SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 28
28 17. apríl 2011 Þ að var fyrir tíu árum að Ernst Backman og Ágústa Hreinsdóttur fengu þá hugmynd að hanna safn, þar sem sögupersónur íslensku þjóðarinnar yrðu sýndar í „eigin persónu“ með viðeigandi leikmynd og útskýringum. „Þjóðminja- safnið var lokað á þessum tíma og fyrir vikið lítið að sýna erlendum ferðamönnum um upprunann. Það hvatti okkur til dáða,“ segir Ágústa og Ernst bætir við að tilgangurinn hafi verið tvíþættur, annars vegar að höfða til útlendinga og hins vegar að glæða söguáhuga ís- lenskra ungmenna. Þau segjast ekki hafa hugsað sérstaklega stórt í upp- hafi en hugmyndin hafi fljótt undið upp á sig. „Hefði ég vitað það hefði ég sennilega ekki lagt út í þetta,“ segir Ernst hlæjandi. „Það var gríðarleg vinna að koma þessu á laggirnar.“ Persónurnar hafa verið skapaðar eftir mannlýsingum sem finna má í fornum ritum. Höfuð þeirra eru steypt í sílíkon sem gerir þau mun raunverulegri en vaxmynd- irnar sem fólk þekkir frá ýmsum söfnum erlendis. Festi hárið í steypunni Ernst var sjálfur fyrirmynd fyrstu persónunnar, Ingólfs Arnarsonar, og gekk sú afsteypa ekki hnökralaust fyrir sig. „Ég festi hárið í steypunni og það þurfti að klippa mig út,“ rifjar hann upp brosandi. „Við létum framleið- anda efnisins, sem er erlendis, vita af þessu og með næstu sendingu fylgdi viðvörunarmiði: Varist að bera í hár!“ En fall er fararheill og aðferðin þróaðist hratt. Sögu- persónurnar spruttu fram hver af annarri – í fullum herklæðum. Fyrirmyndirnar voru ýmist börn eða aðrir nánir ættingjar Ernsts og Ágústu eða félagar hans í Karlakór Reykjavíkur. „Það getur komið sér vel að vera í karlakór,“ segir Ernst sposkur á svip. Næsta mál var að fara á fund fjárlaganefndar Alþingis og kynna verkefnið með von um stuðning. Fóru Ernst og Ágústa vitaskuld með Ingólf Arnarson á milli sín á fund nefndarinnar. Það segir enginn nei við landnámsmann- inn! Fjárlaganefnd tók enda vel í málið og hjólin fóru að snúast hratt. Ernst og Ágústa réðu til sín handverksfólk og settu sér það markmið að ljúka verkefninu á tveimur árum. „Það stóðst eins og stafur á bók.“ Persónusköpunin hófst í bílskúrnum hjá hjónunum en færði sig fljótlega inn í íbúðarhúsið með tilheyrandi tilstandi. „Við urðum að semja við börnin. Það var svo- lítið skrýtið að vera með fjöldann allan af fólki vinnandi inni á heimilinu en þetta gekk upp. Var heilmikið æv- intýri út af fyrir sig,“ segir Ágústa. Líkamspartar á ferð og flugi Heimsóknir voru tíðar meðan á vinnunni stóð enda sá fólk gegnum stóra gluggana að eitthvað óvenjulegt var á seyði inni í stofu. „Fólk sá höfuð, hendur og fætur á ferð og flugi og við vorum á þessum tíma kölluð Addams- fjölskyldan í Garðabænum,“ segir Ernst. Meðal þeirra sem stungu við stafni og kynntu sér starfsemina voru forsetahjónin. „Okkur þótti vænt um það.“ Því næst hófst leit að stað fyrir safnið. Hjónin höfðu í upphafi augastað á stöðum í miðborginni en lofthæð var hvergi hagfelld. Þá beindust böndin að Perlunni. „Ég gæti trúað að um fjögur hundruð þúsund gestir sæki Perluna heim á ári hverju og staðurinn fyrir vikið kjör- inn fyrir safn af þessu tagi. Við sóttum um hjá Orkuveit- unni og fengum úthlutaðan einn tank. Tankurinn var al- veg hrár þegar við tókum við honum, það þurfti meira að segja að steypa gólf, en þetta tókst vonum framar og ekkert sem minnir á nútímann þegar maður stendur þarna inni. Þar með var tilganginum náð,“ segir Ernst en sautján leikmyndir rúmast í tankinum. Mjög góð aðsókn Sögusafnið var opnað sumarið 2002. Ágústa og Ernst viðurkenna að aðsókn hafi valdið vonbrigðum til að byrja með en hún jókst jafnt og þétt þegar markaðs- starfið fór að skila árangri. „Það tekur tíma að byggja svona lagað upp og nauðsynlegt að vera þolinmóður,“ segir Ernst. „Aðsóknin að safninu hefur verið mjög góð undanfarin ár og ánægjulegt á sumrin þegar biðröðin er út að hurð hér í Perlunni. Það gerist oft. Það var aukning á hverju ári hjá okkur, þangað til í fyrra vegna eldgoss- ins í Eyjafjallajökli. Við fundum fyrir því. Við eigum von á sprengingu í aðsókn í sumar – nema aðrar hamfarir dynji yfir!“ Hann segir veturinn erfiðari en aðsókn hafi líka aukist hægt og rólega á þeim árstíma. Að sögn Ernst er markaðsstarf Sögusafnsins einfalt. Safnið auglýsir ekki í hefðbundnum miðlum enda er nú- orðið gengið út frá því að Íslendingar viti af því. Höf- uðáhersla er í staðinn lögð á að fanga athygli erlendra ferðamanna. „Það gerum við með því að koma upplýs- ingum á netið, til ferðakrifstofa erlendis og síðan hefur Reykjavíkurkortið, sem ég hannaði, skilað sínu en það er gefið út í 120 þúsund eintökum á ári. Þar er Sögusafn- ið áberandi.“ Þurfa fleiri tungumál Gestir fá leiðsögn um safnið fyrir atbeina MP3-spilara, sem Ágústa og Ernst segja mun skynsamlegri leið en að láta þá lesa allar upplýsingar af spjöldum. Fimm tungu- mál eru í boði, íslenska, enska, þýska, sænska og franska, og dugar það ekki til lengur. Safnið hefur með tímanum undið upp á sig með margskonar handverki, bæði eftir Ernst og aðra, sem hægt er að kaupa á staðn- um til minningar. Ágústa og Ernst segja viðbrögð gesta yfirleitt vera góð. „Það er nánast hending komi fólk ekki afskaplega ánægt út. Við finnum fyrir miklu þakklæti.“ Hin íslenska Addams- fjölskylda Kom Sögusafnið nálægt Avatar? Ernst og Elma Backman steypa eina persónuna í mót. Fyrstu Íslendingarnir: Ingólfur Arnarson og frú Hallveig. Morgunblaðið/RAX ’ Ég festi hárið í steypunni og það þurfti að klippa mig út,“ rifjar hann upp brosandi. „ Við létum framleiðanda efnisins, sem er erlendis, vita af þessu og með næstu sendingu fylgdi viðvörunar- miði: Varist að bera í hár!“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.