SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 4
4 17. apríl 2011
Vandi vestrænna hermanna í Afganistan er ekki síst
að talibanar og vígahópar sem styðja þá klæðast oft-
ast venjulegum, borgaralegum fatnaði en ekki ein-
kennisbúningum. Oft er nær útilokað að greina á
jörðu niðri hvort um hermenn eða óbreytta borgara
er að ræða, hvað þá úr lofti. Og oft grípa talibanar til
þess ráðs að fela sig markvisst innan um óbreytta
borgara, nota þá sem „mannlega skildi“.
Talibanar hafa auk þess unnið marga áróðurssigra
með því að ýkja tölur um mannfall í röðum óbreyttra
borgara í loftárásum NATO, þegar loksins er búið að
rannsaka málið og komast að hinu sanna er það of
seint. Reiði almennings í garð NATO-liðsins hefur
náð að magnast enn.
En því fer fjarri að alltaf sé um að ræða ýkjur þótt
mun fleiri óbreyttir borgarar falli að vísu fyrir hendi
talibana en erlendra hermanna. Er þá réttlætanlegt
að beita árásum sem óhjákvæmilega koma oft niður
á saklausu fólki? Þetta er spurning sem er jafngömul
stríðsrekstri, hvort tilgangurinn helgi meðalið. Í
seinni heimsstyrjöld beittu bandamenn loftárásum
gegn Þýskalandi. Árásirnar styttu stríðið með því að
draga úr hernaðarmætti Þjóðverja þótt þær dygðu
ekki einar og sér til að knýja þá til uppgjafar.
En á seinni árum hafa margir fordæmt þær, bent á
að megnið af fórnarlömbunum hafi verið óbreyttir
borgarar. Aldrei verður hægt að koma í veg fyrir að
saklaust fólk deyi í stríði. En sumir spyrja hvort rétt
sé að beita vestrænni ofurhátækni gegn talibönum
þegar hún er ekki fullkomnari en raun ber vitni. Hvort
fórnarkostnaðurinn sé of mikill.
Óbreyttir borgarar eða grimmir óvinir?
Flak af olíubíl sem flugvélar NATO réðust á 2009. Nær
100 Afganar, þar af minnst 30 óbreyttir borgarar, féllu
en eins og oft áður er deilt um tölu fórnarlamba.
M
arkmið Bandaríkjamanna í Afg-
anistan er tvíþætt: annars vegar
að sigra talibana og hins vegar að
gera það án þess að missa marga
hermenn. Pólitíkusar vita að ef mannfallið
eykst að ráði dregur enn úr stuðningi heima
fyrir við aðgerðirnar. Lausnin sem Barack
Obama forseti og menn hans nota til að tak-
marka manntjón Bandaríkjamanna er einkum
lofthernaður.
Hverjir finna og greina skotmörkin? Það
gera oft snyrtilegir menn sem sitja í þægileg-
um vistarverum 10 þúsund kílómetra frá vett-
vangi og nota stýripinna á ómannaðar Preda-
tor-könnunarvélarnar sem þeir stjórna og
geta verið vopnaðar flugskeytum. Þeir manna
eftirlitsstöðvarnar í Nevada og Flórída sem
fylgjast með öllu sem gerist á jörðu niðri,
reyna að finna talibana. Greina skotmörk til að
granda með mönnuðum eða ómönnuðum vél-
um.
Þeir fá upplýsingar frá ómönnuðum loftför-
um eins og Predator-vélunum sem taka stöð-
ugt myndir úr nokkurra kílómetra hæð. En
stundum lesa menn rangt út úr myndunum.
Blaðið Los Angeles Times hefur komist yfir
rannsóknarskýrslur sem varnarmálaráðu-
neytið í Washington lét gera eftir árás sem
gerð var í dagrenningu á febrúarmorgni í fyrra
á hóp fólks í þrem bílum á moldarvegi í mið-
hluta Afganistans. Predator-stjórnendurnir í
Nevada sannfærðust um að þarna væru talib-
anar á ferð og létu tvær Kiowa-herþyrlur ráð-
ast á bílana. Bandarískir og afganskir hermenn
komust á staðinn innan við þrem stundum
síðar og þá kom í ljós að um skelfileg mistök
var að ræða. Saklaust fólk var á ferð. Banda-
ríkjamenn segja að 15 eða 16 karlar hafi fallið
og 12 manns særst, þar af kona og þrjú börn.
