SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 31
17. apríl 2011 31 E inar blaðamaður á Síðdegisblaðinu kemst vænt- anlega í kvöld að hinu sanna í þeim málum sem hann hefur fengist við á skjánum síðustu sunnudaga, þegar síðasti þáttur Tíma norn- arinnar verður sendur út. Ég geri að minnsta kosti ráð fyrir því að endirinn sé ámóta og í bókinni. Man þó ekki svörin við lykilspurningunum: Hver myrti Skarphéðin Valgarðsson? Hvers vegna? Bar andlát eiginkonu Nammi- kóngsins að með saknæmum hætti eða var það bara slys? Í Skýjunum Hjálmar Hjálmarsson leikari er afar sannfærandi Einar í þáttunum. Heyrst hefur að fólki finnist framvindan helsti hæg og Einar fullmikið úti að aka, en hafa ber í huga að bók Árna Þórarinssonar er ekki krimmi þar sem hraðinn er yfirþyrmandi, blóðugir bardagar á hverju horni eða æsandi eltingaleikur. Yfirbragðið er hversdagslegt í raun, þótt vissulega gerist voveiflegir atburðir. Skarphéðinn og vinir hans í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri undirbúa frumsýningu á Galdra-Lofti á Hólum í Hjaltadal og Einar er sendur þangað til þess að spjalla við ungmennin. Ef til vill er það tilviljun að fyrstu afrekin á leiksviðinu vann Hjálmar sem meðlimur þessa sama félags. Ekki þó í Galdra-Lofti og ekki á Hólum, heldur í Skýjunum, grísk- um leik eftir Aristófanes, ásamt föngulegum hópi ungs fólks í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það var snemma árs 1982. Dalvíkingurinn skýrmælti fór þá með hlutverk Strepsíadesar á þann hátt að sumum líður það seint úr minni. „Andrés Sigurvinsson leikstýrði okkur af miklum krafti og ég myndi segja að heimtur hefðu verið góðar úr leikritinu. Við vorum fjögur úr þessum hópi sem fórum í leiklistarskólann síðar meir,“ segir Hjálmar í samtali við Sunnudagsmoggann. Þegar Hjálmar var lítill drengur ráku foreldrar hans bíóið á Dalvík. Það var jafnframt samkomuhús staðarins og hann dvaldi þar löngum stundum. Faðir hans, Hjálmar Blomquist Júlíusson – alltaf kallaður Bommi í daglegu tali – starfaði með Leikfélagi Dalvíkur áratugum saman þannig að leiklistin var aldrei langt undan. „Systir mín, Sólveig sáluga, lék líka mikið á Dalvík og áður en ég vissi af var ég orðinn dyravörður og hjálparkokkur í húsinu mjög ungur.“ Hann segist því snemma hafa hrifist af leiknum. „Þegar ég var í MA tók ég þátt í þremur sýningum,“ segir hann en bætir við að reyndar hafa hann ekki verið farinn að hugsa til framtíðar á þessum árum. „Þetta var fyrst og fremst fjör og félagslíf. Mikið fjör.“ Hann kláraði aldrei menntaskólann. „Ég á því enga húfu!“ Hjálmar sat þrjá vetur í Menntaskólanum á Ak- ureyri en fór að þeim tíma liðnum suður og í Ármúla- skóla. „Mér fannst það hundleiðinlegt og ákvað að fara í inntökupróf í leiklistarskólann vorið 1983, þá 19 ára.“ Hjálmar flaug inn í skólann og að námi loknu lék hann bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í ýmsum sjónvarps- þáttum. Síðan var hann lítt áberandi um tíma, vann m.a. tvö ár sem sviðsmaður hjá Sjónvarpinu, sem hann segir mjög góða reynslu. „Ég var viðloðandi fagið, las mikið inn á teiknimyndir og auglýsingar eða var í alls konar djobb- um sem tengjast leiklistinni, þó ég hafi ekki alltaf verið á fjölunum eða í kvikmyndum. En ég hef lifað á leiklistinni síðustu 25 ár.“ Síðasta rúma áratuginn hefur Hjálmar mikið unnið við sjónvarp og útvarp. „Ég hef ekki alltaf verið sýnilegur. Útvarpsleikhúsið hefur þann kost – og ókost. Ég hef lík- lega leikstýrt um 50 til 60 leikritum í útvarpsleikhúsinu, þar af mörgum krimmum, eftir Arnald og fleiri. Ég hef satt að segja mjög gaman af krimmum.“ Það var einmitt í útvarpinu sem leiðir þeirra Einars blaðamanns lágu fyrst saman; á öldum ljósvakans varð Hjálmar fyrst Einar af holdi og blóði, þótt hlustandinn sæi auðvitað hvorki hold né blóð, heyrði einungis rödd. En auðvelt var að sjá Einar fyrir sér í gegnum viðtækið. Það var reyndar fyrir algjöra tilviljun að Hjálmar varð Einar. „Ég var upphaflega ráðinn til þess að leikstýra verkinu, en þegar sá sem átti að leika Einar datt út rétt fyrir fyrstu upptöku voru góð ráð dýr. Hallmar Sigurðs- son, sem stjórnaði útvarpsleikhúsinu á þessum tíma, réð þá annan leikstjóra í verkið en mig til þess að leika karlinn sjálfan.“ Einar grennri en ég … Nú er hann Einar á ný og kann því vel. Hjálmar segir að sér hafi alltaf líkað ágætlega við kauða. Árni Þórarinsson, skapari Einars og höfundur Tíma nornarinnar, sagði á dögunum að Hjálmar gerði Einari frábær skil. Færi hreinlega á kostum í hlutverkinu. Árni á langan og glæsilegan feril að baki sem blaðamaður og vissi því mæta vel hvað hann söng þegar Einar var á teikni- borðinu. En hvað með Hjálmar sjálfan; blundar ef til vill í honum blaðamaður? „Ég hef víða komið við í fjölmiðlaheiminum og kynnst mörgum í faginu. Einar á sér örugglega einhverjar fyr- irmyndir, mér finnst ég að minnsta kosti þekkja þennan karakter. Og já, auðvitað blundar í mér blaðamaður.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S Pólitíkin líklega erfiðasta hlutverkið Dalvíkingurinn Hjálmar Hjálmarsson ber ábyrgð á Einari blaðamanni á Síðdeg- isblaðinu, Hauki Haukssyni ekki-fréttamanni og meira að segja einum bæjarfulltrúa í Kópavogi. Hjálmar ræðir hér hlutina í gamni og alvöru … Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.