SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 42
42 17. apríl 2011 Hjálmar Jónsson H átíðir fara í hönd. Frídagar eru framundan, tími sem fjölskyldur nota gjarnan til þess að gera eitthvað annað en hversdags. Frá fornu fari hefur þjóðfélagið notað helgidagakerfi kirkjunnar til að afmarka vinnudaga og hvíldardaga. Samningar um kaup og kjör taka einatt mið af þessu sama. Sex vinnudagar og einn hvíld- ardagur á að sjálfsögðu upphaf sitt í Sköpunarsögu Biblíunnar. Þá var það laugardagurinn, en eftir Krist varð upp- risudagurinn, sunnudagurinn, að hvíld- ar- og hátíðisdegi. Nú eiga flestir frí báða dagana. Sem betur fer þarf ekki allur vökutími fólks að snúast um brauðstritið. Þegar líður að páskum beinist stundum gagnrýni að kirkjunni vegna þess að lög- gjöf landsins takmarkar umsvif á helg- ustu dögum ársins, á jóladag, föstudag- inn langa og páskadag. Það vill gleymast að kirkjan í heiminum setur ekki þjóð- unum lög þótt hún hafi boðskap fram að færa sem hefur áhrif á löggjöfina. Þannig er það í þessum efnum. Hvíldardagshelgin, fyrst gyðinganna, síðan hins kristna heims, eru vafalaust merkustu mannverndarákvæði mann- kynssögunnar. Lágmarksmannréttindi hafa um aldirnar og árþúsundin verið tryggð með almennum hvíldardegi. Bæði menn og skepnur skyldu fá hvíld. Þeir sem voru réttlausastir, þrælar og am- báttir, hestar, asnar og uxar, fengu frí á sunnudeginum. Í hörðum heimi og oft miskunnarlausum var fólki þó eitthvað heilagt. Nær í tímanum eru vissulega til dæmi um það að amast hafi verið við því að frí- dagarnir í samfélaginu tengdust helgi- dagakerfi kristninnar. Eftir stjórnarbylt- inguna í Frakklandi í lok 18. aldar þótti tímabært að leggja niður forneskjuna um sjö daga viku og var vinnuvikunni breytt eftir tugakerfinu. Unnið skyldi níu daga og hvíldin væri á þeim tíunda. Frá þessu var horfið. Og ástæðurnar voru taldar einkum þær að of margir dóu vegna þessara ráðstafana. Álagið varð einfald- lega of mikið. Eftir Októberbyltinguna í Rússlandi var lagt niður jólahald, helgihaldið bann- að og reynt að búa til veraldlegan ramma í einu og öllu. En þrátt fyrir allt sem þá var reynt með fyrirgangi og hreinsunum tókst hvorki að útrýma kristindómnum né þeim venjum sem áttu sér stoð í hon- um. Fólkið lét ekki taka frá sér hátíðirnar. „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíld- ardagsins.“ Þau orð Jesú Krists er gott að hafa í huga í þessu sambandi. Helgidag- arnir, frídagarnir, eru til þess fallnir að létta byrðarnar, auðvelda fólki lífið, skapa svigrúm til að líta upp frá daglegu amstri, njóta afþreyingar, hvíldar og stunda hugðarefni sín. Lög um almanna- frið á helgidögum eru verndarákvæði, sett vegna umhyggju fyrir fólki. Lögin í landinu skulu vera eins og landsmenn vilja hafa þau. Hjá okkur eru þau opin og frjáls hvað þessi atriði varð- ar. Mér er ekki kunnugt um neitt Evr- ópuland sem hafi jafnrúma helgidagalög- gjöf og Ísland. Að svo mæltu býð ég lesendur hjart- anlega velkomna til kirkju á hátíðisdög- unum framundan. Gleðilega páska Höfundur er dómkirkjuprestur. Páskafrí! V ið lifum í fjöltyngdum heimi. Allt í kringum okkur eru áletranir á erlendum málum, oftast ensku, og öllu því dóti sem við hlöðum í kringum okkur fylgir leiðarvísir á ensku sem við berjumst í gegnum. Við tölum íslensku heima hvert við annað en hlustum á ensku í sjónvarp- inu, margir lesa jöfnum höndum bækur á íslensku og erlendum málum, eiga er- lenda vini eða tala ensku í vinnunni. Túlkun af einu máli á annað krefst mik- illar þjálfunar, að geta lesið eða hlustað á eitt mál en talað og skrifað annað jafn óð- um. Allur