SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 14
14 17. apríl 2011 S kúli Mogensen fer fyrir hópi fjárfesta, þar á meðal trygg- ingafélögum og líf- eyrissjóðum, sem hafa tekið yfir MP banka og tekið þátt í 5,5 milljarða í hlutafjáraukn- ingu. Skúli eignast sjálfur 17,5% í bankanum í gegnum fjárfestingarfélagið Títan. Það liggur beint við að spyrja, að gefinni reynslu, hvort hann telji skynsamlegt fyrir lífeyr- issjóði landsmanna að fjár- festa í bankastarfsemi. „Augljóslega vil ég trúa því, annars hefði ég ekki farið út í þetta,“ segir hann. „Íslend- ingar lentu í alþjóðlegri krísu og fjármálageirinn hrundi ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Fyrir vikið urðu ytri aðstæður sérkennilegar, margir fengu óbeit á þessu umhverfi og dæmdu alla bankana úr leik. Ef fólk hefur sig hinsvegar upp yfir um- ræðuna og horfir á heildar- myndina hafa bankar verið lífæð í öllum samfélögum í hundruð ára. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast.“ Ekki fastur í fortíðarvanda Hann segir tækifæri til staðar fyrir óháðan og sjálfstæðan banka, sem fjármagnaður sé af breiðum hópi fjárfesta. „Það felst forskot í því fyrir MP banka að vera óháður rík- isafskiptum og ekki í höndum skilanefnda; hann getur þar af leiðandi sótt fram en situr ekki fastur í fortíðarvanda með óánægða viðskiptavini sem tengjast gjörningum for- tíðarinnar. Ég held að bankinn geti orðið farsæll, jafnvel þó að ytra umhverfi reynist erfitt í einhvern tíma í viðbót. Við gerum alveg ráð fyrir því að svo geti orðið og erum ekki í nokkrum vafa um að bankinn eigi framtíð fyrir sér, svo lengi sem við byggjum upp á skynsamlegum og traustum forsendum og leggjum ekki eigið fé bankans í áhættu- verkefni. Í þeim efnum horf- um við til viðskiptavina bankans, lítilla og meðal- stórra fyrirtækja, og tryggjum að eigendur geti ekki á nokk- urn hátt komið að bankanum með óeðlilegum hætti, hvorki ég né aðrir. Ég vil líka undirstrika að það skiptir miklu máli þegar horft er til bankastarfsemi, að stilla væntingum í hóf. Eitt af vandamálunum á Íslandi ekki alls fyrir löngu var að vænt- ingar fjárfesta til fjárfestinga voru algjörlega á skjön við veruleikann. Það verður að gera raunsæja og heilbrigða arðsemiskröfu. Ég hef sagt innan bankans að ef arðsemi eigin fjár fari yfir 25% eigi viðvörunarljósin að kvikna því þá skilar bankinn hugs- anlega of góðri arðsemi. Við höfum sett markmið um arð- semi á bilinu 15-20%, teljum það gerlegt – og heilbrigt ef það tekst til langs tíma. En það sem gerðist á árum áður, af því að vöxturinn var það hraður og arðsemin mik- il, var að menn gíruðu sig inn á að þurfa stöðugt 40-50% arðsemi eigin fjár. Það er óeðlilegt, eins og sést vel á því að farsælasti fjárfestir í heimi, Warren Buffett, hefur verið með 17% meðalávöxtun síðastliðin 30 ár. Ég tel óraunhæft að við getum gert betur.“ Lewis kom seint til sögunnar Aðspurður hvort ekki sé var- hugavert að blanda saman starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka segir Skúli mikilvægast að grunnurinn sé traustur og áhættustýringu sé vandlega framfylgt. „Það er alls ekki algilt að þetta tvennt geti ekki farið saman. Ég sé marga kosti við það að reka þetta undir sama þaki. Það eru sömu viðskiptavinirnir, sem við höfum verið að sækja í, sem vilja nýta sér þjónustu báðum megin. En ég tel hins vegar rétt til langs tíma, eftir því sem bankinn stækkar og dafnar, að skynsamlegt geti orðið að aðskilja þetta með einhverjum hætti og það myndi auðvelda fjármögnun beggja sviða, hvors um sig. En það er ekki á dagskrá núna.