SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 23
17. apríl 2011 23 Sé það rétt var það ljótur leikur. Það sem menn geta leyft sér 1. apríl hafa þeir ekkert leyfi til að gera trúgjörnum þann 10. Fólkið í landinu var vel heima Almenningur lét þjóðaratkvæðagreiðsluna mjög til sín taka. Mikill fjöldi greina frá borgurunum sýndi að þjóðin var vel með á nótunum, þrátt fyr- ir skefjalausan áróður fyrir sjónarmiðum ríkis- stjórnarinnar í nær öllum fjölmiðlum. Einn af mörgum greinarhöfundum var Hörður Einarsson hrl. sem skrifaði skýra grein í Morgunblaðið fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftir að úrslitin lágu fyrir skrifaði Hörður aðra grein. Hann undirstrikar þar það sjónarmið sitt að þótt íslenska þjóðin hafi hafnað með afgerandi hætti að „vera niðurlægð“ í samningum þá hafi hún ekki lokað öllum samn- ingadyrum. En kæmi ný samningalota til yrði auðvitað allt að vera uppi á borðinu í það sinnið. Ekki einvörðungu einhliða kröfur annars aðila málsins. Hörður bendir á að „Bretar hafa verið látnir komast upp með það án eðlilegra bóta og atyrða að hafa gert efnahagslega árás á Ísland, þegar verst stóð á hjá íslenzku þjóðinni. Fjár- málaribbaldar, íslenzkir og brezkir, höfðu eyði- lagt íslenzka bankakerfið og íslenzka þjóðin stóð agndofa frammi fyrir afleiðingunum. Á þessari stundu réðust Bretar á alla íslenzka hagsmuni, sem þeir komust í tæri við, af pólitískum leik- araskap einum saman – eingöngu til heimabrúks. Í þessum leik tóku svo þátt öll ríki Evrópusam- bandsins, sem vildu láta íslenzku þjóðina taka skellinn af hinu ógeðfellda samspili fjármálakerfis Evrópu og evrópskra stjórnmálamanna, mann- anna, sem áttu að verja hagsmuni almennings.“ Þessi orð Harðar Einarssonar gera enn betur skilj- anlegt að stjórnmálaritstjóri The Telegraph, Peter Oborne, telji að Bretar ættu að skammast sín fyrir framgöngu sína gagnvart Íslendingum. En þeir sem áttu að halda fram málstað Íslands og gerðu það ekki hafa þó til hins sama enn ríkari ástæður en stjórnvöld í landi hins réttsýna ritstjóra. Morgunblaðið/Ómar Þ að eru þung orð sem Skúli Mogensen, einn af nýjum hluthöfum MP banka, lætur falla um stefnu eða öllu heldur stefnuleysi stjórnvalda í viðtali sem Pétur Blöndal tók við hann fyrir Sunnudagsmoggann. Á meðal þess sem fram kemur í máli Skúla er að „því miður virðist stjórn- kerfið vera fast í vítahring innri deilna, sem dyljast engum, og það hefur neikvæð áhrif á ákvarðanatöku og trúverðugleika – og festa í stefnumálum verður mjög lítil.“ Og hann lætur ekki þar við sitja, heldur segir ömurlegt að horfa upp á þetta stefnuleysi á sama tíma og þjóðin þurfi á afgerandi forystu að halda. „Það skiptir mig ekki öllu máli hver stýrir skútunni, svo framarlega sem kúrsinn er tekinn og við fáum einhverja vissu um það hvað næstu ár bera í skauti sér. Það er rótleysið og óvissan, hvort sem er í sjávar- útvegi, skattamálum, atvinnumálum eða menntamálum sem dregur kjarkinn úr þjóðinni. Þegar óljóst er hvað næsta ár ber í skauti sér blasir við að það hlýtur að ganga treglega að laða að fjárfestingu í uppbyggingarstarfið.“ Þetta er ekki lítil upptalning hjá Skúla en eflaust hefði hann getað haldið lengi áfram. Og stefnuleysið má rekja til þess að framtíðarsýnin er engin. Lausnin sem stjórnvöld bjóða upp á er að skattleggja sig út úr vandanum en sá böggull fylgir skammrifi að um leið skatt- leggja þau arðvænlegustu fyrirtækin úr landi. Þessi eina vísbending, sem gefin er um framtíðina, er því í besta falli hrollvekjandi, eins og ráða má af orðum Skúla, sem rifjar upp er hann stofnaði fjárfestingarfélagið Títan á Íslandi. „Skömmu síðar horfði ég á Stein- grím J. Sigfússon fjármálaráðherra koma með yfirlýsingu um skattastefnu stjórnvalda í sjónvarpinu: „You ain’t seen nothing yet!