almenningur er í þeirri stöðu að þurfa á þessari leikni að halda en fólk hefur mismikla þjálfun í að halda tveimur tungumálum aðgreindum og tungumála- kunnáttan er mismikil. Við lærum erlend tungumál í skólum til að geta tekið þátt í samfélagi þjóðanna, til að geta tekið þátt í samtímanum. Sam- tíminn er alþjóðlegur og okkur er nauð- synlegt að geta lesið bækur, horft á sjón- varp, lesið leiðbeiningar með varningi, átt samskipti við fólk, þegið hugmyndir og fróðleik og tekið þátt í að móta sam- tímann eins og aðrir. Fyrsta mars síðastliðinn hélt Microsoft á Íslandi mjög áhugaverða ráðstefnu um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þarna voru saman komnir kennarar og kerfisstjórar úr allmörgum skólum til að bera saman bækur sínar og miðla nýj- ungum og reynslu. Ekki er langt síðan tungutak tölvufólks var nokkurn veginn óskiljanlegt öllum almenningi, bæði var tæknin framandi og öll hugtök á ensku. Orðræða um tölvumál var eftir því, fólk öpplódaði data á sörverinn gegnum múltprósess í módúlum og allt var síðan displeiað á þartilgerðum mónitor. Þegar fólk sló inn texta eins og margir höfðu gert á ritvél um árabil var hann júster- aður við margin á rúlernum og ef ein- hverju þurfti að breyta mátti alltaf kötta og peista eða bara delíta. Allt klabbið var síðan seivað í lokin. Nú kvað við annan tón. Flestir fyrirles- arar voru bærilega skiljanlegir og gerðu sitt besta til að tala íslensku. En það er ekki auðvelt að tala um hugbúnað á ís- lensku þegar allar áletranir og aðgerðir á skjánum birtast á ensku. Slíkt krefst þjálfunar. En þau forrit sem mestu skipta fyrir allan almenning eru með íslensku viðmóti, stýrikerfið Windows og Office- böggullinn. Þetta tvennt mætir lang- flestum landsmönnum daginn langan á skjánum, bæði heima og í vinnu. Micro- soft hefur um árabil séð til þess að ís- lenska er jafn sjálfsögð á skjánum og tungumál hvaða menningarþjóðar ann- arrar sem vill líta á sig sem þátttakanda í samtímanum. Ástæða þess að sumir nota ennþá ensku er önnur. Kunningi minn fór í veiðibúð um dag- inn. Afgreiðslumaðurinn var greinilega ákafur laxveiðimaður og vildi gjarnan miðla reynslu sinni og þekkingu. Tungu- tak afgreiðslumannsins fór alveg eftir því hvaða áletranir voru á varningnum. Hann sýndi kunningja mínum fesant teil fjaðrir og píkokk hörl, dökk wings og efni í dræ flæs. Flugulínurnar voru með sinking tip og sjútíng hedd og við bætast líderar sem ekki má vanta í góðu veiði- vesti með spesíal kóting. Áletranir hafa mikil áhrif á það tungu- tak sem við notum. Sennilega þarf sér- staka gáfu eða þjálfun til að halda tungu- málum svo vel aðgreindum í huga sér að geta talað eitt mál en haft annað fyrir augunum. Áletranir á veiðivarningi skipta kannski ekki höfuðmáli fyrir nútíð og framtíð íslenskrar tungu en það gerir íslenskt viðmót í tölvum. Að lokum: Vegna tvíræðrar dag- skrárkynningar Ríkisútvarpsins vil ég minna á að hefð er fyrir því að vika hefjist á sunnudegi. Vikan fyrir páska heitir dymbilvika, en páskavika er sú vika sem hefst með páskum. Sú málvenja, sem finna má orðabókum, að kalla dymb- ilviku páskaviku veldur óæskilegri óvissu. Lifið heil. Tvö mál í senn ’ Þegar fólk sló inn texta eins og margir höfðu gert á ritvél um árabil var hann jústeraður við margin á rúlernum og ef einhverju þurfti að breyta mátti alltaf kötta og peista eða bara delíta. Allt klabbið var síðan seivað í lokin. microsoft word Skra BreiTa uTliT Snid Tol Toflur Gluggar H alp Malid Teikning er tegar Til wilT tu ifirskrifa sk alid ? a nei wista sem El ín Es th er Málið Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.