“ Nýir hluthafar MP banka eru um 40 talsins og á meðal þeirra eru Rowland-fjöl- skyldan, eigendur Banque Havilland, áður Kaupþings í Lúxemborg, sem og Joseph Lewis, eigandi Tavistock Gro- up, sem á meðal annars enska úrvalsdeildarliðið Tottenham. En hvernig kom það til að þessir erlendu fjárfestar komu um borð? „Ég var lítill viðskiptavinur Kaupþings í Lúxemborg þegar hann fór á hliðina og Rowl- and-fjölskyldan steig inn í kjölfarið,“ segir Skúli. „Ég vildi vita hvaða fólk það væri áður en ég héldi viðskiptun- um áfram og eftir þau kynni sá ég enga ástæðu til að breyta mínum hag. Það má kannski nefna það sérstaklega út af umræðunni að Rowland- fjölskyldan hefur sem ráðandi eigandi Banque Havilland unnið undir ströngu eftirliti eftirlitsaðila í Lúxemborg og Seðlabankans í Lúxemborg, en slíkt eftirlit er mjög strangt á þessu svæði, og þau hafa staðið sig mjög vel eftir að þau tóku við bankanum. Þegar ég fór að skoða þetta verkefni fannst mér strax álitlegur kostur að fá um borð erlenda fjárfesta. Við sáum fyrir okkur að þeir gætu verið með 20 til 25% hlut sam- anlagt, án þess að neinn einn ætti að vera of ráðandi, ekk- ert frekar en innlendir aðilar. Rowland-fjölskyldan tók strax vel í það og var sann- færð um að grunnþættirnir í íslensku efnahagslífi væru þrátt fyrir allt traustir í ljósi þeirra auðlinda sem við búum yfir. Ég hef unnið töluvert með lögfræðingnum Robert Raich í Kanada, en hann er óskyldur Rowland og Lewis og hefur oft komið til Íslands ásamt fé- lögum sínum. Þetta er lítill hópur sem hefur fjárfest sam- an og hafði oft beðið mig um að láta sig vita ef góð tækifæri byðust á Íslandi. Lewis kom mjög seint inn í ferlinu. Við ætluðum okkur að leggja fimm milljarða í bank- ann, eins og við kynntum á sínum tíma. En þegar við höfðum fjármagnað hlutafjár- aukninguna nefndi Rowland það fyrir tilviljun við Lewis að hann ætlaði sér að taka þátt í hlutafjáraukningu banka á Íslandi og Lewis sýndi því áhuga. Fjárfesting- arfélag hans á í yfir 170 fé- lögum um allan heim og hann hefur verið óhræddur við að fara inn á svæði þar sem að- stæður eru eins og á Íslandi, undirliggjandi góðar framtíð- arhorfur og tímabundið vand- ræðaástand. Ég kynnti þetta fyrir þeim og þeir fengu inn- an við viku til að taka ákvörðun. Og ég segi alveg eins og er að ég bjóst ekki við að fagfjárfestir gæti tekið ákvörðun svona hratt um að fjárfesta í banka á Íslandi undir þessum kring- umstæðum. Það kom því skemmtilega á óvart. Það er ekki síst gaman að segja frá því að Lewis sjálfur, sem er rúmlega áttræður, hefur verið að hringja í mig á kvöldin og spyrja í smáat- riðum út í gjaldeyrishöftin og efnahagsmálin almennt. Hann hefur kynnt sér málin ótrú- lega vel og það er magnað að hann skuli sjálfur setja sig inn í þau, þegar horft er til þess hversu lítil fjárfestingin er á hans mælikvarða, en hann á eignir upp á hundruð millj- arða í krónum talið um allan heim.“ Skil tortryggni út í bankana Það hafa vaknað spurningar um hvort einhverjir aðrir kunni að vera á bak við fjár- festingarnar í MP banka, en Skúli neitar því alfarið. „Það er útilokað að maður eins og Lewis leppi fyrir nokkurn mann. Við fengum fulltrúa frá Tavistock í stjórn félagsins, Mario Espinosa, sem er lög- fræðingur með meistaragráðu frá Harvard og tók meðal annars þátt í að aðstoða yfir- völd í Mexíkó í gjaldmiðla- kreppunni á tíunda áratugn- um. Varðandi Rowland-fjöl- skylduna þá hefur hún verið ein ríkasta fjölskylda Bret- lands í áratugi og í raun er þetta smávægileg fjárfesting fyrir hana. Það er fráleitt að þessir aðilar standi í slíku fyrir ekki hærri upphæðir. Og að gefnu tilefni hef ég aldrei hitt og hvað þá rætt við Sig- urð Einarsson eða Hreiðar Má Sigurðsson, þannig að ég full- yrði að það er fráleitt að þeir komi nálægt þessu á neinn máta, hvorki þeir né aðrir. En hinsvegar skil ég vel tortryggni manna út í bank- ana og að menn skuli spyrja sig af hverju í ósköpunum einhver heilvita maður ætti að hafa áhuga á að koma að bankastarfsemi á Íslandi við núverandi aðstæður. Ég hef spurt sjálfan mig að því hvað ég sé að koma mér út í en mín reynsla er sú að það sé kannski einmitt í krísum sem tækifærin skapast. Og það er alveg ljóst að það er mun gáfulegra að kaupa banka í dag heldur en árið 2007, þó að allir hafi lofað slíka fjár- festingu á þeim tíma og mats- fyrirtækin hafi sagt allt í fínu lagi. Jafnframt tel ég löngu tímabært að við tökum okkur tak og horfum fram á veg- inn.“ Það stóð til að Samherji tæki þátt í yfirtökunni á MP Einmitt í krísum sem tækifærin skapast Skúli Mogensen fer fyrir hópi fjár- festa sem hefur tekið yfir MP banka. Rætt var við hann um tildrög þess, er- lendu fjárfestana, endurskoðuð vinnubrögð í bönkum, upphafið hjá Oz og ástandið í íslensku efna- hagslífi. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.