SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 36
36 17. apríl 2011 T ískumerkið ELLA er góð viðbót við íslenskan tískuheim, já og líka alþjóðlegan því fyr- irtækið skilgreinir sig sem alþjóðlegt fyrirtæki með aðsetur á Íslandi. Fyrirtækið framleiðir einungis úr vönduðum efnum í evrópskum verskmiðjum sem leitast við að setja gæði framar öllu öðru. Auk fatnaðarins er boðið upp á ilm- vötn og fylgihluti hjá ELLU. Tískumerkið leggur áherslu á gæði umfram magn og kennir sig við hæga tísku. Katrín María Káradóttir er yfirhönnuður fyrirtækisins og tekur að sér að útskýra hugmyndafræðina nánar. „Hæg tíska snýst fyrst og fremst um að gefa sér tíma til að hanna, þróa og framleiða gæðafatnað í stað þess að umbylta öllu oft á ári svo viðskiptavinurinn fái á til- finninguna að það sem hann keypti í gær sé um það bil að verða hallærislegt. Við kaupum góð efni og fáum fagaðila til að framleiða fatnað úr þeim. Með aukinni meðvitund um áhrif gegndarlausrar neyslu á samfélög og vistkerfi jarðar hefur áhugi á að eiga færri og betri flíkur aukist og er þessi hreyfing í raun svar við því,“ segir Katrín og verður áherslan því ekki á mikil um- skipti með haust- og vorlínum eins og jafnan tíðkast í tískuheiminum. Engar byltingar „Við erum nú þegar byrjaðar að vinna í fatnaði fyrir haustið en hugmyndin er ekki að umbylta öllu og koma með allt nýtt á einum degi. Við munum alltaf þurfa að spyrja okkur að því hvaða flíkur við viljum þróa áfram, hvað okkur finnst vanta í línuna og hvert við viljum halda næst. Hugmyndin er ekki að hjakka í sama farinu og því munum við halda áfram að leita nýrra efna, þróa ný snið, verða fyrir áhrifum frá lífinu í kringum okkur en með báða fætur á jörðinni.“ Sniðin virka klassík og klæðileg og er stílhreinn brag- ur á litavalinu. Hvaðan kemur innblásturinn? „Innblásturinn kemur héðan og þaðan. Við verðum öll fyrir áhrifum af umhverfi okkar en hönnuður leitar bæði ómeðvitað og kerfisbundið að hlutum sem vekja hjá honum undrun, aðdáun og löngun til að þróa sína eigin túlkun á upplifun sinni. Í okkar tilfelli eru áhrif frá klassískum fatnaði óneitanlega sterk því við höfum áhuga á fatnaði sem stenst tímans tönn. Minn grunnur sem kjólaklæðskeri og sníðagerðarnörd hefur svo auð- vitað sín áhrif líka.“ Sem fyrr segir er lögð áhersla á að útkoman verði vönduð. „Við leggjum mikla vinnu í að velja efni því vönduð efni eru alger forsenda þess að úr verði góð flík. Efnin okkar eru flest náttúrleg og allur okkar fatnaður er framleiddur í Evrópu.“ Ætlum að vaxa lífrænt En hvernig hafa viðtökurnar verið? „Við vissum svosem ekki alveg við hverju við mætt- um búast þrátt fyrir að vera sannfærðar um að tíminn fyrir ELLU væri réttur, en viðtökurnar hafa verið fram- ar okkar björtustu vonum og við erum virkilega glaðar og þakklátar fyrir það. ELLA var kynnt fyrir umheim- inum 8. apríl síðastliðinn á vefnum. Við ætlum að ein- blína á þrjá markaði til að byrja með, Reykjavík, Lond- on og New York, en höfum einnig mikinn áhuga á Japan. Þrátt fyrir háleit markmið ætlum við að vaxa líf- rænt og taka gæði fram yfir magn.“ ELLA er til sölu í Kronkron og á www.ellabyel.com og að lokum upplýsir Katrín leyndardómsfull í bragði að hún vonist til þess að innan tíðar verði ELLA líka í boði „í lítilli og fallegri verslun í New York“. Ljósmynd/Phaedra Brodie Allt önnur ELLA ELLA er nýtt íslenskt tískumerki, sem stefnir líka út í heim, og leggur áherslu á svokallaða hæga tísku. Það þýðir að áherslan er á vönduð efni, klassísk snið og gæðaframleiðslu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fatalínan var kynnt með tískusýningu á 1919 síðustu helgi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tíska

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.