SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 29
17. apríl 2011 29 U ndirritaður, Jón Þórðarson, Seljaveg 25, leyfir sér í nafni Knattspyrnufélags Reykja- víkur og Knattspyrnu- félagsins Fram, að fara þess á leit við yður, að þér aðstoðið ofangreind félög við útvegun á fótknattleðri og þó sér- staklega við útvegun á fótknattarblöðrum. Orsök þess, að við leitum á náðir yðar, er sú, að allt síðan á sl. sumri hafa fótknatt- arblöðrur verið hér með öllu ófáanlegar. Og nú er svo komið, að fyrirsjáanlegt er að keppni í knattspyrnu mun með öllu leggjast hér niður ef ekki rætist úr. Þess vegna er það von okkar, að þér, sem eruð fulltrúi þjóðar okkar í „fósturlandi knattspyrnunnar“, gætuð ef til vill leyst vandræði þessi.“ Til þessa merka bréfs, sem ritað var snemma árs 1943, vitnar Sigmundur Ó. Steinarsson í bók sinni 100 ára saga Ís- landsmótsins í knattspyrnu, fyrra bindi, sem kemur út undir lok mánaðarins. Viðtakandi bréfsins var Pétur Benediktsson, sendiherra í Lund- únum, og brást hann vel við um- leitun sparkelskra landa sinna. Í framhaldi var leitað til breska viðskiptaráðuneytisins og eftir nokkur bréfaskipti fékkst út- flutningsleyfi fyrir fimmtíu knattleður og hundrað blöðrur. Gengið var í að útvega leðrin og blöðrurnar og var þeim skipað um borð í norskt farþega- og flutningsskip í byrjun ágúst. Komst varningurinn á leiðarenda og íslenskir knattspyrnuunnendur tóku gleði sína á ný. Þar sem drjúgan tíma tók að fá nýju knettina til landsins var brugðið á það ráð að fá lánaða knetti hjá breska setuliðinu til að notast við á Íslandsmótinu í júní 1943. Nýju knett- irnir voru svo vígðir í Walterskeppn- inni í september sama ár. Sigmundur hermir af ýmsum köpp- um í bókinni – en fyrra bindið nær yfir árabilið frá 1911 til 1966 – þeirra á meðal Bergi Thorberg Bergssyni sem varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR á árunum 1948-52. Afrekið er merkilegt í ljósi þess að Bergur fékk lömunarveiki fjögurra ára, gekk lengi með spelkur og staf og stakk alla tíð við á fæti. Knattspyrnuá- hugi Bergs var ósvikinn og tókst honum með elju að yfirstíga erf- iðleikana sem bæklunin hafði í för með sér. Hann lék sem framherji upp alla yngri flokkana en sneri sér þá að markvörslu og varð einn af bestu markvörðum landsins. Bergs er ekki síst minnst fyrir hnitmiðuð útspörk sem oftast féllu við fætur samherjanna. Hann lést langt fyrir aldur fram árið 1973. Dómarar fengu búning Sumarið 1954 urðu þáttaskil í dóm- gæslu á Íslandi – dómarar mættu til leiks í sérstökum búningi. Í bók Sig- mundar segir: „Knattspyrnudóm- arafélag Reykjavíkur, KDR, festi kaup á þremur æfingabúningum og einum dómarabúningi til afnota fyrir félaga KDR. Ekki nóg með það, heldur var keyptur skápur til að geyma búningana í. Skápurinn var naglfastur í dómara- herberginu á Melavellinum og læstur. Þessi nýbreytni var vel þegin af fé- lögum KDR, sem mættu alltaf til leiks í tandurhreinum og vel pressuðum föt- um. Menn voru samrýndir og góðir vinir, sem gengu í sömu fötunum. Línuverðirnir voru einnig vel stroknir – í æfingabúningum.“ 100 ára saga Íslandsmótsins í knatt- spyrnu, fyrra bindi, er 384 síður að stærð. Bókina má nálgast í öllum stærri bókabúðum frá og með 29. apríl eða hjá höfundi með því að senda tölvupóst á netfangið 100.knattspyrna@gma- il.com eða hringja í síma 553 2406. Menn fá bókina senda heim. Seinna bindi verksins, aðrar 384 síð- ur, kemur út í nóvember næstkom- andi. Það spannar tímabilið frá 1966 til og með 2011. Hér um bil sparkfall vegna skorts á fótknattarblöðrum Í nýjum búningi. Guðjón Einarsson, Víkingi, fyrsti milliríkjadómarinn. Línuverðir eru Helgi H. Helgason, KR og Halldór V. Sigurðsson, ÍA. Minnstu munaði að aflýsa þyrfti Íslandsmótinu í knatt- spyrnu sumarið 1943 vegna skorts á fótknattarblöðrum. Þetta og ótalmargt fleira kemur fram í 100 ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrra bindi, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, sem kemur út 29. apríl næstkomandi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson Bergur Thorberg Bergsson, markvörður KR, til hægri, ásamt Helga Daníelssyni, Val, og landsliðsþjálfaranum Franz Köhler. Þorgeir Halldórsson, sem varð Íslandsmeistari með KR á nítjánda ári sumarið 1919, hlaut grimmileg ör- lög. Skömmu eftir mótið gerðist hann aðstoð- armaður í eldhúsi á farþegaskipinu Gullfossi og fór síðan til matreiðslunáms í Kaupmannahöfn, þar sem hann lést sumarið 1921. Bróðir Þorgeirs, Gísli Halldórsson, sem síðar varð líka Íslandsmeistari með KR, segir svo frá í end- urminningum sínum: „Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1. desember 1918 mislíkaði mörgum Dönum þetta frelsisbrölt Íslend- inga. Lengi eimdi eftir af þessum misþótta Dana og kvöld eitt í júlí 1921 urðu deilur milli þeirra og Ís- lendinga á veitingahúsi um sjálfstæðismál. Þar var Þorgeir bróðir minn í hópi Íslendinga. Hann var einlægur ættjarð- arvinur, eins og Íslendingi sæmdi, og hefur eflaust látið það í ljós. Þarna voru menn úr lífverði Danakonungs með alvæpni. Einum þeirra varð svo skapbrátt að hann lagði til Þorgeirs með byssusting og varð það honum að bana.“ Þorgeir Halldórsson það. Þetta varð til þess að fljótlega var Valsmerkinu breytt, þannig að rauðir geislar voru settir í merkið, eins og systir mín hafði saumað í merkið mitt. Vals- merkið hefur verið þannig síðan.“ Agnar Breiðfjörð átti peysuna til vinstri – með Valsmerki eins og það var áður en Egill lét breyta því. Hér til hægri, má sjá peys- una, sem Egill Kristbjörns- son, leikmaður Vals, var í þegar hann tryggði Vals- mönnum Íslandsmeist- aratitilinn 1936. „Þessi peysa er frá árinu 1935, en þá hóf ég að leika með meistaraflokki Vals,“ segir Egill í samtali við Sigmund í bókinni. „Þá var Vals- merkið í einum lit – blátt, en knötturinn var brúnn. Ég var ekki sáttur með það – vildi fá rauðan lit. Það varð til þess að ég bað Guðrúnu systur mína að sauma rauða geisla á Lét breyta Valsmerkinu Íslandsmeistari myrtur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.