SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 33
17. apríl 2011 33 framboð okkar er óháð bæjarmálafélag en mér finnst um- ræðan því miður allt of mikið ofan í gömlum flokks- pólitískum hjólförum. Það er of mikið af gömlum, póli- tískum farangri, sem flokkarnir taka með sér, ekki síst úr landsmálunum. Þau lita bæjarmálin á ákveðinn hátt en við í mínum hópi reynum að einbeita okkur að bæjarmál- unum og því sem virkilega þarf að gera, án tillits til flokkspólitíkur.“ Fyrirvarinn var nánast enginn. „Já, bara þrjár vikur en raunveruleg kosningabarátta bara 10 dagar. Við hittumst á mánudegi, þrír félagar til að ræða málin, og skiluðum inn meðmælendalista og framboðslista á sunnudegi, viku síð- ar. Það var heilmikill barningur að finna nógu marga sem vildu vera á listanum með mér!“ Hann segir Næst besta flokkinn ekki hafa eytt neinum peningum í kosningabaráttunni. „Við auglýstum ekkert í útvarpi eða sjónvarpi en fengum 400 þúsund krónur frá bænum til þess að gefa út blað. Svo útveguðum við okkur gamlan ísbíl af Vellinum, sem góðhjartaður maður leigði fyrir okkur; keyrðum um bæinn og auglýstum okkur í há- talarakerfi úr bílnum. Það hefur örugglega skilað 30, 40 atkvæðum.“ Árangurinn var í raun undraverður á svo skömmum tíma. „Ég er mjög þakklátur þessum 1901 Kópavogsbúa sem treysti okkur fyrir þessu. Við skulum segja 1900; ég vil ekki telja sjálfan mig með!“ Einföld markmið Sumir álitu Næst besta flokkinn aðeins bjóða fram í gríni en svo var ekki. Með hvaða markmið hélt hópurinn í þessa veg- ferð? „Markmið okkar voru einföld. Við vild- um koma gamla meirihlutanum frá og bregðast við því ástandi sem var í bæj- arfélaginu; ótrúlegri skuldsetningu, en reyna strax frá fyrstu stigum að verja grunnþjónustuna, skóla, leikskóla og heilsugæslu, svo ég nefni dæmi. Við vildum líka reyna að breyta pólitíkinni, draga um- ræðuna upp úr þeirri pólitísku for sem hún var í og fá bæj- arbúa til að koma meira að stjórn bæjarins. Stemning var fyrir þessu víða, eins og sást til dæmis mjög vel í Reykjavík og á Akureyri. Þó að L-listinn á Akureyri eigi sér miklu lengri sögu finnst mér þetta nokkuð sambærilegt. Fólk var orðið rosaleg þreytt á þessu gamla og það er auðvitað ekk- ert laungunarmál að við ákváðum á síðustu stundu að nýta okkur góðan meðbyr Besta flokksins í Reykjavík; að draga stemninguna í borginni yfir til Kópavogs; þann anda og þá breytingu sem orðið hafði á umræðunni.“ Það tókst. „Við tölum um það sem þarf að gera en ekki um flokks- pólitíska hagsmuni og klíkur. Við höldum áfram um- ræðunni sem var á fullu í samfélaginu eftir hrun. Drögum úr klíkuumræðunni enda höfðu stjórnmálamenn sem unnu þannig glatað trúverðugleika og trausti fólks.“ Þegar spurt er hvernig Hjálmari þykir Næst besta flokknum hafa tekist til, svarar hann: „Ég hefði vissulega viljað að sumir hlutir hefðu gengið mun hraðar fyrir sig en þeir hafa gert. En við erum ekki með hreinan meirihluta eins og Oddur á Akureyri! Við er- um í meirihlutasamstarfi fjögurra flokka og þá verða auð- vitað til alls konar málamiðlanir. Ég held samt að okkur hafi miðað í rétta átt en við getum gert miklu betur. Ég er ekki í skýjunum yfir árangrinum, við megum alveg fara að slá í klárinn.“ Hjálmar kveðst vonast til þess að þeim hafi tekist að breyta þeirri kennd fólks að hlutirnir séu ekki unnir í ein- hverri klíku. „Að hlutirnir séu meira uppi á borðinu en áður var, að umræðan sé opinská og allar ákvarðanir upp- lýsingar og í sátt við bæjarbúa. En auðvitað geta menn haft alls konar skoðanir á því.“ Sum mál hafa verið býsna erfið, segir hann; nefnir leik- skólamálin og ákveðna þætti í félagsþjónustunni. „Þar má gera betur en vandinn er í raun skuldastaða allra; ekki bara sveitarfélaga heldur einstaklinga og fjölskyldna, lít- illa og stórra fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins! Enginn getur eiginlega hreyft sig.“ Skuldakreppa, segir hann. Fjármálakreppa, lána- kreppa, bankakreppa … „Hér er þó ekki framleiðslu- kreppa því fullt af verðmætum er framleitt og mörg já- kvæð teikn eru á lofti í atvinnulífinu. En fyrirtæki fá ekki fjármagn að láni og ábyrgðin er því mikil hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Ég held að menn þurfi að einbeita sér að því að laga til í fjármálakerfinu frekar en skera niður í heilbrigðiskerfinu og annarri grunnþjónustu eða löggæslu úti á landi. Ég er alinn upp úti á landi og mér finnst ástandið þar að mörgu leyti mjög alvarlegt og heilsugæsla og löggæsla sennilega verri en þegar ég ólst þar upp fyrir 40 árum. Og þá erum við komnir aftur að Einari. Það má dást að viðleitni Síðdegisblaðsins til að opna kontór fyrir norðan. Sagan er skrifuð á góðæristímanum, þegar allt var í uppsveiflu en í nýjustu bók Árna, Morgunengli, er farið að fjara dálítið undan útibúi Síðdegisblaðsins á Akureyri. Ég veit því ekki um framhaldið frekar en Einar.“ Hjálmar og Árni Þórarinsson, blaðamaður og rithöfundur; skapari Einars blaðamanns á Síðdegisblaðinu. Morgunblaðið/Frikki Hjálmar og páfagaukurinn Snælda í Tíma nornarinnar. Jóhann Sigurðarson (Ólafur Gísli yfirlögregluþjónn) og Hjálmar í Tíma nornarinnar. ’ Ég sakna ekki-frétta- mannsins og held því fram að slæmt sé fyrir samfélagið að rödd Hauks skuli ekki heyrast lengur. Eins og ástandið hefur verið undanfarið hefði hann þurft að vera á ferli. Ekki bara mín vegna heldur samfélagsins alls. flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S •• •• •• •• •• •• •• •• •• Langar þig til Ísafjarðar? Skipulagðar ferðir fyrir eldri borgara 2. maí og 16. maí. Kjörið fyrir þá sem vilja komast í náttúruparadísina á Vestfjörðum. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is eða hopadeild@flugfelag.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.