Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 38

Skólablaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 38
38 SKÓLABLAÐIÐ Ég æfi mig 5-6 tíma á dag. Að standa einn heima og æfa sig er erfiðara en vinna verkeíni sem sett hefur verið fyrir, þar sem taara þarf að skrifa eitthvað. í skóla er maður „mataður". Ég æfi mig bæði heima og hjá foreldrum mínum. Best er að æfa sig í skólanum en þar er slegist um stof- urnar." Námslán eru ekki styrkir eða gjafir frá ríkinu Þegar þú hefur lokið burtfararprófi, hvað hyggstu þá fyrir? „Þá held ég áfram að læra, en hvert ég fer, veit ég ekki. Framtíðin er alltaf að tareytast. Ég hef ætlað til ýmissa landa en er alltaf að skipta um skoðun. Hvert ég fer, ræðst líka af hvar kennarinn, sem ég hef áhuga á, er staddur. Kennarinn skiptir meira máli en lönd eða skólar. Kostnaðurinn er líka mismunandi. Bandarískir og breskir skólar eru mjög dýrir. T.d. var ég að hugsa um skóla í Bretlandi, en þar eru bara skólagjöldin 300.000 kr. á ári. Þá velti ég því fyrir mér hvort skólinn væri þess virði að steypa sér út í svona miklar skuldir. Námslán eru ekki styrkir eða gjafir frá ríkinu. Núna er ég helst að hugsa um skóla í Þýskalandi því að þar er breskur kennari sem ég hef hug á að iæra hjá. Núver- andi kennari minn er einnig Breti og var áður nemandi hans. Annars hef ég heyrt að erlendir nemendur geti aðeins sótt um skólavist í sérstökum löndum en velji ekki skóla sjálfir. Það er þó hugsanlega farið eftir óskum nemendanna um skóla- og kennaraval. Þegar ég hef verið tvö ár í skóla erlendis, ákveð ég hvort ég stefni að kennaraprófi eða einleikaraprófi. Kennarinn minn hefur ekki kennarapróf heldur ein- leikarapróf. Ég spurði hann einu sinni hvað hann væri að gera hér norður á heimsenda, þar sem hann hefði örugglega fengið góð tækifæri erlendis sem einleikari. En það er svo misjafnt hverju fólk leitar eftir. Hann er hamingjusamur hér, með konu og börn, kýs það fremur en að spila úti þó að hann hefði kannski sömu möguleika og aðrir." Gjöf sem þakklætisvott fyrir „velvildina14 Finnst þér nóg gert fyrir tónlistarfólk á íslandi? „Það er alltaf nóg að gera, ef maður bíður bara ekki eftir að tækifærin komi upp í hendurnar. En málið er að það er ekki litið á tónlist sem eitthvað til að lifa af. Það er alltaf verið að biðja tónlistarfólk að spila á hinum og þessum góðgerðarsamkomum en það fær ekkert fyrir. Sem dæmi má nefna skemmtun sem við spiluðum á. Við vorum með vel undirbúið prógramm og spiluðum um kvöldið. Þegar við fórum, fengum við öll litla gjöf sent þakklætisvott fyrir velvildina. Ég gat ekki varist því að hugsa hvað konurnar í eldhúsinu hefðu sagt. hefði þeim verið færð lítil gjöf sem þakklætisvottur fyrir velvildina. Það er mjög almennt að fólk biðji mann að spila: „Geturðu ekki bara spilað eitthvað?" — og líti að- eins á tónlistina sem tómstundagaman." I lefur sumarvinna þín verið í sambandi við tónlist? „Nei. Síðastliðið sumar tók ég að vísu þátt í leikriti sem sýnt var á Kjarvalsstöðum, þar sem ég spilaði á þverflautu. Annars hef ég unnið ýmislegt. Það er gaman að prófa margt. Ég hef t.d. verið sjúkrahússritari og barþjónn á Gauki á Stöng." Hvað er frelsi ef ekki í skóla?! Að lokum: Ertu ánægð með að hafa verið í M.R.? „Já, M.R. er góður skóli og þar kynntist ég bestu vinum mínum. Það var nokkuð erfitt að samræma tón- listarnámið og námið í M.R. en ég vissi fyrir fram að það var ekkert slíkt val í M.R.. þótti það eðlilegt og sætti mig við það. Skólar eru ekki allir sniðnir eftir sama stakki. Eftir á er ég ánægð. Mér fannst lífið stundum erfitt en þið gerið ykkur ekki grein fyrir hve þetta er áhyggjulaust líf. Ég hugsaði oft um að hætta, vildi vera „frjáls", en hvað er frelsi ef ekki í skóla? Maður situr í skólanum til tvö og getur svo gert hvað sem maður vill. í skóla er maður virkilega verndaður og frjáls. Þegar út úr honum er komið, þarf allt í einu að ákveða hvað maður ætlar að vera. Það eru mikil viðbrigði að þurfa að standa á eigin fótum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.