SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 44
44 17. apríl 2011
Ryu Murakami – Popular Hits
of the Showa Era bbbmn
Af þessari mögnuðu bók má ráða að eitt
helsta vandamál Japana sé miðaldra konur,
oba-san. Það kemur í það minnsta í ljós þeg-
ar piltagengi, sem lifir og hrærist í algjöru
tilgangsleysi, kemst upp á kant við klíku
miðaldra kvenna og einn piltanna myrðir
eina konuna sér til skemmtunar. Konurnar
grípa til hefnda og í kjölfarið harðna átökin
til muna. Þegar svo langt er komið að pilt-
arnir leita leiða til að smíða kjarnorku-
sprengju svarar vísindamaður afdráttarlaust
nei, en þegar hann heyrir að þeir eigi í stappi við oba-san
snýst honum snarlega hugur – þá er sjálfsagt að hjálpa þeim.
Gamanið í sögunni er grátt og ofbeldið mikið og blóðugt, per-
sónur ýktar og afkáralegar. Murakami, sem er frægur fyrir
blóðugar og gráglettnar skemmtisögur, er ekki síst að gera
gys að japönsku samfélagi og skondið að sjá hve piltunum og
konunum miðaldra finnst allt í einu gaman að lifa þegar
dauðinn blasir við.
Su Tong – The Boat
to Redemption bbbbn
Su Tong er líklega þekktastur fyrir sögurnar
sem urðu að kvikmyndinni Rauðu luktinni
sem margir kannast eflaust við. Sú bók sem
hér er til umræðu hlaut asísku Booker-
verðlaunin fyrir tveimur árum, en í henni
segir hann sögu af umgum manni sem er eins
og milli tveggja heima, býr á fljótapramma
en er þó ekki hluti af samfélagi fljótamanna
og ekki heldur þeirra sem búa á árbakk-
anunm. Málið er nefnilega það að faðir hans
var talinn sonur þekktrar byltingarhetju,
sem þola þurfti pínu fyrir marxískar skoðanir sínar, en sönn-
un þess að faðirinn sé sonur byltingarhetjunnar er fisklaga
fæðingarblettur á rassinum á honum. Svo fer að menn draga í
efa að fæðingarbletturinn líkist fiski nógu mikið, fjölskyldan
leysist upp og feðgarnir flytja út á á nauðugir viljugir. Eins og
þetta ber með sér er bókin mjög ævintýraleg og uppfull með
afkáralegum uppákomum þar sem Su Tong leikur sér með
pólitíska orðræðu menningarbyltingarinnar, en sagan gerist
einmitt á þeim tíma. Framvindan er hæg en sannfærandi og
afkáralegar uppákomurnar, groddaleg kímnin og innantóm
hugmyndafræðin sem gegnsýrir allt saman heldur manni við
efnið.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
27. mars – 9. apríl
1. Morð og möndlulykt – Ca-
milla Läckberg / Undir-
heimar
2. Djöflastjarnan – Jo Nesbø /
Undirheimar
3. Betri næring – betra líf –
Kolbrún Björnsdóttir / Ver-
öld
4. Risasyrpa – Drekatemjarinn
– Walt Disney / Edda
5. Mundu mig, ég man þig –
Dorothy Koomson / JPV út-
gáfa
6. Ég man þig – Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
7. Stóra Disney-mat-
reiðslubókin – Ýmsir höf-
undar / Edda
8. Fátækt fólk – Tryggvi Em-
ilsson / Forlagið
9. Máttur viljans – Guðni
Gunnarsson / Salka
10. Ljósa – Kristín Steinsdóttir
/ Vaka-Helgafell
Frá áramótum
1. Ég man þig – Yrsa Sigurð-
ardóttir / Veröld
2. Betri næring – betra líf – Kol-
brún Björnsdóttir / Veröld
3. Léttir réttir Hagkaups – Frið-
rika Hjördís Geirsdóttir /
Hagkaup
4. Svar við bréfi Helgu – Berg-
sveinn Birgisson / Bjartur
5. Djöflastjarnan – Jo Nesbø /
Undirheimar
6. Candida sveppasýking –
Hallgrímur Þorsteinn Magn-
ússon / Salka
7. Fátækt fólk – Tryggvi Em-
ilsson / Forlagið
8. Ljósa – Kristín Steinsdóttir /
Vaka-Helgafell
9. Sjöundi himinn – James Pat-
terson / JPV útgáfa
10. Almanak Háskóla Íslands
2011 – Þorsteinn Sæ-
mundsson o.fl. / Háskóli Ís-
lands
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar,
Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka-
búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag-
kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Sam-
kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir
hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bóksölulisti
Lesbókbækur
B
ók breska sagnfræðingsins Simon Sebag
Montefiore Jerusalem: The Biography er
með þeim magnaðri sem undirrituðum
hefur borist í hendur um langt skeið.
