SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 10
10 17. apríl 2011 É g sat og spjallaði við ágætan félaga minn í vikunni, sem var nánast froðufellandi yfir framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum á sunnudag og á Bloomberg-fréttaveit- unni á mánudag og í BBC á þriðjudag. Hann kallaði þetta „fram- göngu“ en ég leyfði mér að kalla þetta hinu jákvæða nafnorði „frammistöðu“. Raunar hefur þessi góði maður verið meira og minna froðu- fellandi, síðan forsetinn synjaði Icesave staðfestingar öðru sinni og vísaði málinu til ákvörðunar þjóðarinnar og þar á undan hafði hann froðufellt með reglulegu millibili í heilt ár, eða frá því að forsetinn synjaði Icesave- lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Ég sagði eitthvað á þá leið, að það væri mér vissulega kvalafullt, að hrósa forset- anum fyrir góða frammi- stöðu, vegna þess að ég vissi innst inni að forsetinn gerði aldrei neitt, né segði nokkurn skapaðan hlut, nema hann væri búinn að vega það og meta sérstaklega, að það sem hann segði eða gerði, kæmi sér persónulega vel fyrir for- seta Íslands. Svo bætti ég við: „En kæri minn. Þótt það hafi verið af eigingjörnum ástæðum sem forsetinn tók þennan pól í hæðina og markmiðið hafi verið að rísa svolítið í vin- sældavísitölunni, þá getum við alveg horft framhjá því og sagt sem svo: Það er sama hvaðan gott kemur.“ Ekki varð nú þetta ígrundaða og rólega svar mitt til þess að róa félagann: „Nei! Hér hefur þú einmitt á röngu að standa. Það er alls ekki sama hvaðan gott kemur. Og þetta útspil forsetans mun hafa þær afleiðingar í för með sér, að við sitjum uppi með þenn- an óþolandi, sjálfhverfa og sjálfupptekna forseta, í enn önnur fjögur árin, þegar kjörtímabil hans rennur út eftir rúmt ár. Þá mun það blasa við þjóðinni að hafa forseta yfir sér í 20 ár samtals; forseta sem var eitt sinn í Framsóknarflokknum og síð- ar í Alþýðubandalaginu og fór sem kafbátur um íslenska pólitík, þar til hann laumaði sér inn á Bessastaði, í enn einu dulargerv- inu – leikbúningi landsföðurins.“ Það er greinilegt að frammistaða forsetans í erlendum fjöl- miðlum vekur blendnar tilfinningar meðal fólks. Þar tjaldar hann öllu því, sem okkur blaðamönnum þótti hvað mest óþol- andi við hann, þegar hann var í flokkapólitíkinni, þ.e. fljúgandi mælsku; því að skjóta sér undan að svara þegar honum sýnist svo; því að láta sem hann heyri ekki spurningar, ef það hentar honum. Og við Íslendingar, a.m.k. þeir sem hafa frá upphafi verið andvígir því að axla skuldir annarra og gangast í ábyrgð fyrir þeim, með því að sætta okkur við hærri skattheimtu og versnandi lífskjör, sættum okkur vel við málatilbúnað forsetans, þótt við sjáum velflest í gegnum hann. Við ypptum bara öxlum og segjum: Það er sama hvaðan gott kemur! En aðrir, sem vildu óðir og uppvægir fá að borga Icesave sjá bara rautt þegar þeir heyra í forsetanum. Guðbergur Bergsson, það mæta skáld, skrifaði fyrr í vikunni grein í spænska stórblaðið El País. Þýðingin er fengin úr DV, en Guðbergur skrifaði m.a.: „Stærstu sökina á íslenska efnahags- hruninu ber að miklu leyti núverandi forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, sem er ráðvilltur mikilmennskubrjálæðingur. Hann er fyrrverandi þingmaður sem skipti nokkrum sinnum um flokk meðan hann starfaði í stjórnmálum, hann fór úr einum flokki í annan en glataði að lokum trúverðugleika sínum vegna hentistefnu sinnar. En samstundis fann hann sér aðra hillu: for- setaembættið. Síðastliðin fimmtán ár er gjöf þjóðarinnar til þessa manns sem er svo líkur þjóðinni sjálfri, þjóð sem hefur verið ringluð og einangruð frá meginlandi Evrópu og evrópskri hugsun í margar aldir …“ Hvað sem annars má segja um forset- ann, þá verður því seint haldið fram að Ólafur Ragnar sé óum- deildur maður. Sama hvaðan gott kemur? Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson Guðbergur Bergsson ’ Stærstu sökina á íslenska efn- hagshruninu ber að miklu leyti nú- verandi forseti lýð- veldisins, Ólafur Ragnar Grímsson 06:45 Hann er tekinn snemma dagurinn í Fjallalind- inni enda ansi mörg verk sem þurfa að klárast áður en hægt er að koma gaurunum mínum í skóla og leikskóla hvern morg- un. Ég og konan, Maríanna Hansen, höfum þann háttinn á að skiptast á að byrja daginn þannig að hitt fái smá auka- svefn. Á leikdögum reyni ég að taka „fyrri vaktina“ því mér þykir betra að taka smá af- slöppun um miðjan daginn og einbeita mér að verkefni kvöldsins. Í nótt skriðu tveir yngstu stríðsherrarnir, tvíbur- arnir Kristján Breki og Alex- ander Jan (3 ára), reyndar upp í til foreldranna um miðja nótt þannig að það voru hægt heimatökin að rífa þá á fætur og klæða þá í larfana. Sá elsti, Mikael Máni (7 ára) sér um þá hlið mála að mestu sjálfur sem er þreyttum fjölskylduföður ansi dýrmætt oft á tíðum. 08:00 Þegar allir eru klæddir, saddir og sáttir fer ég með stóðið í leikskólann og skólann svo þeir geti gengið menntaveginn. Þegar heim er komið er ágætt að taka aðeins til hendinni heima fyrir eftir morgunmatinn. Það fylgir því að vinna fulla vinnu sem fer fram að mestu alla eftirmið- daga og öll kvöld að gera eitt- hvað að gagni á heimilinu yfir daginn, betri helmingurinn fær það óþvegið frá þreyttum bræðrum eftir erfiðan skóladag og fram eftir kvöldi þannig að annað væri varla sanngjarnt, er það? 11:00 Skelli síðasta leik okkar gegn Stjörnunni í tækið í sjálfsagt 15. skiptið og athuga hvort maður getur enn séð eitt- hvað smávægilegt sem gæti hjálpað okkur í baráttunni um kvöldið. Verð að viðurkenna að ég er þó nokkuð hengdur upp á þráð og frekar smámunasamur í aðdraganda leikja og sér- staklega nú, maður er ekki beint þaulvanur að vera í þess- ari aðstöðu og umhugað um að vera vel undirbúinn svo að það komi manni fátt á óvart þegar á hólminn er komið. 13:00 Þegar hádegismat er lokið finnst mér ágætt að leggja mig í ca. klukkutíma. Hluta þess tíma nota ég aðeins til að slaka á og sjá fyrir mér hvað gæti komið upp í leik kvölds- ins. Í þetta sinn er það erfiðara en oft áður þar sem viðbúið er að Stjarnan komi til með að breyta töluverðu í leik sínum til að bregðast við því hvernig sá fyrsti þróaðist. 14:30 Þurfti að taka mig til fyrir leikinn fyrr en oft áður vegna þess að á fimmtudögum þjálfa ég 8 ára kempur í fræðum körfuboltans milli 16.20 og 17.10. Þegar búið er að þrífa sig, klæða og taka til það sem þarf í leikinn sækir maður erfingjana og kemur með heim áður en leiðin liggur í DHL-höllina í Frostaskjóli. 16:20 Líf og fjör á æfingu, það vantar ekki orkuna í drengina frekar en fyrri dag- inn … þjálfarinn reynir kannski aðeins að halda aftur af sér, enda kominn í jakkafötin og vill síður hefja svitalosun kvöldsins of snemma! Eftir æfingu er þægilegt að taka kaffibolla og spjalla við suma af þeim óskor- uðu snillingum sem þar venja komur sínar reglulega. Margir þeirra eru boðnir og búnir að segja mér hvernig málum skuli háttað í hverjum leik fyrir sig og ekki nema sjálfsagt að hlusta á af athygli. Það er fjársjóður fyrir íþróttafélög að eiga svona marga að með þekkingu á íþróttinni og ekki síður að þeir hafi það mikinn áhuga að þeir vilji miðla þeirri þekkingu fé- laginu til heilla. 17:45 Lagt í hann að Ás- garði til móts við Stjörnumenn, fiðringur í maga, stress og til- hlökkun … þetta er víst ástæðan fyrir því að maður er í þessu. 19:15 Leikur hefst og allt að gerast, greinilegt að Stjarnan ætlar sér ekki að láta hrakfarir fyrsta leiksins endurtaka sig og byrja af bylmingskrafti. 21:30 Kominn heim sár- svekktur eftir tveggja stiga tap. Af nógu að taka í lok leiks til að pirra sig á en það er ágætis regla að hafa bara áhyggjur af því sem þú hefur einhverja stjórn á og hefur tök á að leið- rétta sjálfur. Ljóst að það sem eftir lifir kvölds og eitthvað af nóttinni verður tekið í að horfa á leikinn, spá, spekúlera og reyna að sía út mesta erg- elsið … á morgun er annar dag- ur!!! Dagur í lífi Hrafns Kristjánssonar, þjálfara KR í körfubolta Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR í körfubolta, hvetur liðsmenn sína til dáða. Morgunblaðið/Golli Fiðringur í maga, stress og tilhlökkun

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.