“ Ég neita því ekki að það fór um mann. Það er mikilvægt að draga úr þessari óvissu sem allra fyrst.“ Ef til vill skýlir Steingrímur sér á bak við það, eins og borgarstjórinn í Reykjavík, að enginn taki mark á ummælum hans. En það hefur komið fram, sem ætti að vera sjálfsagt, að ekkert er verra en að „lofa“ eða öllu heldur hóta almenningi og fyrirtækjum skatta- hækkunum. Ástæðan er einföld, slíkar hótanir skila engum tekjum, en hinsvegar draga þær kjarkinn úr fólki og lama atvinnulífið. Og Skúli er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé fyrir íslenskt efnahagslíf að fá inn erlenda fjárfestingu í meira mæli, jafnvel þó að hann telji að þjóðin eigi að varðveita auðlindir sín- ar, og bendir á að engin þversögn felist í því. „Ég tel heilbrigt og eðlilegt að við löðum að innlent og erlent fjármagn til þess að efla atvinnulífið, hvort sem það eru virkjanir eða skynsamleg nýting á auðlindum okkar. Það eru margar leiðir til þess, hvort sem fjár- mögnunin er bundin verkefnum eða er í formi eignarhalds; hún getur til dæmis verið tak- mörkuð að einhverju leyti, falið í sér endurkauparétt eða verið án takmarkana, sem ég held að eigi best við í flestum tilvikum.“ Á sama tíma og hann lætur þessi orð falla ágerist stefnuleysi ríkisstjórnarinnar, það fækkar í hópi þingmanna Vinstri grænna, að minnsta kosti þeim sem fylkja sér um fjár- málaráðherrann, og þingmenn sem eftir eru setja ríkisstjórninni afarkosti. Það má ekki virkja meira í Þjórsá. Engin furða að það fari um fjárfesta á Íslandi. Rótleysi og óvissa „Loksins, loksins mannar stjórn- arandstaðan sig upp í að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Frammistaða Moody’s við að meta lánshæfi Íslands er ömurleg því þegar íslensku bankarnir áttu í erfiðleikum gaf Moody’s þeim AAA-einkunn.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í sjónvarpi Bloomberg-fréttastofunnar. „Líklega hefur forsetinn ekki ruglað jafnmikið um þetta mál og á frétta- mannafundinum á Bessastöðum í dag. Er þó af nógu að taka.“ Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. „Við þurfum kannski að fara að skipta ansi oft um þing ef þessi forseti situr áfram.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Stærstu sökina á íslenska efnahags- hruninu ber að miklu leyti nú- verandi forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Gríms- son, sem er ráðvilltur mikilmennsku- brjálæðingur.“ Guðbergur Bergsson rithöfundur í El País á Spáni. „Ég hefði viljað sjá Framsóknarflokk- inn hreinlega taka af skarið núna og fara inn í þessa ríkisstjórn.“ Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það kemur ekki til greina að við göngum til liðs við þessa ríkisstjórn óbreytta.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins. „Farið hefur fé betra.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu þegar Ásmundur Einar Daðason studdi tillögu um vantraust á ríkisstjórnina „Rétt er að ítreka að þið eruð ekki að horfa á gamlan leik. Jens Lehmann er í markinu hjá Arsenal.“ Arnar Björnsson lýsti knatt- spyrnuleik Arsenal og Blackpool í Englandi. Þjóðverjinn litríki sneri aftur í markið eftir þriggja ára fjarveru vegna mikilla meiðsla- vandræða hjá félaginu. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.