SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 8
8 17. apríl 2011 Brottrekstur þjálfara er eins og mænuviðbragð þegar illa gengur, en breytir litlu. Sú var að minnsta kosti niðurstaða fræðimanna í Münster og Kassel, sem greindu rúmlega 150 þjálfaraskipti á árunum 1963 til 2009. „Það hefur engin áhrif að skipta um þjálfara,“ segir Andreas Heuer, sem stýrði rannsókninni. Lið sem skipti um þjálfara spili nákvæmlega jafn vel eða illa og lið sem ekki skipti um þjálfara. Heuer og félagar notuðu ýmis viðmið í rannsókninni og var ekki bara miðað við hversu mörg stig lið fengu, heldur einnig hversu mikið var skorað. Til að sjá mætti árangur urðu þjálfaraskiptin að hafa átt sér stað eftir tíundu umferð og fyrir þá 24. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að þjálfarar séu iðulega reknir hafi tveir síðustu leikir tapast stórt. Í fyrstu leikjunum eftir skiptin gangi yfirleitt betur. Höfundar rannsóknarinnar segja að það komi hins veg- ar þjálfaraskiptunum ekkert við. Reglan sé sú að lið rétti úr kútnum eftir að hafa fengið slæma útreið í tví- gang hvort sem þau skipta um þjálfara eða ekki. Þá sé ekki óalgengt að liðum, sem gangi illa og spili undir getu á fyrri hluta leiktímabils, gangi betur á því síðara, hvað sem líður þjálfaraskiptum. „Það hefur engin áhrif að skipta um þjálfara“ Thomas Schaaf, þjálfari Werder Bremen, er undantekningin í þýsku þjálfararúllettunni. Hann hefur verið við stjórnvölinn í tólf ár og virðist ætla að lifa af slæmt gengi Brimaborgara í vetur. Reuters J afntefli FC Bayern Münc- hen við Nürnberg um helgina gerði útslagið. Ljóst var að liðið myndi ekki vinna titil á þessari vertíð og nú virtist þriðja sætið í Búndeslíg- unni og þar með sæti í meistara- deild Evrópu einnig ætla að ganga liðinu úr greipum. Í München hafa menn aðrar væntingar. München á að verða Þýskalands- meistari, bikarmeistari og að lág- marki komast í úrslit meistara- deildar Evrópu – á hverju ári. Nú var ekki annað hægt en að láta Louis Van Gaal þjálfara taka pok- ann sinn. Reyndar lá fyrir að Van Gaal myndi ekki vera við stjórn- völinn í München á næstu leiktíð, en nú lá á að koma honum burt. Við liðinu tekur Andries Jonker, aðstoðarþjálfari og vinur Van Gaals, og á að bjarga því sem bjargað verður, en hann verður aðeins þjálfari næstu fimm leiki. „Ég er ekki glaður,“ sagði hann. „Á síðasta tímabili náðum við ótrúlegum árangri. Og síðan fer allt úr böndunum hjá hópnum.“ Á næsta tímabili er afráðið að Jupp Heynckes taki við liðinu. Hann hefur verið þjálfari Bayer Lever- kusen og þykir hafa staðið sig afbragðsvel. Um helgina verður hann í þeirri undarlegu stöðu að leiða Leverkusen gegn Bayern, liðinu sem hann tekur við. Sigri Leverkusen gæti það endanlega gert út um vonir Bæjara – og þar með hans – um að etja kappi við þá bestu í Evrópu. Van Gaal er síður en svo eina dæmið um hvað þjálfarastöður hafa verið ótryggar í Þýskalandi í vetur. Helmingur liðanna 18 í Búndeslígunni er ekki með sama þjálfara þegar fimm umferðir eru eftir og í upphafi tímabilsins. Tveimur dögum eftir að Van Gaal var rekinn var Marco Pezzaiuoli þjálfara sagt upp störfum hjá 1899 TSG Hoffenheim, sem aðeins hefur unnið einn leik af síðustu átta