SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 36

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Page 36
36 14. nóvember 2010 Hrunadans og horfið fé Styrmir Gunnarsson Það er einmitt höfuðkostur beggja bóka Styrmis um Hrunið, að þær vekja lesandann til umhugsunar og krefja hann sjálfan ábyrgrar afstöðu og svara. Um margt hlýtur hann að fallast á sjónarmið höfundar, annað ekki eins og gengur. Umfram allt er Hrunadansinn fyrirtaks innleiðing í hið tröllaukna viðfangsefni þjóðarinnar um það hvað í ósköpunum gerðist og hvernig megi reyna að afstýra því að slíkt gerist nokkru sinni aftur. Hrunadansinn hlýtur að vera sumarreyfarinn í ár. Andrés Magnússon Teflt fyrir augað Óttar M. Norðfjörð (Sögur) Skipta má skákbókum í tvo flokka, annars vegar fræðilegar bækur fyrir keppnisskákmenn og hins vegar almennar bækur fyrir áhugafólk um skák. Teflt fyrir augað fellur í síðari flokkinn, stórfróðleg og lipurlega skrifuð bók um mann sem ekki var stórmeistari, en gat sér orð fyrir litríkan og sókndjarfan skákstíl. Pétur Blöndal Boðskort í þjóðarveislu Bjarni Bjarnason (Uppheimar) Því miður skilur þjóðarveisla Bjarna eftir hjá lesanda enn meiri ringulreið en fyrir var og kannski tilfinningu fáránleika. Að sönnu eru ýmis málefni tekin til umræðu en ég get ekki að því gert að mér finnst fljótaskrift vera á þessu verki. Hvorki er nægilega vandað til hugsunar né málfars. Skafti Þ. Halldórsson Eyjafjallajökull Stórbrotin náttúra ArI TraustI Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson (Uppheimar) Það er náttúrlega mikil klisja að segja að mynd segi meira en þúsund orð þegar lýsa á ljósmynd. En í sumum tilvikum á það bara nokkuð vel við. Þetta er eitt af þeim tilvikum. Fyrir þá sem ekki lögðu leið sína austur og skelltu sér í langar bílabiðraðir (ofanritaður hélt sig á malbikinu) til að sjá þessar náttúruhamfarir með eigin augum er bókin nauðsynleg lesning, því hún sýnir fjölda hliða eldgossins sem setti allt á annan endann í heiminum fyrir skemmstu. Matthías Árni Ingimarsson Bútasaumsteppi Trine Bakke Verkefnin eru fjölbreytt og henta bæði byrjendum og lengra komnum, ungum og eldri. Útskýringar eru góðar og teikningar og ljósmyndir góðar. Allt sem til þarf er hægt að kaupa í bútasaumbúðum hér og margt er meira segja til nú þegar á mörgum heimilum. Jóhanna Viborg Trú – Mannfólkið andspænis guði sínum Ken Opprann (Opna) Bók Oppranns um trúarbrögðin er eigulegur gripur fyrir alla áhugamenn um skapandi ljósmyndun, auk hinna trúuðu, en hér er heimurinn sýndur eins og hann er, í öllum sínum aðdáunarverða fjölbreytileika. Einar Falur Ingólfsson Hulduheimur Heiðarlands Sigurður Harðarson (Andspyrna útgáfa) Hvort sem lesandinn er sammála málstað bókarinnar eða ekki er því ekki að neita að hún er vel skrifuð og ætti að vekja alla til umhugsunar um það hvernig við umgöngumst náttúruna, um lífið og tilveruna og tilgang okkar hér á jörðu. Þetta er falleg og áhrifarík saga. Ingveldur Geirsdóttir Fíasól og litla ljónaránið Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson (Mál og menning) Hér er sagt frá ferðalagi Fíusólar með stórfjölskyldunni til Kaupmannahafnar. Þar lendir hópurinn í ýmiss konar ævintýrum sem er skemmtilega lýst að vanda hjá Kristínu Helgu. Hún nær að lýsa vel hugarheimi barnsins Fíusólar, og eins viðbrögðum fullorðna fólksins og unglinganna. Um hæfileika Halldórs Baldvinssonar á sviði teiknunar er næstum óþarft að fjölyrða. En það skal samt gert. Myndirnar gefa bæði sögunni og bókinni í heild mikið. Svo mikið að það er erfitt að ímynda sér sögurnar um Fíusól án þeirra. Birta Björnsdóttir Grallarar í gleðileit Björk Bjarkadóttir (Mál og menning) Grallarar í gleðileit eru