SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 45
17. apríl 2011 45 Í bókaþætti breska ríkissjónvarpsins fjallaði einn gesta um þær bækur sem fólk læsi í raun og veru, sem var þá sett fram sem um væri að ræða allt öðruvísi bækur en það ætti að lesa eða vert væri að lesa. Það er nefnilega svo að mörgum finnst sem bækur eigi helst að vera fræðandi og lærdómsríkar, en þær þurfi ekki endilega að vera skemmti- legar. Það fannst til að mynda einum gesti þáttarins sem sagði að það að lesa bækur ætti að vera því líkast að sitja á skólabekk – þær væru til að læra af en ekki endilega til skemmtunar. Af þessum þætti hefur spunnist nokkur umræða í Bretlandi, en þó ekki bara um þáttinn, heldur það hvernig sífellt sé talað niður til þeirra sem lesa aðrar bækur en þær sem njóta við- urkenningar bókmenntafræðinga og þeirra sem um bækur fjalla á opinberum vettvangi. Dæmi um það sögðu menn þá staðreynd að sá liður bókmenntaþáttarins sem viðkomandi viðmælandi kom fram í hét einmitt: „En hvað lesa þau í raun og veru“ – og þá augljóslega með vísun til þess að fólk sé al- mennt að lesa annað en það segist lesa og þá um leið annað en það ætti að lesa. Einn þeirra sem tekið hafa þátt í þessari umræðu, og þá til að gagnrýna að það bókmenntaform sem hann hefur dálæti á, vísindaskáldskapur, er aldrei haft með þegar meta á bækur til verðlauna og umfjöllunar, benti á það hvernig menn hafa reynt að greina tilteknar bækur sem literary fiction eins og það kallast upp á ensku, en þegar rýnt er í þann sérkennilega merkimiða er eiginlega ekki hægt að snara honum nema sem bókmenntalegar bókmenntir. Nú er það svo að bækur sem eru fræðandi og lærdómsríkar geta líka verið skemmtilegar eins og þeir þekkja sem lesa sér til skemmtunar – það eru einmitt oft þær bækur sem sitja í manni og maður gluggar í aftur og aftur. Eins vita þeir sem eitthvað lesa að ráði að oft er mesta sannleikann að finna í skáldskap, þann sannleika sem talar beint til okkar og við skiljum dýpri skilningi en margt annað sem ber á góma. Það má líka læra af leiðinlegum bókum, en vandinn er sá að stundum þegar maður hefur þrælað sér í gegnum torf, elt óendanleg langar setningar, kafað í greinarmerkjalaust hug- myndahaf í leit að perlum kemst maður að því að þar var ekk- ert að finna eftir allt saman – bókin bauð ekki upp á neitt nema leiðindi (sem er vissulega lærdómsríkt í sjálfu sér – muna: aldrei lesa meira eftir viðkomandi). Málið er ekki flókið að mínu viti: Þær bækur sem njóta vin- sælda njóta þeirra aðallega fyrir að að þær eru skemmtilegar og / eða spennandi. Stundum eru þær líka vel skrifaðar og sumar meira að segja betur skrifaðar en margt það sem menn vilja kalla bókmenntalegar bókmenntir. Enn og aftur: Lífið er of stutt til að eyða því í lestur á leið- inlegum bókum. Þó að þær séu lærdómsríkar. Bókmennta- legar bækur Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Eins vita þeir sem eitthvað lesa að ráði að oft er mesta sannleikann að finna í skáld- skap. H ér segir af Stúfi trölla- strák, syni Grýlu sem dvelur í Esjunni hjá fósturforeldrum sín- um þeim Ófríðu og Lumma. Snáði er að byrja í skóla og eign- ast þar góða vini af mannakyni, enda hjartahlýr með afbrigðum. Hann og vinir hans lenda í ýms- um ævintýrum, spá mikið og spekúlera og höfundur flettir of- an af ýmsum málum með sam- visku barnssálarinnar að vopni, hvort sem það eru vangaveltur um umhverf- ismál, fé- græðgi, tilvist Guðs eða jóla- sveina. Þetta er fyrsta bók Helgu og henni tekst ágætlega upp, söguþráð- urinn á það til að vera holóttur og nokk sundurleitur en henni tekst að draga upp góða og skýra mynd af helstu persónum. Sam- töl eru skemmtilega skrifuð og flæði bókarinnar fínt, það er ein- hver hlýja og hispursleysi sem rís upp af síðunum. Helga þræðir gömlum minn- um úr íslenskum þjóðsögum skemmtilega inn í framvinduna, eðli og eigindir trölla og álfa eru tekin fyrir og í einum kaflanum eru sjálfir jólasveinarnir komnir á gólfið á heimili Stúfs þar sem þeir velta fyrir sér örlögum sín- um og áætlunum. Það er líka for- vitnilegt og flott að sjá hvernig tröllin eru sjálfsagður hluti af heimi manna í bókinni, þau skutlast í Bónus og fara í björg- unarleiðangra með mönnunum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Glúrin pæling um sátt og sam- lyndi í heimi á heljarþröm? Á köflum má sjá að um byrj- endaverk er að ræða en Helga veldur forminu vel, stíllinn er einkar íslenskur og hlýr og henni eru allir vegir færir á þessu sviði ef hún heldur sig að þessu. Tröll kannski menn? Bækur Stúfur tröllastrákur bbbnn Eftir Helgu Sigurðardóttur. Tindur gefur út. 105 bls. Arnar Eggert Thoroddsen LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar HLJÓÐHEIMAR 26.2.–22.5. 2011 - Salur 2 16. apríl kl. 15 - HLJÓÐBERG v.3.0 eftir Ragnar Helga Ólafsson - Opnun innsetningar 16. apríl kl. 13 og 15 - Fyrirlestrar og tónleikar á vegum S.L.Á.T.U.R.s 17. apríl kl. 17 - GLÓPERA - Tónlistargjörningur í flutningi Parabólu VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 - Salur 1 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010–31.12. 2012 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar ÞRYKKT, samsýning með sögulegu ívafi. 16 íslenskir grafíklistamenn. Síðasta sýningarhelgi. Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Á gráu svæði Hrafnhildur Arnardóttir (23.3. - 29.5. 2011) GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 9. apríl til 15. maí Elín Pjet. Bjarnason ÖLL ERUM VIÐ EINSKONAR TRÚÐAR Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 17. apríl Aðgangur ókeypis á sumardaginn fyrsta Ratleikir og leikjasýning - Úrval sumargjafa í safnbúð Fjölbreyttar sýningar og Kaffitár Lokað á páskadag og 2. í páskum. Opið aðra daga 11- 17.Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 IS(not) | (EI)land Samstarf 5 pólskra ljósmyndara og 5 íslenskra rithöfunda Laugardaginn 16. apríl Fjölskyldu- / vinaleikur kl. 16 Sýningarpjall Úr kössum og koffortum Gamlar ljósmyndir frá Hveragerði og nágrenni OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Sunnudaginn 17. april kl. 15 Listamannsspjall – Þorri Hringsson 19. mars – 1. maí 201 Varanlegt augnablik Sigtryggur B. Baldvinsson og Þorri Hringsson 19. mars – 1. maí Birgir Andrésson og vinir Eggert Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Kristinn E. Hrafnsson, Magnús Reynir Jónsson og Ragna Róbertsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.