SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 28

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 28
28 14. nóvember 2010 S é litið til bókaútgáfu ársins er ljóst að þar ríkir ákveðin bjartsýni því útgáfan hefur heldur aukist frá síðasta ári eftir snarpan samdrátt síðustu ára. Metárið mikla 2007 voru 797 bækur skráðar í bókatíð- indi Félags íslenskra bókaút- gefenda, 2008 voru þær 751, 692 2009, en sigla nú aftur upp á við, eru 747 í bókatíðindum sem dreift verður eftir helgi. Bókaútgefendur telja því greinilega að kreppan sé að baki, nú eða að hún eigi enn eftir að dýpka og því þörf fyrir meiri upplyftingu næsta árið. Hrun og kreppa Í kjölfar kreppunnar hrundi útgáfa á þýddum barnabókum, eins og sjá má hér til hliðar, fór úr 186 bókum 2007 niður í 148 árið eftir og enn neðar 2008; voru ekki nema 82 2009, litlu fleiri en íslensku barna- bækurnar sem voru mikil tíð- indi. Nærtækasta skýring á þessum mikla samdrætti er að mikið af þessari útgáfu var svonefndar samprentsbækur, þ.e. bækur sem prentaðar eru erlendis fyrir mörg lönd í einu en textanum skipt út eftir því sem á. Eitthvað eru menn hressari að þessu sinni, þess sér stað að gengi krónunnar hefur styrkst og að þessu sinni eru gefnar út 128 þýddar barnabækur – í skjóli gjaldeyr- ishafta. Að öðru leyti er aukning í útgáfu, í það minnsta sé litið til þeirra flokka sem meðfylgjandi skýringarmynd nær til. Þannig setur útgáfa á íslenskum skáld- verkum nýtt met; ekki hafa áður komið út jafn margar bækur í þeim flokki og vel má vera að umbrotatímum í ís- lensku þjóðlífi sé um að kenna að einhverju leyti; bæði að mönnum liggi meira á hjarta og eins að það hafi fleiri tíma aflögu til að skrifa. Kreppa og hrun Það kemur enda varla á óvart að þenslan og kreppan í kjöl- farið eru rithöfundum ofarlega í huga og kreppan kemur beint við sögu í að minnsta kosti sex skáldverkum nú fyrir jól – þenslan í þremur. Sæm dæmi má nefna að geðshræringin í þjóðfélaginu er undirrót glæps í Morgunengli Árna Þórarins- sonar, þenslan leggur grunn að glæp í Hröfnum, sóleyjum og myrru eftir þau Eyrúnu Ósk Jónsdóttur og Helga Sverr- isson, hvort tveggja er undirrót framvindunnar í Sigurðar sögu fóts eftir Bjarna Harðarson og í Áttablaðarós Óttars M. Norð- fjörð eru menn að fást við eft- irhreytur þenslu og hruns. Einnig koma út nokkrar bækur þar sem þensla og hrun eru til umfjöllunar, hvort sem það eru hefðbundin varnarrit eins og bækur ráðherranna fyrrverandi Árna Mathiesens og Björgvins G. Sigurðarsonar, málefnaleg greining eins og hrunbók Styrmis Gunn- arssonar, vangaveltur úr rúst- unum eins og Þjóðgildi Gunn- ars Hersveins, nú eða lífreynslusögur þeirra sem fengu að kenna á auðrónunum eins og bók Jónínu Benedikts- dóttur. Ekki má heldur gleyma bókinni Á vígvelli siðmenn- ingar eftir Matthías Johann- essen sem fer vel yfir það hversu íslenskt þjóðlíf var gegnsýrt af meðvirkni með þenslukóngunum. Allir vilja elda með Disney Á síðasta ári var kisuæði áber- andi, þ.e. bækur sem báru vörumerkið Hello Kitty seldust óforvarandis eins og heitar lummur. Sú bók sem hefur komið einna mest á óvart í haust er aftur á móti mat- reiðslubók, Stóra Disney mat- reiðslubókin, sem selst hefur í bílförmum, og svo vel reyndar að hún er uppseld og víst ekki fáanleg fyrr en eftir mán- aðamót. Hyllina má skrifa að einhverju leyti á að sambærileg bók, Matreiðslubók mín og Mikka, varð gríðarvinsæl fyrir tveimur áratugum, en þó fyrst og fremst vegna þess hve vel hún er úr garði gerð, upp- skriftir og myndir allar nýjar og uppsetning lífleg. Til gam- ans má svo geta þess að Stóra Disney matreiðslubókin velti Rannsóknarskýrslu Alþingis úr toppsætinu á bóksölulista Félags bókaútgefenda sem söluhæsta bók ársins, en þar hafði síðarnefnda bókin setið lungann úr árinu. Annar bókaflokkur sem var áberandi á síðasta ári, handa- vinnubækur ýmiskonar, er ekki í sviðsljósinu núna, en þó er fólk enn að fást við sitthvað slíkt; sjá til að mynda síðasta bóksölulista en bókin Sokkar og fleira eftir Kristínu Harð- ardóttur situr þar í fjórða sæti. Fjöldi ljósmyndabóka Þetta ár var ævintýralegt um margt, ekki var bara að við sátum föst í umræðu um kreppur og hrun, og sitjum enn, heldur greip náttúran heldur en ekki inn í umræðuna með tveimur eldgosum og þess sér líka stað á bókamarkaði, fjölmargar bækur komu út á árinu með myndum frá þeim náttúruhamförum, ólíkar að gerð en allar með mögnuðum myndum. Ein þeirra, Eyja- fjallajökull eftir þá Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson, er með mest seldu bókum ársins sem stendur, sit- ur í tíunda sæti á síðasta bók- sölulista. Ljósmyndabækur hafa annars verið óvenjuáberandi, fjölmargar slíkar komið út og fjallað um allt frá trúariðkun víða um heim, til fótboltaiðk- unar í Afríku, til í mannlífs- breytinga í magnaðri bók Ragnars Axelssonar, Veiði- manna norðursins. Upp og niður, en þó aðallega upp Ef hægt er að nota bókaútgáfu sem mælikvarða á þjóðfélagsástand eru menn bjartsýnni fyrir þessi jól en þau síðustu; bókaútgáfa hefur aukist að nýju eftir skarpa dýfu síðustu tvö ár. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fjöldi bókatitla eftir árum í völdum flokkum 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Íslenskar barnabækur Þýddar barnabækur Íslensk skáldverk Þýdd skáldverk Ljóð Ævisögur 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 61 88 54 51 30 36 86 128 85 78 35 31 Jólabækurnar 2001 493 2002 466 2003 515 2004 649 2005 660 2006 675 2007 797 2008 751 2009 692 2010 747 (Fjöldi titla) Bókaútgáfa í áratug

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.