SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 16
16 17. apríl 2011 banka, gengið hafði verið frá því formlega, en svo dró Sam- herji sig út. Ollu samstarfs- örðugleikar því? „Nei, ég ber gríðarlega virð- ingu fyrir því sem Samherja- menn hafa byggt upp af krafti og dugnaði, hef ekkert nema gott um það að segja. Við vor- um kannski ekki alveg með sömu sýn á öllum málum en það voru engir stórkostlegir árekstrar eða vandamál; þeir einfaldlega ákváðu að draga sig í hlé og aðrir héldu ótrauð- ir áfram. Ég hefði gjarnan vilj- að sjá þá með í hópnum en úr því varð ekki og það breytti engu um heildarniðurstöð- una.“ Hann segir að ekkert eitt at- riði hafi gert útslagið. „Þetta þróaðist með okkur í um- ræðunni um ákveðin stefnu- mál. Nú eru þessir 5,5 millj- arðar fullfjármagnaðir og búið að greiða þá inn í reiðufé í bankann. Það er því búið að loka hringnum. Þetta er fyrsta skrefið, við munum leita leiða til að efla bankann enn frekar og stefnum að skráningu inn- an þriggja ára.“ Fengur að fá Þorstein Eignum MP banka var skipt upp þannig að eignirnar í Úkraínu tilheyra eignarhalds- félagi í eigu gömlu hluthaf- anna en starfsemin á Íslandi og í Litháen er alfarið í eigu nýju hluthafanna. Svar Skúla er stutt er hann er spurður hvort ekki hafi verið áhugi hjá nýju hluthöfunum fyrir eign- unum í Úkraínu. „Nei.“ En hvað um Litháen? „Í Litháen rekum við lítið útibú með fjárfestingabanka- starfsemi og lífeyrissjóðafélagi sem hefur gengið ágætlega. Það hefur vaxið og dafnað vel, lífeyrissjóðsgreiðslur eru til- tölulega nýtilkomnar í Litháen og við munum halda áfram að sinna því.“ Það vekur athygli að Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ritstjóri og sendiherra, hefur verið ráðinn stjórnarformaður MP banka, en hann hefur enga reynslu af bankarekstri. „Það var gríð- arlegur fengur að fá Þorstein í hópinn,“ segir Skúli. „Ég lagði mikið upp úr því strax í upp- hafi, þegar við kynntum málið fyrir fjárfestum, að hlutirnir yrðu gerðir öðruvísi en hingað til, þar með talið að meirihluti stjórnar yrði skipaður óháðum og stjórnarformaður yrði óháður. Þó að Þorsteinn hafi ekki reynslu úr bankaheiminum sem slíkum hefur hann mikla og víðtæka reynslu úr stjórn- sýslunni, er lögfræðingur að mennt og gríðarlega traustur og vandaður í einu og öllu. Ég hef sagt við Þorstein að þó að við séum ekki alltaf sammála beri ég og hafi alltaf borið virðingu fyrir því sem hann hefur skrifað eða lagt til. Ég held að flestir séu sammála um að hann lætur ekkert frá sér nema að vel ígrunduðu máli. Og að hafa slíkan stjórn- arformann, sem hefur yfirum- sjón með stjórninni og þar af leiðandi bankanum í heild sinni, er gríðarlega mikils virði.“ Skúli segir mikilvægt að stilla væntingum í hóf og gera heilbrigðar arðsemiskröfur. É g ólst upp í Svíþjóð en flutti heim á unglingsaldri, fór fyrst í Hagaskóla og svo í MH,“ segir Skúli Mogensen sem er fædd- ur árið 1968. „Ég er þar af leiðandi KR-ingur. Ég fór svo sem skiptinemi til Bandaríkjanna og hef enn ekki jafnað mig á því, ef marka má orð móður minnar, því þar fékk ég viðskiptabakt- eríuna. Ég bjó hjá frumkvöðli í San Diego í Kaliforníu og það opnaðist nýr heimur fyrir mér.“ Skúli var um tvítugt þegar hann stofnaði Oz með Guðjóni Má Guðjónssyni sem var enn yngri eða sautján ára. „Ég byrjaði í heimspeki í Háskóla Íslands og hef alltaf haft á stefnuskránni að setjast aftur á skólabekk á gamals aldri og klára hana, en ég hætti á öðru ári og helgaði Oz alla krafta mína.“ – Mér skilst þú hafir fjárfest í hlutabréfum þegar í menntaskóla? „Já, það gekk á ýmsu og magnað hversu margt hefur breyst. Þegar ég fór út árið 1985 voru höft sem kváðu á um að Íslendingar mættu ekki eiga eða fjárfesta í hlutabréfum erlendis. En ég fór með spariféð með mér, það var svolítið flókið ferli þó að þetta væru ekki háar upp- hæðir, og stofnaði reikning hjá miðlara 17 ára gamall. Þetta var það frumstætt á þessum tíma að þegar heim var komið þurfti ég að reiða mig á þriggja daga gömul Wall Street Journal-blöð í Eymundsson. Ef eitthvað mikið var að gerast hringdi ég í miðlarann, það var dýrt að hringja á þeim tíma, eða lét hann hringja í mig. Seinna sá ég að miðl- arinn þjónustaði mig vel, því fjölskyldan sem ég bjó hjá úti var efna- fólk og ég naut góðs af því. En á þeim tíma fannst mér ég vera stór viðskiptavinur. Það má segja að ég hafi fjárfest í hlutabréfum alveg síðan þá og fylgst náið með mörkuðum.