SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 17

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 17
17. apríl 2011 17 Skúli Mogensen gagnrýnir stefnu eða öllu heldur stefnuleysi ís- lenskra stjórnvalda. „Auðvitað veit ég vel að aðstæður í efnahagslífinu hafa verið gríð- arlega erfiðar, en hins vegar hef ég stundum vitnað í Scott McNealy, stofnanda Sun, sem sagði aðeins eitt verra en slæma ákvörðun, og það væri engin ákvörðun,“ segir hann. „Og því miður virðist stjórnkerfið vera fast í vítahring innri deilna, sem dyljast engum, og það hefur neikvæð áhrif á ákvarðanatöku og trúverðugleika – og festa í stefnumálum verður mjög lítil.“ Rótleysi og óvissa Hann segir ömurlegt að horfa upp á þetta stefnuleysi á sama tíma og þjóðin þurfi á afgerandi forystu að halda. „Það skiptir mig ekki öllu máli hver stýrir skútunni, svo framarlega sem kúrsinn er tekinn og við fáum einhverja vissu um það hvað næstu ár bera í skauti sér. Það er rótleysið og óvissan, hvort sem er í sjávarútvegi, skattamálum, at- vinnumálum eða menntamálum, sem dregur kjarkinn úr þjóðinni. Þegar óljóst er hvað næsta ár ber í skauti sér blasir við að það hlýtur að ganga treglega að laða að fjárfestingu í uppbyggingarstarfið.“ Og Skúli tekur dæmi af því, þegar hann stofnaði fjárfesting- arfélagið Títan á Íslandi. „Skömmu síðar horfði ég á Steingrím J. Sig- fússon fjármálaráðherra koma með yfirlýsingu um skattastefnu stjórnvalda í sjónvarpinu: „You ain’t seen nothing yet!“ Ég neita því ekki, að það fór um mann. Það er mikilvægt að draga úr þessari óvissu sem allra fyrst.“ Þurfum erlent fjármagn Og það er afar mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að fá inn erlenda fjárfestingu í meira mæli. „Tvímælalaust,“ segir Skúli, „og í hóflegri blöndu við innlenda fjárfesta. Ég er algjörlega sammála því, að okkur ber rík skylda til að varðveita auðlindir okkar og eigum ekki að selja þær frá okkur undir neinum kringumstæðum. Ég tel hins vegar heilbrigt og eðlilegt að við löðum að innlent og er- lent fjármagn til þess að efla atvinnulífið, hvort sem það eru virkjanir eða skynsamleg nýting á auðlindum okkar. Það eru margar leiðir til þess, hvort sem fjármögnunin er bundin verkefnum eða er í formi eignarhalds; hún getur til dæmis verið takmörkuð að einhverju leyti, falið í sér endurkauparétt eða verið án takmarkana, sem ég held að eigi best við í flestum tilvikum. Það munaði mikið um það, þegar við komum fótunum aftur undir Oz í Kanada, að stjórnvöld þar taka nýsköpunarfyrirtækjum opnum örmum og styðja við þau á margvíslegan máta. Annars hefðum við aldrei komist í gegnum þessar hremmingar. Það þarf að skapa umhverfi á Íslandi, sem hvetur til þess að lífeyr- issjóðir og fjármagnseigendur taki virkan þátt í atvinnulífinu og fjár- festi í því. Þá óttast ég það ekki, þó að við hleypum erlendu fjármagni inn í landið, og tel það einungis af hinu góða. Það er margsannað, að langtímahagsmunir fjárfesta, starfsfólks, viðskiptavina, umhverf- isins og samfélagsins fara saman. Það getur aldrei verið hagur fjár- festa að ganga á hlut starfsmanna sinna eða umhverfis til lengri tíma. Samkeppnin er einfaldlega orðin það mikil um fjármagn, að ef Íslendingar leggja enga rækt við það, þá leitar það annað – og það gerist hratt.“ Andvígur aðild að ESB Hann bætir við ómyrkur í máli: „Án fjármagns byggjum við ekki upp þekkingarsamfélag, nýsköpun eða fjölbreytni í atvinnulífinu og þá losnum við ekki við atvinnuleysið. Ég held það sé ekki heppilegt að aðgreina of mikið innlent og erlent fjármagn, heldur horfa til þess hvort þekking og reynsla kemur með fjármagninu. Kanadískir bankar komust vel frá hruninu og sú spurning hlýtur að vakna hvort við hefð- um komist betur frá því með reyndari fjárfesta – er það hugsanlegt?