SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 43
17. apríl 2011 43 Ekki lesa bækur! Ekki söngla ljóð! Þegar þú lest bækur visna augasteinarnir og skilja eftir tómar tóftir. Þegar þú sönglar ljóð vætlar hjarta þitt hægt út með hverju orði. Fólk segir að bóklestur sé ánægjulegur. Fólk segir að það sé gaman að söngla ljóð. En ef varir þínar eru sífellt að búa til hljóð einsog krybbur sem tísta að hausti, þá muntu aðeins breytast í veiklaðan gamlingja. Og jafnvel þó þú verðir ekki veiklað gamalmenni er það öðrum til angurs að þurfa að hlusta á þig. Það er svo miklu betra að loka augunum, sitja í kytru sinni, draga tjöldin fyrir, sópa gólfið, brenna reykelsi. Það er unaðslegt að hlusta á vindinn, hlusta á regnið, fara í göngu þegar hugurinn býður, og sofna þegar þreytan sækir að. Úr Tunglið braust inn í húsið, Ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar. Ekki lesa bækur Jang Wan Li H arry Hole, söguhetja Rauð- brystings, Nemesis og nú Djöflastjörnunnar, er erki- týpa skandinavíska reyf- aralögregluforingjans – drykkfelldur, tæpur á geði og í sífelldu basli með ástamálin. Hann er að sama skapi eit- urskarpur, ekki vandur að meðulum og skilgreinir réttlæti iðulega öðruvísi en dómstólar. Djöflastjarnan er dæmi- gerð Harry Hole-bók, þrælspennandi með groddalegum glæpum og þrælsnúinni fléttu. Bókin hefst þar sem lík ungrar konu finnst í fjölbýlis- húsi í Ósló og verksummerki benda til þess að þetta hafi ekki verið hefð- bundið morð, ekki venjulegur ástríðu- glæpur. Þegar annað lík finnst stuttu síðar bendir flest til þess að raðmorð- ingi sé á ferðinni sem skreytir fórn- arlömb sín með rauðum stjörnulaga demöntum, sker af þeim fingur og mjög upptekinn af tölunni fimm. Fljótlega eru menn komnir á slóð morðingjans, eða það halda þeir í það minnsta því Hole áttar sig fljótlega á því að ekki er allt sem sýnist. Inn í allt saman fléttast svo langvinn glíma Hole við samstarfsmann sinn, Tom Waaler, sem hann grunar um sitthvað misjafnt og ekki að ófyrirsynju. Aðdáendur Harry Hole ættu að kæt- ast því ekki er bara að framvinda í bókinni er hröð og æsileg, heldur eru gerð upp í henni ýmis mál sem flækst hafa fyrir Hole í fyrri bókum, gömlum spurningum svarað og loks kemur uppgjörið á milli Hole og Waaler sem er magnþrungið og blóðugt eins og vera ber. Víst er fullmikið lagt í auka- persónur eins og gjarnan í bókum Nesbø og margt óþarflega flókið og snúið, aukinheldur sem fyllerís- ástandið á Hole verður þreytandi til lengdar, en bókin er þrælspennandi og snúningar í restina virðast til þess fallnir að fækka geðflækjum Hole sem gefur von um framhaldið. Þrælsnúin flétta Bækur Djöflastjarnan bbmnn Eftir Jo Nesbø. Uppheimar gefa út, 475 bls. Norski rithöfundurinn Jo Nesbø. Árni Matthíasson ’ Hvíldardagshelgin, fyrst gyðinganna, síðan hins kristna heims, eru vafalaust merk- ustu mannverndarákvæði mannkynssögunnar. Morgunblaðið/Sigurgeir S

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.