þeir Tolli og Toddi. Sá fyrrnefndi er ungur drengur en sá síðarnefndi kind. Ullin á Todda virðist búa yfir sömu eiginleikum og ferðataska Mary Poppins, þar er hægt að geyma hvað sem er; tígrisdýr, kökur og kodda til að mynda. Þeir Tolli og Toddi leggja upp í leiðangur með það að markmiði að gleðja mömmu sína, sem virðist enga gleði hafa af félagsskap þeirra félaga en hellir sér í húsverkin og tölvuhangs í staðinn. Það hlýtur að teljast sorglegasti hluti bókarinnar. Sem betur fer hafa þeir félagar erindi sem erfiði. Sagan er skemmtileg og falleg, en eilítið súrrealísk á köflum. Myndskreytingar Bjarkar eru fallegar. Þær eru í hlýjum og eilítið gamaldags litum og bráðskemmtilegar. Hvort sem Tolli er að máta gervieyru eða krassa á veggina heima hjá sér er hann ætíð senuþjófurinn á myndunum. Birta Björnsdóttir Var það bara svona? Kristín R. Thorlacius og Erla Sigurðardóttir (Uppheimar) Undarlegt finnst mér að bókarhöfundur velur að láta aðalpersónurnar í sögunni ekki heita neitt, bara strák og stelpu. Tengingin við þær tapast því. Það vantar léttleika í frásögnina og þessi misskilningur sem sagan snýst um er bara ekki nógu sniðugur til þess að hún heilli. Bókin er líka svolítið endasleppt, vantar bæði byrjun og endi. Vatnslitamyndir Erlu eru fínar, þær hafa yfir sér gamaldags andrúmsloft og eiga vel við söguna. Ingveldur Geirsdóttir Fróði sóði David Roberts (Veröld) Myndirnar eru aðalstyrkur bókarinnar. Þær eru margar hverjar mjög sniðugar og segja meira en hinn afar stutti texti bókarinnar, eins og mynda er gjarnan siður. Myndirnar af Fróða þegar hann veikist af sælgætisáti og er með loðna tungu eftir að hafa verið að sleikja heimilishundinn eru til dæmis bráðsniðugar. Bókin er ein margra fyrirmyndabóka þar sem hegðun söguhetjunnar er hreint ekki til eftirbreytni og lesendur eiga væntanlega að hneykslast heima í stofu. Þá er hægt að minna á Fróða sóða þegar afkomendurnir freistast til að bora í nefið. Birta Björnsdóttir Illi kall Gro Dahle og Svein Nyhus (Mál og menning) Þetta er áhrifarík bók sem lætur lesandann skynja vel stöðuna sem Bogi og móðir hans eru í. Því er vel lýst hvernig Illi kall yfirtekur föðurinn og hvernig saklaus ótti Boga vex og meðvirkni móðurinnar. Heimilið er í heljargreipum Illa kalls og ógnin og óttinn eru áþreifanleg. Illi kall er bók með tilgang, hún er áhrifarík og afskaplega vel skrifuð en ég hefði viljað sjá fallegri myndskreytingar, þó umfjöllunarefnið sé óhugnanlegt þurfa teikningarnar ekki að vera það líka til að efnið komist til skila. Ingveldur Geirsdóttir Nytjabækur Jólabækurnar S veppabókin – íslenskir sveppir og sveppa- fræði heitir bók eftir náttúrufræðinginn Helga Hallgrímsson sem Skrudda gaf út fyrir stuttu. Bókin er mikil að vöxtum, ríf- lega sex hundruð síður í stóru broti, gríðarlegt magn upplýs- inga og grúi mynda – um 800 alls. Í bókinni er skýring á sveppafræði almennt og síðan yfirlit yfir þá sveppi sem finnast á Íslandi, alls er um 700 teg- undum lýst, en 1.000 tegunda getið. Segja má að hún sé í senn handbók fyrir áhugamenn um sveppi og sveppatínslu, en líka kennslubók í sveppafræðum. Í ljósi þess hve verkið er mik- ið að vöxtum kemur varla á óvart að það liggi drjúg vinna að baki bókarinnar, enda segist Helgi hafa unnið að henni öðr- um þræði í kringum tuttugu ár. „Auðvitað hef ég líka gert fleira,“ segir hann og kímir, „en svo má líta til þess að að baki þessu liggur hálfrar aldar vinna, undirbúningur og grúsk.