Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 44

Skólablaðið - 01.03.1987, Qupperneq 44
44 SKÓLABLAÐIÐ Sergei Mikhalovich Eisenstein Eftir Bjarna Felix Bjarnason Þegar hugað er að upphafsmönnum kvikmyndalist- arinnar í heiminum skýtur Sergei Eisenstein fljótlega upp kollinum. Flestir kvikmyndaáhugamenn þekkja myndir hans, myndir eins og Beitiskipið Potemkin, ívan grimma og Verkfall, eða kannast við hinar fjöl- mörgu kenningar hans og rit. En hver var hann, þessi snillingur sem fjölmargir álita fremsta kvikmyndar- gerðarmann sem komið hafi fram fyrr og síðar? Eisenstein fæddist 23. jan. 1898 í borginni Riga í Lettlandi. Hann var af efnamiklu fólki úr borgarastétt, en þrátt fyrir efnin var æska hans vansæl og foreldrar hans skildu, þegar hann var 14 ára, eftir margra ára óhamingjusamt hjónaband. Fyrir áeggjan föður síns innritaði Eisenstein sig í verkmenntaskóla í Petrograd (St. Pétursborg) til að læra verkfræði, en þegarbyltingin skall á árið 1917, breyttist margt í lífi hans. Hann sneri baki við verkfræðináminu og þeim of- verndaða heimi sem hann hafði lifað í og gerðist sjálf- boðaliði í Rauða hernum. Þaðan lá leiðin síðan til Moskvu árið 1919 í leikhús byltingarinnar, Proletkúlt. í leikhúsinu á þessum tíma voru menn helst á því að leggja ætti listina niður. Listin, sem þjónað hafði yfir- stéttinni á tímum keisarastjórnarinnar, átti að víkja, en í staðinn átti eitthvað alveg nýtt að koma. ný list handa nýjum áhorfendum. Eisenstein gerðist nemandi Vsevolod Meuerholds, sem þá var forystumaður í leikiiússlífi Moskvuborgar, en sneri sér síðart að leikstjórn í Proletkúlt. Þar setti hann t.d. upp leikritið Gasgrímur, sem hann sviðsetti í gasverksmiðju til að ná tilætluðum áhrifum. En Eisen- stein fannst sem hann gæti ekki náð til fjöldans um leikhúsið, og um 1923 snýr hann sér aftur að kvik- myndunum. Sergei Eisenstein Eins og Meyerhold hafði verið meistari Eisensteins í leikhúsinu varð kvikmyndaleikstjórinn Lev Luleshov lærifaðir hans í kvikmyndunum og eyddu þeir saman fjölmörgum kvöldstundum í umræður fram og aftur um kvikmyndir. Fyrsta mynd, sem Eisenstein gerði í fullri lengd. var Verkfall, sem frumsýnd var árið 1925. í Verkfalli vildi Eisenstein sýna fram á eðli stéttabaráttunnar. Annars vegar eru auðvaldssinnarnir, sem hika ekki við að nota hervald gegn alþýðunni, hins vegar hin vinnandi stétt sem verður að standa þétt saman. Niðurstaðan getur aðeins orðið sú að alþýðunni beri að rísa upp gegn kúgurum sínum hvað sem það kostar. Þótt Verkfall sé áhrifarík mynd var hún aðeins byrj- unin, því að sama ár lýkur Eisenstein við eina stórkost- legustu mynd í sögu kvikmyndanna, Beitiskipið Pot- emkin. Hún fjallar um uppreisn háseta á beitiskipinu Potemkin. Myndin er að öllu leyti stórkostleg og enginn, sem hefurséð hana, mun nokkru sinni gleyma atriðum eins og blóðbaðinu á tröppunum í Odessa eða líkfylgdinni á bryggjunum í Odessahöfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.