Hér á ferðinni saga um hvernig afskekkt byggð ut-
an alfaraleiðar konungsríkja og heimsvelda forn-
aldar verður að þungamiðju helstu trúarbragða
heims; viðvarandi átakasvæði trúarsturlunar og
valdafíknar hvers fortíð er svo blóði drifinn að
hliðstæður finnast vart annars staðar. Þetta er
auðvitað myrka hliðin á sögu borgar sem jafn-
framt stafar af einstæður dýrðarljómi í krafti sög-
unnar sem hefur dæmt hana til þess að vera höf-
uðborg tveggja þjóða, heimili musteris þrennra
trúarbragða og eini þéttbýliskjarninn á jörðu sem
á sér hliðstæðu á himnum, ef marka má trúarrit.
Þrátt fyrir hinn einstaka sess sem Jerúsalem skipar
í hugum svo margra þá er saga borgarinnar í raun
og veru saga mankynsins fram á okkar daga en
segja má að það sé inntakið að nálgun Montefiore
að viðfangsefninu.
Þessa ríflega þriggja þúsund ára sögu rekur
Montefiore með frásögnum af konungum, stríðs-
mönnum, spámönnum, skáldum og öðrum þeim
sem hafa markað spor sín á fortíð þessarar borgar
sem lengi var talinn vera nafli alheimsins – allt frá
því að spámaðurinn á áttundu öld fyrir Krist sá
sýnina um framtíð borgarinnar fram til sex daga
stríðsins árið 1967 þegar ísralelskir hermenn náðu
austurhluta borgarinnar á sitt vald. Í sjálfu sér er
ágætt að stöðva frásögnina á þeim tímapunkti þar
sem að það sem á undan hefur gengið færi manni
heim sanninn um að örlög borgarinnar voru
sennilega ráðin í upphafi.
Það er ekki einleikið að segja þessa sögu með
þeim hætti sem Montefiore gerir. Sagan gjör-
samlega heltekur mann frá upphafi. Þó svo að of-
beldið, hatrið og sturlunin sé fyrirferðarmikil í
sögunni þá gnæfir það aldrei yfir samúðina sem
lesandinn fær með þessu vesalings fólki sem skap-
aði þessa miklu fortíð. Saga Jerúsalem er auðvitað
ekki eingöngu veraldleg þar sem trúarbrögð móta
hana að svo miklu leyti og það sem gerir frásögn
Montefiore svo magnaða að hann nær að flétta
þeirri vídd inn í verkið án þess að lesandinn fái á
tilfinninguna að höfundurinn telji eitt rétt um-
fram annað í þeim efnum.
Eftir lestur þessarar mögnuðu sögu stendur
hin mikla þversögn borgarinnar eftir: Af hverju
hefur borg sem hefur staðið í þúsundir alda úr al-
faraleið fangað hugmyndaflug og vonir kynslóð-
anna með jafn stórbrotnum afleiðingum og raun
ber vitni? Kynngimagn Jerúsalem mun vera slíkt
að heilkenni er kennt við borgina: Fjölmargir píla-
grímar sem koma til borgarinnar þurfa að fá að-
hlynningu geðlækna meðal annars vegna áhrifa
þeirra vonbrigða sem þeir verða fyrir þegar þeir
átta sig á við komuna að þeir eru að stíga inn á
himneskan stað og verða þess í stað fyrir svip-
uðum hughrifum og þeir sem standa við Hafn-
argötuna í Keflavík í suðvestanroki á þriðjudags-
morgni.
Ein hugsun sótti sterkt að manni við lestur
þessarar mögnuðu bókar Montefiore: Hvað voru
íslensk stjórnvöld að fara með samþykkt sinni á
sérstakri Aðgerðaáætlun fyrir Mið-Austurlönd
veturinn 2007-2008? Hvaða hugmyndir höfðu
menn uppi í utanríkisráðuneyti Íslands um erindi
stjórnvalda til lausnar deilna sem eiga sér rætur í
hinni löngu og flóknu sögu þessa heimshluta sem
endurspeglast svo vel í ferð Montefiore yfir ævi
Jerúsalemborgar?
Rétt er að leyfa leitinni að svörum við þessum
spurningum að bíða betri tíma rétt eins og öðrum
þeim sem sækja á lesandann við lestur þessarar
bókar.
Eyðilegging musterisins eftir ítalska málarann Francesco Hayez.
Viðvarandi sturlun
Ævisaga Jerúsalem eftir Simon Sebag Montefiore spannar
þrjú þúsund ára sögu borgarinnar og er rakin gegnum lífs-
hlaup konunga, spámanna, skálda og annarra þeira sem
hafa markað spor í þessa kynngimögnuðu sögu.
Örn Arnarson ornarnar@mbl.is