SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 12
12 17. apríl 2011
Mánudagur
Rósa Björk í dag
langar mig að
hverfa smástund til
Suður-Frakk-
lands … sitja við
torg í litlu þorpi sem
ég þekki vel í Roussillon-héraði.
Drekka smá Muscat í sólinni og
horfa á gömlu karlana spila Pét-
anque …
Miðvikudagur
Guðmundur Andri
Thorsson Gyrðir Elí-
asson er mjög ís-
lenskur höfundur,
skrifar fallegan íslenskan stíl og
sækir efnið í einhvern íslenskan
tilverukjarna – gæti ekki komið úr
annarri menningu – en hann á sér
um leið ýmis skyldmenni í skáld-
skap og öðrum listum víða um
heim. Hann er óvenju vel að Norð-
urlandaverðlaunum kominn.
Fimmtudagur
Bjarni Benedikts-
son Í dag kemur í
ljós í umboði hvaða
þingmanna rík-
isstjórnin situr.
Fésbók
vikunnar flett
É
g bjó og starfaði í Bandaríkj-
unum á árunum 1985 til 1991.
Á þeim tíma þróaðist áhugi á
pylsugerð, enda þar í landi
hægt að kaupa góðar pylsur á grillið eða
í aðra matargerð.
Nema má hina pólsku kielbasa,
grísku loukaniko, ítölsku „hot“ og
„sweet italian sausage“, andouille frá
Louisiana, chorizo frá Spáni og þannig
mætti áfram telja. Þess konar pylsur
eru lagaðar úr kjöthakki og eru vel
kryddaðar, utan um eru svínagarnir
sem einnig er hægt að kaupa í kjötborði
sem vill standa undir nafni.
Ég lagðist sumsé í pylsugerð þar ytra
og hugðist gera slíkt hið sama þegar ég
kom heim úr sérnámi 1991. Gerði þá
nokkrar tilraunir til að fá svínagarnir
hjá sláturhúsum til að gera pylsur sjálf
en fékk þau svör að öllu slíku væri
fleygt og enginn markaður fyrir þess
háttar.
Síðan hef ég því gert pylsur og notað
gervigarnir úr nautapróteinum. Það er
síðra en svínagarnir en sleppur alveg.
Það er einfalt að laga góðar pylsur úr
hakki. Allt sem þarf er gott kjöt, svín,
naut, lamb eða kjúklingur, spekk,
krydd og garnir til að troða kjötinu í.
Svo þarf maður hakkavél og pylsu-
horn. Kitchen Aid er með prýðilegar
þannig græjur.
Hér hefur ekki verið hægt að kaupa
annað en farspylsur og nánast allar nýj-
ar pylsur sem komið hafa á markaðinn
eru tilbrigði við hinar svokölluðu vín-
arpylsur. Farspylsur þessar eru dæmi
um mikið unna kjötvöru sem ætti ekki
að sjást á borðum landsmanna nema í
undantekningartilvikum. Ég hefi meira
að segja farið í virta kjötverslun hér í
borg og innt kaupmanninn eftir því
hvort ekki væri áhugi á að laga alvöru
pylsur. Hef jafnvel látið í té uppskriftir.
Ekki reyndist áhugi fyrir því.
Ég hef spurnir af Pólverjum sem hafa
haft tilburði til að laga pólskar pylsur,
enda Pólverjar mikil pylsuþjóð.
Stutta svarið við því hvort íslenskar
SS-pylsur séu bestu pylsur í heimi er
því þetta:
„Þær sleppa sem skyndibiti en í mín-
um huga eru SS-pylsur í besta falli það
skásta sem boðið er upp á af far-
spylsum.
„Ein með öllu“ er séríslenskt fyr-
irbæri sem er gott svo langt sem það
nær. En betra væri að hróður íslenskrar
matargerðar bærist út í heim vegna
okkar frábæra fiskmetis eða okkar
dásamlega lambakjöts.