og er fallið niður í tíunda sæti í deild- inni. Pezzaiuoli staldraði því ekki lengi við sem að- alþjálfari hjá Hoffenheim. Hann tók við 2. janúar þegar Ralf Rangnick, sem unnið hafði kraftaverk með liðið, lét af störfum vegna ágreinings við stjórn og eiganda Hoffenheim. Holger Stanislawski, nú- verandi þjálfari Hamborgarliðsins St. Pauli, sem á í harðri fallbar- áttu, mun fara þaðan til Hoffen- heim í sumar. Schalke 04 er annað dæmi. Miklar væntingar voru gerðar þegar Felix Magath tók við liðinu á sínum tíma eftir að hafa gert Wolfsburg að meisturum. Magath þótti ekki standa undir þeim og gengi liðsins í Búndeslígunni varð til þess að ákveðið var að reka hann. Gilti þá einu að Schalke var komið í úrslit í bikarnum og hafði gengið vel í meistaradeild Evrópu. Þátttaka liðsins í henni er reyndar orðin að öskubuskuævintýri eftir að liðið lék Inter Mílanó sundur og saman í 5-2 sigri í Mílanó og er nú komið í fjögurra liða úrslit, nokkuð sem enginn hefði þorað að spá. Magath er hins vegar aftur kominn til Wolfsburg og um liðna helgi mátti hann þola 1-0 ósigur gegn sínu gamla liði Schalke. Magath er reyndar þriðji þjálfari Wolfsburg þetta tímabil. Steve McClaren byrjaði með liðið í haust, þá kom Pierre Littbarski, sem tók Eyjólf Sverrisson með sér og var eiginlega farinn áður en hann kom. Þá er ljóst að Armin Veh mun ekki nýta rétt sinn samkvæmt samningi til að vera áfram þjálfari Hamburger Sportverein heldur hætta með liðið í vor. Hjá Hamborg hefur lítið gengið á tímabilinu. Eintracht Frankfurt byrjaði tímabilið vel og vann í síðasta leik fyrir jól fyrst liða sigur á Dortmund. Eftir jól hefur lánleysið hins vegar verið algert og það kostaði Michael Skibbe þjálfarastólinn. Nú á Chri- stoph Daum að sjá til þess að liðið falli ekki. Slæmt gengi Kölnar varð til þess að Zvonimir Soldo var lát- inn fara og Frank Schaefer kom í staðinn. Strax í desember var Jens Keller rekinn frá VFB Stuttgart og Bruno Labbadia tók við. Keller hafði verið ráðinn í október þegar Christian Gross var rekinn. Stuttgart hefur enn ekki losnað við falldrauginn. Meira að segja landsliðsþjálfaranum, Joachim Löw, ofbýður þjálfararúllettan í þýskum fótbolta: „Það sem hér er á ferðinni er undarlegt. Hjá félög- unum og sérstaklega leikmönnunum veldur þetta óróa og jafnvel taugaveiklun.“ FC Bayern München rak Louis Van Gaal þjálfara fyrir viku. Ljóst er að Bæjarar vinna enga titla á þessu ári og gætu misst af Evrópusæti. Reuters Þjálfari óskast í ótryggt starf Í þýska fótboltanum eru þjálf- arar skammlífir er á móti blæs Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Marco Pezzaiuoli var ekki lengi í náðinni hjá Hoffenheim, liði Gylfa Þórs Sigurðssonar. Reuters „Vissulega verður að meta hvert tilfelli fyrir sig, en stöðug- leiki og samfella í þjálfaramál- um hjá félögum þar sem stefn- an er skýr tryggir til lengri tíma ávallt betri árangur en stöðug þjálfaraskipti.“ Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, telur tíð þjálfaraskipti hjá þýsk- um liðum til vandræða. Samfella betri en tíð skipti Hlý og mjúk Verð aðeins 13.900,- 100% bómullaráklæði 750 gr hvítur gæsadúnn Frábær fermingargjöf Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.