steytt- ur hnefi og sprengingar eiga alveg rétt á sér og eru nauðsynlegar í leikhúsi. Og mér finnst ofboðslega gaman að fá að taka þátt í því. Hins vegar á ég yfirleitt aldrei frum- kvæðið að einhverjum sprengingum, ég á frekar frumkvæði að því að líma saman og að hugga.“ Til þess fær hann aldeilis tækifæri á næsta ári. Þá mun hann leikstýra upp- færslu Borgarleikhússins á Galdra- karlinum í Oz á stóra sviðinu sem áætlað er að frumsýna næsta haust, en hann skrifar einnig nýja leikgerð að verkinu. „Þetta verður risastórt verkefni með tón- list, dansi og fimleikum og einhvern veg- inn þarf ég að fylla upp í þetta fræga verk, sem verður mjög spennandi. Ég byrja undirbúninginn strax eftir áramót og þarf þá að byrja að finna krakka og hund til að taka þátt í sýningunni svo hægt sé að ljúka æfingunum fyrir sumarfrí.“ Hann játar að þetta sé stærsta verkefni hans hingað til hvað umgjörð varðar. Um- fjöllunarefnið sé líka spennandi, en líkt og í Hornum á höfði þurfi söguhetjan að tak- ast á við nánast óyfirstíganlega erfiðleika. „Og hvert leitar barnið við slíkar að- stæður? Það leitar í sinn eigin heim sem er fullur af skáldskap, forvitni og umburð- arlyndi. Allt eru það græjur til að takast á við vandamálin skref fyrir skref þar til bú- ið er að ná nægilegri reynslu til að geta horfst í augu við það allra hræðilegasta. Og það var kannski ekki alveg jafn hræðilegt og þú hélst.“ Úlfar stóð í stórræðum í Dauðasyndunum. Bergur og Eva Vala Guðjónsdóttir kona hans í útilegu í sumar. Dæturnar Áróra 12 ára, Nína 20 ára, Urður 15 ára og Emilía 7 ára á ættarmóti í sumar. Í uppsetningu Mindgroup á Góðum Íslendingum. Bergur í hlutverki fjárklækjamannsins Andy Fastow í Enron sem nú er á fjölunum. Bergur nær óþekkjanlegur í hlutverki Arnórs kennara í söngleiknum Gauragangi. Sem trúðurinn Úlfar í verðlaunaverkinu Jesús litla.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.