SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 27
17. apríl 2011 27 Persónur eftir Ernst Backman er víðar að finna en á Sögusafninu í Perlunni. Fyrir fimm árum pantaði safn í Avaldsnes í Noregi hjá honum sex persónur og fyrir þremur árum leituðu Færeyingar til hans og báðu um þrettán persónur fyrir Sögusafnið í Vestmanna. Í Avaldsnes var honum falið að segja Noregssöguna frá víkingatímanum. Þar voru kempur á borð við Ólaf Tryggvason og Harald hárfagra í aðalhlutverki. Ernst segir sýninguna í Færeyjum byggjast á sömu hugmynd og sýningin í Perlunni. Hún sé þó „ennþá hryllilegri“. Nú nýlega gerðu hjónin afsteypu af Þórdísi spákonu fyrir safn sem kallast mun Spákonuarfur og verður opn- að á Skagaströnd í sumar. Þau koma einnig að hönnun og skipulagningu þess safns. Annað verkefni er fyrir safn á Lófóten sem helgað verður Ólafi tvennumbrúna en hann braust ásamt eig- inkonu sinni undan ofríki Haraldar hárfagra Noregskon- ungs á sinni tíð og nam öll Skeið á milli Þjórsár og Sandlækjar. Fyrirhugað er að opna það safn í næsta mánuði. Fleiri verkefni eru í farvatninu en fyrirspurnir hafa borist frá Danmörku, Kanada, Noregi og víðar. „Áhug- inn er mikill og ég sé ekki annað en nóg verði að gera á næstunni,“ segir Ernst. „Maðurinn sem lærði grafíska hönnun er kominn á fullt í framleiðslu á sílikondúkkum og hefur bara gaman af.“ Útflutningur á persónum Ernst mátar höfuðið á eitt sköpunarverka sinna. Morgunblaðið/RAX fundurinn í brennidepli; ýmislegt fleira ber þó til tíðinda,“ segir Ernst. „Það er búið að byggja Mennta- skólann í Reykjavík sem þjónar reyndar sem samkomu- staður Alþingis fram að byggingu þinghússins. Matthías Jochumsson og Sigurður málari setja sinn svip á bæjar- lífið, svo einhverjir séu nefndir. Vatnspóstarnir eru staðir sem margir eiga leið um og vinnukonur flykkjast inn í þvottalaugar með þvotta sína, en aðrar niður að löndunarbryggjum til að vinna við uppskipun á kolum eða salti. Af áföngum í þróun bæjarins má nefna endur- byggingu dómkirkjunnar, byggingu menntaskólans, Al- þingishússins og safnahússins og tilkomu fyrsta íslenska ráðherrans, Hannesar Hafstein.“Svona sér Ernst fyrir sér að aðkoman að Sögusafni Reykjavíkur yrði. Svona verður umhorfs í Öskjuhlíðinni nái hugmyndir Ernsts og Ágústu fram að ganga. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.