“ Helgi hefur skrifað sitthvað um sveppi, auk annarra skrifa, allt frá 1960, en þá var hann í líffræðinámi og bauðst náms- styrkur til framhaldsnáms í Göttingen í Þýskalandi. „Það var í gegnum Sigurð Pétursson gerlafræðing. Þá var mikið vandamál með fúasveppi í tré- skipum sem voru þá mikið not- uð hér og Sigurður hafði unnið að rannsóknum á því. Honum fannst þó betra að sérfræðingi væri faldar þær rannsóknir og því fór ég út með það í huga. Það æxlaðist þó svo að ég fór ekki að ráði í þessa fúa- sveppafræði, fannst það ekki freistandi en svo var þetta vandamál fljótlega úr sögunni því bæði var að menn fóru að nota betri fúavarnir og svo hættu þeir að nota tréskipin að mestu, stálskipin tóku við.“ Að sögn Helga eru skráðar eitthvað um 2.000 tegundir sveppa hér á landi, en meg- inhlutinn svo örsmár að hann sést ekki með berum augum, allskyns myglu- og sníkju- sveppir. Íslensk sveppaflóra sker sig ekki úr sveppaflóru annarra landa nema að því leyti að hún er fábrotnari, en í ljósi þess að íslenskar svepparann- sóknir eru ekki nema um hundrað ára þá er þar mikið verk óunnið. „Við vitum ekki svo mikið um útbreiðslu teg- undanna, það er bara einn sveppafræðingur starfandi á Ís- landi í dag, ég hef bara unnið að þessu í hjáverkum,“ segir Helgi, en hann var kennari og síðan forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri í aldarfjórð- ung, en fluttist síðan austur á Egilsstaði 1987 og hefur stundað ritstörf síðan, skrifaði meðal annars mikla bók um Lagarfljót sem kom út 2005. Helgi Hallgrímsson, höfundur Sveppabókarinnar. Morgunblaðið/Golli Hálfrar aldar vinna Í Sveppabókinni – íslenskir sveppir og sveppafræði segir Helgi Hallgrímsson frá 700 tegundurm sveppa sem finna má á Íslandi og gefur yfirlit yfir sveppafræði almennt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í Heimanfylgju rekur Steinunn Jó- hannesdóttir ævisögu Hallgríms Péturssonar frá fæðingu í Gröf og þar til hann heldur utan ungur mað- ur í ævintýraleit. Spurt er: Í lok Heimanfylgju skilur þú við Hallgrím þegar hann á eftir að lifa ævintýralegan tíma; ertu með framhald í huga? “Já. Það verður vissulega flókið að átta sig á því hvernig unglingurinn komst af einn síns liðs á erlendri grund. En það gerði hann. Heimanfylgjan dugði Hall- grími vel í Þýskalandi og Danmörku og lagði grunninn að skáldinu sem hann átti síðar eftir að verða. Rann- sókn mín á sambúðarárum Hallgríms og Guðríðar var komin vel á veg þegar barnið og unglingurinn knúðu á um forgang. Þann þráð tek ég nú aftur upp. Aðferðin sem ég beiti snýst um rannsóknir á heimildum og inn- lifun í aðstæður og staðhætti á sautjándu öld. Hún er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og leiðir mann um vegi sem liggja í ýmsar áttir. Verkefnið er stórt og krefj- andi og enginn veit sína ævina.“ Steinunn Jóhannesdóttir Vegir í ýmsar áttir Spurt er: Hellir á Suðurlandi í miðju gosi. Hvaðan er hugmyndin? „Hugmyndin að Skáldsögu um Jón kviknaði þegar ég var á ferð um Mýrdalinn með Minjaverði Suður- lands þar sem hann var að skrá fornleifar. Leiðin lá í hellinn þar sem Jón Steingrímsson dvaldi veturinn 1755-1756. Þá var það samræða við Ugga minjavörð um Jón og aðstæðurnar í hellinum og andrúmsloftið, og við hinn fjölfróða Þórð í Skógum, sem ollu mikilli opnun. Þennan vetur kom upp mikið Kötlugos og sveitin varð öll svört af sandi á meðan Jón og bróðir hans dvöldu neðanjarðar við skriftir. Þeir eru þarna í dögun upplýsingarinnar, í ljósaskiptunum, á mörkum miðalda og nútíma. Og svo var það hin til- finningalega togstreita í Jóni sjálfum sem fram kemur í Æfisögunni sem vakti með mér mestan áhuga á þessu sögusviði, hans tilfinningalíf virðist alveg sam- ofið þessum tímamótum; hann stefnir í ljósþrenn- inguna: Guð, ástina og þekkinguna, áður en hann drukknar í myrkri og angist og söknuði!“ Ófeigur Sigurðsson Í dögun upplýsingarinnar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.