SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 38
38 17. apríl 2011 S teven Tyler, söngvari banda- rísku glysrokksveitarinnar Aerosmith, lýsti því einhverju sinni yfir í viðtali að eina skýra minning sín frá áttunda áratugnum væri þegar hann var látinn síga niður á tón- leikasvið úr þyrlu. Annað væri í móðu. Eflaust eru þetta engar ýkjur hjá kapp- anum en hann var um langt árabil bund- inn á klafa áfengis- og eiturlyfjafíknar. Í þessu ljósi verður gaman að sjá hvernig Tyler tæklar þetta tímabil í end- urminningum sínum sem koma munu út í byrjun næsta mánaðar undir yfirskrift- inni „Hefurðu ama af hávaðanum í höfð- inu á mér?“ Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem hann fer á trúnó með aðdáend- um sínum, en söngvarinn hermdi einnig af lífi sínu í bókinni „Á röltinu“ eða „Walk This Way“ árið 1997, ellefu árum eftir að hann braut af sér fjötra eitursins. Frá því fyrri bókin kom út hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tyler skildi við seinni eiginkonu sína, fyrri eiginkona hans andaðist, hann undirgekkst skurð- aðgerð vegna dularfulls meins í hálsi, upplýsti að hann væri með lifrarbólgu C, fór í meðferð vegna verkjalyfjafíknar og bar ágreining sinn við félagana í Aero- smith á torg. Það er sumsé af nógu að taka. „Ekkert verður dregið undan,“ sagði Tyler þegar hann kynnti bókina á dög- unum. „Þetta er yfirgengileg, nærgöngul og átakanleg saga Stevens Tylers með mínum eigin orðum.“ Margir bíða eflaust með öndina í háls- inum eftir að heyra Tyler lýsa risi Aero- smith á áttunda áratugnum, hnignuninni Gamla glyströllið Steven Tyler baðar sig enn í ljóma frægðarinnar og er í þann mund að senda frá sér endurminn- ingar sínar. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Reuters Glyströll opnar ginið Tyler og ástkonan, Erin Brady. Hann er orðinn 63 ára. Steven Tyler ásamt dóttur sinni, leikkonunni Liv. E r búið að semja?“ spurði amma þegar dillandi músík heyrð- ist í útvarpinu. Staðfesting fékkst þegar Jón Múli sagði fréttir þar sem helst bar til tíðinda að verkfalli BSRB væri lokið. Þetta er minning blaðamanns um verkfall opinberra starfsmanna haustið 1984 sem lamaði allt þjóðfélagið í heilan mánuð. Óhætt er að fullyrða að engin átök á vinnumarkaði hafi á síðari ára- tugum orðið jafn hörð. Í septemberbyrjun samþykkti forysta BSRB að boða til verkfalls frá og með 19. september. Ríkissáttasemjari nýtti sér svigrúm í lögum og framlengdi það til 4. október. Var þá orðið einsýnt að til verkfalls kæmi og því ákvað fjármálaráðherra að opinberum starfsmönnum yrðu ekki greidd laun í októberbyrjun. Hleypti sú ákvörðun illu blóði í fólk sem lagði niður vinnu þá þegar. Starfsemi skóla og opinberra þjónustustofnana lagðist niður, lögregluþjónar sinntu aðeins neyð- armálum og eftirlit tollvarða var laust í reipum. Það sem var einna válegast var þó, að strax á fyrsta degi októbermánaðar lögðu starfs-Kröfuganga í miðborg Reykjavíkur í víðtæku verkfall BSRB á haustdögum fyrir bráðum 27 árum. Morgunblaðið Myndasafnið Október 1984 Verkfallsráð var ríkisstjórn Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.