“ – Umhverfi fyrirtækja átti eftir að breytast mikið? „Á þessum tíma voru engir áhættufjárfestingarsjóðir til hér á landi og þekking á slíkum fjárfestingum takmörkuð. Það var því með ólík- indum hvað atburðarásin varð hröð. Rifjað var upp um daginn að MP banki er í sama húsnæði og Kaupþing var í árið 2000 en þá var eigið fé Kaupþings 4,6 milljarðar og við erum að leggja 5,5 milljarða inn í MP banka. Við lítum á það sem tiltölulega lítinn banka en sjö árum seinna hafði eigið fé Kaupþings rúmlega hundraðfaldast og var komið yfir 500 milljarða. Það er ævintýraleg aukning og gefur auga leið að slíkt á sér ekki stað nema teflt sé ansi djarft. En ég held líka að það eigi eftir að koma á daginn að bankarnir gerðu margt gott framan af og það var sorglegt að sjá kerfið fara á hliðina. Mér finnst líka leitt að talað sé niður til þess öfluga fólks sem vann yfirleitt mjög gott starf hjá bönk- unum. Það er reynslunni ríkara og á framtíðina fyrir sér.“ – Það töpuðu margir á Oz á gráa markaðnum á sínum tíma. „Við tókum aldrei þátt í viðskiptum á gráa markaðnum. Forsagan var sú að það vakti töluverða athygli þegar japanskir fjárfestar fjár- festu í Oz um 1996 og svo fórum við að vinna með símafyrirtækinu Ericsson árið 1997 sem fjárfesti myndarlega í Oz eða fyrir 13 milljónir dollara árið 1999. Um þetta leyti var mikil pressa á okkur að hleypa innlendum fjárfestum að. Við ræddum við alla banka á Íslandi og FBA og Landsbankinn komu með hagstæðasta tilboðið. En það var hluta- fjáraukning og við Guðjón seldum aldrei neitt einasta hlutabréf á markaðnum, hvorki þá né nokkurn tíma síðar. Við seldum eingöngu bréf til erlendra fagfjárfesta og innlendra fjármálastofnana en af því eftirspurnin var mikil seldu bankarnir til sinna viðskiptavina og þannig myndaðist þessi grái markaður. Það var mjög óheppilegt að almenningur skyldi fara inn á þennan markað þó að einhverjir högn- uðust því bréfin sveifluðust mikið. Og auðvitað var sárt að horfa á vini, vandamenn og fjölskyldu tapa á þessum viðskiptum. En það var aldrei okkar markmið að skrá þessi bréf eða að almenningur tæki þátt í viðskiptum með þau.“ – Ég hef heyrt það frá fyrrverandi starfsmönnum Oz að fólk komi oft til þeirra og spyrji í hverju Oz hafi eiginlega sérhæft sig? „Það er von þú spyrjir,“ segir Skúli og hlær. „Við vorum náttúrlega ungir og brattir og kannski má segja að stærstu mistök Oz framan af hafi verið að vera iðulega á undan markaðnum, áður en almenningur hafði tæknilega getu til að fylgja því eftir. Í fyrsta fasa vorum við með framsæknar þrívíddarlausnir og eingöngu öflugustu tölvur réðu við þær sem þýðir að markhópurinn var mjög afmarkaður. Við fengumst áfram við samskiptalausnir og næst fórum við á farsímamarkaðinn með tækni sem greiddi fyrir samskiptum í rauntíma á milli tölvu og farsíma, í raun „instant messaging“ sem síðan varð allsráðandi. Oz var í fremstu röð og þróaði vöruna iPulse í samstarfi við Ericsson sem náði vinsældum á Íslandi. Stærstu mistökin þá voru að reiða sig of mikið á Ericsson, þrátt fyrir að það væri eitt stærsta fyrirtæki á Norð- urlöndum, því þegar netbólan sprakk lenti Ericsson í hremmingum, eins og meira og minna öll símafyrirtæki í heiminum, og fækkaði starfsmönnum sínum úr 120 þúsund í 50 þúsund og hlutabréf í félag- inu lækkuðu um 97%. Það bitnaði samstundis á okkur því þeir sögðu upp samningnum og fyrir vikið lækkuðu tekjur okkar á einni nóttu um 95%. Þá störfuðu 250 hjá Oz í Svíþjóð, Boston og á Íslandi og þeim fækkaði á endanum í 20. Það er það erfiðasta sem ég hef glímt við.“ – Oz fluttist svo til Kanada? „Sumarið 2002 vorum við komin með litla starfsstöð þar og reynd- um að bjarga því sem bjargað varð. Fjárfestingar í tæknigeiranum voru takmarkaðar og fjárfestar brenndir. Veturinn 2002-3 varð ljóst að við næðum ekki að fjármagna okkur, Landsbankinn hafði veitt fé- laginu lánalínu og úr varð að hann tók félagið yfir. Þar með þurrk- aðist út hlutaféð, hlutur minn og annarra, og það voru gríðarleg von- brigði. Landsbankinn stofnaði nýtt félag í Kanada og ákvað að láta reyna á það hvort hægt væri að endurreisa félagið. Í lok árs 2003 vildi Lands- Heimurinn var fljótur að jafna

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.