“ Þrátt fyrir að Skúli vilji rýmka fyrir erlendum fjárfestingum er hann gagnrýninn á mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Því miður gilda lögmál stærðfræðinnar ekki um pólitík eða gjaldmiðla,“ segir hann. „Ef Ísland gengi í ESB við núverandi kringumstæður, eins og ástandið er þar, þá værum við að margfalda tvo mínusa og útkom- an væri ekki plús heldur tvöfaldur hausverkur. Það sama gildir um gjaldmiðilinn, ESB á í miklum vandræðum með evruna og þó að krón- an sé síður en svo gallalaus held ég að hún geti reynst okkur ágæt- lega, svo fremi við styrkjum hagstjórnina og eflum innviði okkar. Ég tel reyndar að til langs tíma litið sé sennilega heppilegra að fá nýjan gjaldmiðil, en þá er ég að horfa meira en tíu ár fram í tímann. Það á ekki við í dag.“ Vítahringur innri deilna bankinn ekki veita frekari fjármögnun. Þá tókum við okkur til, ég og tíu samstarfsmenn, neituðum að gefast upp og tókum yfir félagið. Það myndaðist mikil stemning því við höfðum trú á þessu og við unnum launalaust fyrsta árið til að láta enda ná saman. Það markaði tímamót að við breyttum um stefnu og í stað þess að fara í samkeppni við risana á símamarkaðnum ákváðum við að nota þekkingu okkar til að hjálpa þeim að komast inn á farsímamarkaðinn. Við náðum fljótlega góðum viðskiptasamböndum og það kom á dag- inn að netið var aldrei nein bóla, netnotkun hefur farið fram úr bjart- sýnustu spám frá fyrstu dögum og það sama gildir um farsíma en það voru verðlagning fjárfesta og væntingar sem fóru úr böndum. Þegar fjárfestar áttuðu sig á því var ótrúlegt hvað heimurinn var fljótur að jafna sig. Það vita allir að við seldum Oz til Nokia fyrir himinháar fjár- hæðir en það hefur ekki komið fram að við fjármögnuðum fyrirtækið á árunum 2004 til 2007 með rúmlega 60 milljónum dollara eða 6 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Það var áhættufjármögnun frá öflugum fjárfestum, til dæmis CDP, einum stærsta lífeyrissjóði Kanada, og áhættufjárfestingasjóði T-Mobile. Það var leitt að fyrsti fasinn gekk ekki eftir á Íslandi, en ég leyfi mér að fullyrða að það hefði verið útilokað fyrir okkur að sækja slíkt áhættufjármagn ef við hefð- um verið þar áfram. Fyrir vikið fórum við úr 20 starfsmönnum aftur í 250, við seldum og dreifðum lausnum okkar í yfir 100 milljónir far- síma, vorum með milljarða færslna á mánuði í gegnum okkar kerfi, og tengdumst helstu risunum á markaðnum eins og Microsoft, Go- ogle og Yahoo.“ – Seldi Landsbankinn ykkur Oz fyrir slikk? „Félagið hafði reynt að endurfjármagna sig og það hafði ekki tekist þrátt fyrir að Landsbankinn hefði lagt inn töluvert fjármagn. Ég hvatti bankann eindregið til að halda því áfram en get vel skilið að á þessum tíma var Ísland að komast aftur á skrið, auk þess sem hlut- verk banka er ekki að eiga tölvufyrirtæki í Kanada, ekki frekar en rit- fangaverslanir, gosverksmiðjur eða þann fjölda fyrirtækja sem þeir sitja uppi með í dag. Við keyptum Oz að hluta til með eingreiðslu, en aðallega með hlutdeild af framtíðarvirði félagsins. Þannig að þegar við fengum fjármögnun á árunum 2004 og 2005 fékk Landsbankinn hlutdeild í því og þar með sitt til baka.“ – Talað er um vináttu ykkar Björgólfs Thors í þessu sambandi? „Við höfum verið vinir lengi, allt frá unglingsárunum vestur í bæ, höfum skemmt okkur vel saman, verið góðir félagar alla tíð og erum enn. En sökum þess að ég hef verið í Kanada í tíu ár og hann í Bret- landi og Rússlandi og fleiri stöðum höfum við ekki verið í neinum viðskiptatengslum í tíu ár. Það er því alrangt að hann hafi verið með hlutdeild í Oz og gjörsamlega fráleitt að hann sé viðriðinn þessi bankakaup.“ sig

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.