SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 37
17. apríl 2011 37 Fötin eru klassísk og klæðileg. Með aukinni meðvitund um áhrif gegndarlausrar neyslu á samfélög og vist- kerfi jarðar hefur áhugi á að eiga færri og betri flíkur aukist og er þessi hreyfing í raun svar við því. U ndanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um mengun frá ál- þynnufyrirtækinu Becromal á Akureyri. Talsvert magn af vítissódablönduðu vatni hafði vísvitandi verið látið renna út í sjó. Ekki var annað séð en að stjórnendur verksmiðj- unnar teldu þetta ekki vera neitt stórmál. Vakandi og sómakær starfsmaður Becromal vakti athygli yfirvalda á þessu grófa broti og á hann þakkir skildar fyrir að benda á þetta athæfi stjórnenda verksmiðjunnar. Vatn og þar með hafið er dýrmæt auðlind fyrir alla jarðarbúa og þá ekki síst okkur Íslendinga sem sækjum auð í greipar ægis. Hafið geymir 96,5% af öllu vatni jarðar. Ferskvatn er aðeins 2,5% af öllu vatni á jörðinni. Af þessum fersk- vatnsbirgðum eru 68,6% frosinn heimskautaís. Aðeins 1,3% af fersk- vatni jarðar taka þátt í hringrás vatns á yfirborði jarðar. Hreint haf og nægt magn af hreinu og fersku vatni er ómetanleg auð- lind sem stöðugt verður verðmætari. Í skýrslu frá OECD kemur meðal annars fram að um árið 2030 muni helmingur mannkyns, tæpir fjórir milljarðar, búa á svæðum með ófullnægjandi aðgang að vatni. Vatnsþörf mannsins mun vaxa um 44% á næstu tuttugu árum. Í annarri merkri skýrslu sem lögð var fyrir efna- hagsráðstefnuna í Davos í Sviss 2009 er fullyrt að innan 20 ára verði vatn og aðgangur að því meðal eftirsóttustu fjárfestingakosta og eftirsóttari en ol- ían. Stjórnarformaður Nestlé sagði af þessu tilefni: „Ég er því miður sannfærður um að miðað við ástandið nú og hvernig nýtingu vatnsins er háttað muni ekki verða til nægjanlegt magn af vatni í heiminum. Vatnið mun „þrjóta“, ef svo má segja, löngu áður en olíuna þrýtur.“ Þetta er athyglisvert að hafa í huga nú á dögum stöðugt hækkandi eldsneytisverðs. Yfirvofandi vatnsskortur er nær okkur en við höldum. Við blasir að eina milljón Kaupmannahafnarbúa mun skorta neysluvatn á næstu árum. Grunnvatnsstaðan hefur víða lækkað mikið í Danmörku. Þá hefur vatnið sumstaðar mengast af áburðarefnum frá landbúnaði. Lyf finnast nú orðið í drykkjarvatni fólks víða í Evrópu, til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Hollandi. Í vatninu hafa fundist leifar horm- óna, verkjalyfja og stera. Talið er að vatn mengað lyfjum og efnum frá landbúnaði auki ofnæmi og jafnvel ófrjósemi. Vel á minnst, við ættum öll að fara með gömul lyf og ónotuð í apótekið til förgunar, ekki sturta þeim í salernið. Landbúnaður notar um 70% af öllu ferskvatni heims- ins. 39% vatnsnotkunar í Bandaríkjunum tengjast orkuframleiðslu og 31% í Evrópusambandsríkjunum. Aðeins 3% vatnsins fara til eig- inlegrar neyslu. Með auknum kröfum um sjálfbæra framleiðslu mat- væla og hertum kröfum um mengun auk skorts á vatni eru því tals- verðar líkur á að verð á matvælum muni hækka verulega á komandi árum. Mengun hafsins er ekki síður áhyggjuefni. Lítið hreinsuðu, jafn- vel óhreinsuðu skólpi er dælt út í sjóinn á 4.200 stöðum í Bretlandi. Um tvær milljónir Breta fá magaverk eða veikjast á