MÓTI
Hjördís
Smith
læknir og áhuga-
maður um pylsur
Þ
að er engin spurning að íslenska
pylsan er sú besta í heimi. Ég er
nú ekki einn um þessa skoðun
eða þessi rýnir frá Huffington
Post, ég minnist þess þegar Bill Clinton
forseti gekk yfir Austurvöll og fór á Bæj-
arins beztu fyrir um það bil sjö árum og
fékk sér pylsu í bréfi með sinnepi og tóm-
atsósu og lýsti aðdáun á hvað hún væri
bragðgóð.
Svo ber náttúrlega SS-pylsan af og hún
á sér langa sögu. Ef ég man rétt er upp-
skriftin að henni hernaðarleyndarmál
þeirra SS-manna og á uppruna sinn að
rekja til íslenskrar konu sem bætti danska
uppskrift fyrir um það bil 80 árum. SS-
pylsan er frábær skyndibiti og fitulítil, að-
eins 17%, hún er framleidd úr afbragðs
hráefni, blönduð lamba-, svína- og
nautakjöti, sett í lambagörn, og allt er
þetta hollt því á misjöfnu þrífast börnin
best.
Allir Íslendingar hafa sennilega fengið
sér pylsu á Bæjarins beztu og hér áður fyrr
vissi það á gott kvöld að bjóða kærustunni
upp á eina pylsu með öllu.
Í gamla daga voru stundum pylsur með
kartöflumús aðalrétturinn þegar ég var í
skóla og þá var farið í kapp hver gæti étið
flestar. Ég man eftir einum sem sporð-
renndi 22 pylsum.
Stundum gefur Margrét mér frábæran
pylsurétt, þá eru þær steiktar á pönnu upp
úr íslensku smjöri, sem líka er talið besta
smjör í heimi af meistarakokkum heims-
ins, með lauk og kartöflum.
Ég hef það til dæmis fyrir reglu að fá
mér pylsu komi ég á Ráðhústorgið í Kaup-
mannahöfn, mér finnst hún góð en ekkert
í líkingu við okkar pylsur. Pylsan okkar
ber af sem skyndibiti og einhvern tímann
þegar ég var landbúnaðarráðherra afhjúp-
aði ég og beit í lengstu pylsu heimsins og
það var met skv. Guinness book of re-
cords. Þannig að mitt mat er að við Ís-
lendingar eigum langbestu pylsu og höf-
um átt þá lengstu líka.
Pylsan okkar, smjörið og skyrið, svo
ekki sé talað um lambakjötið blessað, eru
auðæfi sem sælkerar kunna að meta. Við
eigum frábært grænmeti frá móður jörð og
gróðurhúsunum okkar sem gefur mikla
fjölbreytni og bætir hvern rétt af krafti og
hollustu. Ísland er matvælaland, auðæfin
liggja í einstakri náttúru hreinleikans haf-
inu og landinu. Bændur og sjómenn eru í
mikilvægu starfi og matvælaiðnaðurinn í
mjólk, kjöti og fiski er framsækinn.
Svo deila menn um hvort eigi að segja
pylsa eða pulsa – ég er einn af þeim sem
skrifa pylsa en borða pulsu, af hverju hef
ég ekki hugmynd um …
MEÐ
Guðni
Ágústsson
fyrrverandi land-
búnaðarráðherra
Eru íslensku pylsurnar
þær bestu í heimi?
’
Hér áður fyrr vissi
það á gott kvöld að
bjóða kærustunni
upp á eina pylsu með öllu.
Victoria Haschka, matar- og ferðapistlahöfundur Huffington Post í Bandaríkjunum,
hreifst af Bæjarins beztu og fjallaði á dögunum ítarlega um hina fullkomnu pylsu
’
Farspylsur eru dæmi
um mikið unna kjöt-
vöru sem ætti ekki að
sjást á borðum landsmanna
nema í undantekning-
artilvikum