Í nokkurra km fjarlægð, við bæinn Khod,
var bandarískur flokkur sérsveitarmanna sem
þyrlur höfðu flutt á svæðið, þeir áttu að kanna
hvort uppreisnarmenn og vopn leyndust í
þorpum á svæðinu. Yfir sveimaði Predator-vél
og tvær Kiowa-herþyrlur til verndar.
Bandarískir flugmenn fóru að fylgjast með
bílunum þrem um fimmleytið um morguninn.
Þeir sáu að bílljós blikkuðu og töldu að um
merkjasendingar væri að ræða. Grunsemdir
vöknuðu um að talibanar væru á ferð.
Hermenn í Okaloosa í Flórída, sérstaklega
þjálfaðir í að „túlka“ upplýsingar af skjám,
tóku við innrauðum myndum frá Predator-
vélum yfir Afganistan og sendu afraksturinn
áfram til mannanna í Nevada. Samkvæmt
reglum átti yfirmaður sérsveitanna á jörðu
niðri að ákveða hvort gerð yrði loftárás og það
gerði hann. Mennirnir í Nevada og Flórída
rýndu í myndirnar og aðrar upplýsingar.
„Hvað eru þessir fuglar eiginlega með?“
„Við vorum allir að hugsa það sama,“ sagði
liðsforingi í landhernum síðar. „Hvers vegna
safnast 20 karlar á réttum aldri fyrir hermenn
þarna saman klukkan fimm að morgni? Það
gat bara verið ein orsök, að við höfðum sent
flokk bandarískra hermanna inn á svæðið.“
Korter yfir fimm sýndist einum Predator-
manninum að hann sæi riffil í einum bílnum.
Hann var ekki viss. „Ég var að vona að við
sæjum riffil. En allt í lagi.“ Bílalest Afgananna
staldraði við um hálfsexleytið, myndavél
Predator-vélarinnar var beint að manni sem
fór út. Hann virtist halda á einhverju. „Hvað
eru þessir fuglar eiginlega með?“ sagði einn
Nevadamannanna. „Já, ég held að þessi sé með
riffil.“ „Það held ég líka,“ sagði annar.
Nokkrum mínútum seinna kom fram að
einn mannanna í Flórída hefði kannski séð eitt
eða fleiri börn í bílunum. Svörin í Nevada eru:
„Af hverju sagði hann „kannski“ barn? Af
hverju eru þeir svona fljótir að sjá börn en
ekki riffla?“ Og síðan ræddu þeir hvort um
væri að ræða börn eða unglinga.
Til að gæta allrar sanngirni þá var ekki ein-
vörðungu stuðst við Predator-myndirnar
þegar ákveðið var að gera árás. Hleruð höfðu
verið fjölmörg gemsasímtöl á svæðinu og þessi
mikla umferð í ljósvakanum var talin benda til
að verið væri að safna saman liði talibana til
árásar. En eftir situr ónotaleg tilfinning.
„Tæknibúnaður getur stundum veitt manni
þá fölsku kennd að maður sjái allt, heyri allt
og viti allt,“ sagði James O. Poss, hershöfðingi
í flughernum, sem sá um rannsóknina. „Ég er
sannfærður um að við lærðum af þessu máli.“
Skotið úr
öruggri
fjarlægð
Loftrásir koma
oft niður á sak-
lausu fólki
Flugskeyti skotið frá ómannaðri, bandarískri vél af gerðinni Predator MQ-1 sem notuð er bæði til könnunar og árása. Vélin er
rúmir átta metrar að lengd, vænghafið um 20 metrar og hún vegur um tonn, fullhlaðin og vopnuð Hellfire-flugskeytum.
Vikuspegill
Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Úr samtölum stjórn-
enda eftirlitsstöðv-
anna í Bandaríkj-
unum:
„Við sjáum að 18
manns hafa nú farið
út úr bílunum.“
„Þeir eru að biðja,
þeir eru að biðja.“
„Þetta er öruggt,
þetta eru [Talíb-
anahermenn]“.
Biðja? Já ég meina
það, þeir eru að
biðja.“
„Þeir ætla að gera
eitthvað viðbjóðs-
legt.“
„Þeir eru
að biðja“
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8,
112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
einfaldlega betri kosturTILBOÐ
SÚPA DAGSINS M/BRAUÐI.
ÁÐUR 690,-
NÚ 490,-