annan hátt eftir að hafa baðað sig í sjónum við strendur landsins. Talið er að fiskeldi af ýmsum toga muni á komandi árum aukast verulega og verða ábatasöm at- vinnugrein. Við Íslendingar eigum marga möguleika á þessu sviði, nægt magn jarðhitavatns og hreinan sjó. Fiskeldismenn í Skotlandi, Írlandi, Frakklandi og á Spáni eiga við mikla erfiðleika að etja vegna mikilla hita á sumrin og vaxandi mengunar sjávar. Það er því nöturleg staðreynd að með vaxandi mengun sjávar sunnar í Evrópu og skorti á ferskvatni víða um heim gæti hreinn sjór og vatn orðið ein af undirstöðum blómlegs efnahags a Íslandi á næstu áratugum. Íslendingar eiga miklar vatns- auðlindir. Um er að ræða 168 rúmkílómetra alls á ári eða 606.498 rúm- metra á hvern íbúa. Til samanburðar nema vatnsauðlindir Egypta 2,8 rúmkílómetrum á ári eða um 43 rúmmetrum á hvern íbúa. Ágæti les- andi. Ég skora á þig að fara nú um helgina í hressandi göngutúr í fjör- unni eða í nágrenni við hafið og anda djúpt að þér fersku sjávarloftinu. Farðu svo í laugina og slakaðu á í heita pottinum. Þegar heim er komið fáðu þér þá fullt viskíglas – af köldu vatni. Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við Íslendingar það bara ansi gott. „Lengi tekur sjórinn við“ Mengun Sigmar B. Hauksson ’ Yfirvof- andi vatns- skortur er nær okkur en við höldum. Katrín María Káradóttir er yfirhönnuður ELLU en hún hefur umtalsverða reynslu úr tískuheiminum. „Ég lærði kjólaklæðskurð í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk svo sveinsprófi í faginu í kjölfarið. Upprunalega ætl- aði ég að vinna við bún- ingagerð og hafði smáauka- vinnu með skólanum í Þjóðleikhúsinu og við eina bíómynd. Ég sótti því um starfsnám hjá búningadeild BBC í London og fékk en ákvað svo að sækja líka um hjá Martine Sitbon í París fyrst möguleiki var á styrk, svona til að læra smáfrönsku,“ segir Katrín um upphafið. „Til að gera langa sögu stutta var ég svo ljónheppin að fá tækifæri í þessu öllu og féll á fyrsta degi fyrir París og því sem fagið hafði upp á að bjóða þar.“ Næsta skref hjá henni var að stunda nám í draumaborg- inni París og stefndi hún í þann skóla „sem best var af látið, Studio Bercot. Það breytti enn og aftur viðhorfi mínu til hönnunar og tísku. Þegar námi lauk tók við gríðarleg vinna við að komast að og vann ég bæði við hönnun og sníðagerð með hæfileikaríku fólki hjá fyrirtækjum eins og Bali Barrett, John Galliano og Dior. Það var kannski mesti skólinn eftir allt og það að standa á eigin fótum með dóttur minni sem þá var lítill en frábær förunautur,“ segir Katrín sem flutti heim til Íslands árið 2005 og fékk þá starf sem aðjúnkt við Listaháskóla Íslands ásamt því að taka að sér ýmis verkefni. ELLA hefur verið nokkurn tíma í bígerð. „Árið 2009 bættist svo við tilboð frá Elínrós Líndal, sem var að fara af stað með spennandi verk- efni, um starf sem yfirhönnuður,“ segir hún og útskýrir að þær hafi bara verið tvær að stússa í þessu í byrjun. Hún segir að smám saman hafi verkefnið stækkað, starfsmönnum fjölgað og vinnan aukist. „Og loksins erum við komnar á markað!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Parísardama að upplagi Katrín María Káradóttir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.