Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 37

Skólablaðið - 01.03.1987, Page 37
SKÓLABLAÐIÐ 37 komst hann í sæluhús en þar var ekkert sem kom honum að gagni. Þegar hann komst loks við illan leik til byggða var honum sagt að kjallarinn í sæluhúsinu hefði verið fullur af mat. Þetta var eins með M.R. Kennararnir eru sérfræðing- ar í því sem þeir eru að kenna en við notum ekki tæki- færið. Það eru líka mikil viðbrigði að koma úr skóla einsogM.R. upp í tónlistarskóla. Fyrst fannst mérþetta alveg æðislegt, engin stærðfræði eða neitt leiðinlegt, bara stunda aðaláhugamálið; flautuna. En svo fór þetta að verða svo skrýtið, enginn mikill lestur, ekki próf til að lesa undir eða neitt þess háttar. Ég var jafnvel að hugsa um að taka kúrs í Háskólanum til að fylla upp í þetta tóm. Vinkonur mínar, sem eru í listum, segja sömu sögu." Þekki mín takmörk En tónlistarlífið í M.R., fannst þér það nógu gott? „Það var eiginlega ekkert tónlistarlíf. Þegar ég var í 3. bekk voru haldnir nokkrir kiassískir tónleikar. Það er skaði að þetta skuli vera svona því að það er nóg af hæfileikaríku fólki í M.R. til að spila, t.d. á sal. Sem dæmi má nefna þegar Herranótt setti upp Oklahoma. Þá spilaði heil hljómsveit, nær öll úr M.R. Það er til skammar hve lítið er lagt upp úr tónlist í M.R. svo og myndlist. Þar er fyrir nóg af hæfileikafólki og nóg pláss! Reyndar tók ég þátt í einni sýningu Herranætur og þá sem tónlistarmaður, því að ég er enginn leikari, þekki mín takmörk!" Og nú tókstu þátt í annarri sýningu með 1 ierranótt, Rómeó og Júlíu, stjórnaðir tónlistinni og útsettir. „Satt að segja hefði ég aldrei farið út í það, hefði ég vitað hvað ég átti að gera. Þegar ég var spurð hvort ég væri til í að „hjálpa aðeins til með tónlistina", var ég auð- vitað boðin og búin. Síðar kom í ljós að ég þurfti að útsetja öll lögin fyrir ýmis hljóðfæri og einfalda. Það, sem ég hafði að styðjast við, var segulbandsspóla með laglínunni sunginni og gutli á gítar undir." Þetta voru dvergar! Snúum okkur þá að tónlistarskólanum. Hvað hefurðu kennt lengi? „Ég byrjaði að kenna í 6. bekk og hef kennt síðan. Ég er með 9 nemendur á aldrinum 9-20 og eitthvað ára. Ég vil forðast námslán í lengstu lög og skrimti á kennsl- unni. En það er líka gaman að kenna, þó að vitanlega fari það eftir nemendunum. Það er gaman að miðla eigin þekkingu og sjá framför. Ég kenndi einu sinni forskóladeild tónfræði í hálft ár. í fyrsta tíma ætlaði ég að vera svo afskaplega hugmyndarík og sniðug og láta þau teikna stóran G-lykil. Ég fékk áfall þegar ég kom inn í stofuna. Þetta voru dvergar! Ég missti samt ekki móðinn og lét þau byrja að teikna. Næsta áfall kom þegar ég leit á verkin. Ein stelpan var búin að teikna eitthvað pínulítið krass úti í horni. Hún hélt hún væri búin að teikna G-lykilinn. Hún leit á mig stórum augum og spurði: „Er þetta fínt?“ Aðeins einum úr dvergahópnum tókst að gera eitthvað í líkingu við G- lykil..." Kvaldist tvö ár í lúðrasveit Stefnirðu á að verða tónlistarkennari? „Nei. Mér þykir gaman að kenna, en ef maður ætlar að mennta sig sem t.d. þverflautukennari, er það ekki hægt. Hér útskrifast maðursem blásarakennari og þarf að geta stjórnað lúðrasveit. Sjálf kvaldist ég tvö ár í lúðrasveit. Það átti greinilega ekki við mig." Ertu tónskáld? „Ég þekki aðeins mín takmörk, eins og áður sagði, og sem ekki." Hvernig er námi þínu háttað? „Eftir stúdentspróf bætti ég píanónámi við þver- flautunámið og er að ljúka ýmsum aukagreinum. Ég þarf að taka þrjá kúrsa sem hver tekur 2 ár, tónheyrn, tónfræði og tónlistarsögu. Ég var búin með tvo í M.R., var að vinna hljómfræðiverkefni í enskutímum o.s.frv. Ef allt fer að óskum, lýk ég 8. stigi, sem er burtfararpróf, eftir 2 ár. Ég lýk 3. stigi á píanó í vor. Ég er í þremur tímum á þverflautu og einum á píanó í viku. Fólk verður ferlega hissa og spyr. „Ertu bara í fjórum tímum á viku?" og „Ertu bara í tónlistarskóla?" En það er gífur- leg vinna fyrir hvern tíma. Fyrir mér er hver tími sem próf og ég er undir miklu álagi í tímum. Ef eitthvað er í ólagi, t.d. kennarinn illa fyrirkallaður, þá fer kannski vikuvinna til ónýtis.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.