SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Side 21

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Side 21
17. apríl 2011 21 Svo sem allt í lagi á alveg sléttri fönn, en svo koma þessar ójöfnur með tilheyrandi hoss- ingi. Svo ekki sé minnst á hliðarhalla í brekkum. Mér finnst ég ekki hafa fullkomna stjórn á sleðanum, en það er brýnt að bilið í næsta sleða sé ávallt það sama. Maður lif- andi! Fjögur hreindýr liggja þétt saman í skafli rétt fyrir ofan sleðaslóðann. Hreyfa sig varla þegar við brunum framhjá. Einhverjir hafa orð á því eftir á að gaman hefði verið að stoppa og mynda. Fararstjórinn jánkaði því og segist athuga það á heimleiðinni. Verst við fórum ekki sömu leið. Næsta stopp er Ísafjörður, en þar utar með firðinum er Barentsburg. Fjörðurinn er fullur af ís og ber nafn með rentu. Það heyrist í jökunum þegar þeir skrölta og skríða. Það er eina lífið þarna. Sólin skín á fjallstoppa og fararstjórinn segir skemmtilega frá lífi og baráttu veiðimanna og námafólks á þessum slóðum. Þrjár kynslóðir Rússa Áfram er ekið, næsta stopp Barentsburg þar sem Rússar hafa komið sér fyrir og vinna kol úr fjallinu fyrir ofan þorpið. Um 400 manns búa þar núna, en þeir hafa verið fleiri. Eldur kviknaði í námunni fyrir rúmum tveimur árum og þurfti að dæla miklu af vatni inn í námuna til að slökkva. Vinnsla hófst síðan aftur í vetur. Heimamenn sjást ekki margir á ferli nema á hótelinu og í ferðamannaversluninni. Götur þröngar og vart akfærar enda eru bílar ekki helsta samgöngutækið á Svalbarða. Fjöldi sleða ferðamanna standa á stæðinu við hótelið. Boðið upp á baunasúpu í forrétt, kjötbita með grjónum og sósu í aðalrétt og konfekt og kaffi í eftirrétt. Ágætis hádegi. Við tekur leiðsögn um bæinn. Ungur Rússi segir líflega frá á ágætri ensku með sér- stökum áherslum. Afi hans var þarna upp úr miðri síðustu öld. Nú hafa foreldrar hans starfað þarna um tíma og þriðji ættliðurinn er mættur á svæðið. Námamenn gera samn- ing um dvöl á staðnum og geta framlengt hann eftir atvikum. Þarna eru m.a. skóli, bókasafn, íþróttahús, matvöruverslun og saumaverkstæði, sem framleiðir fyrir mörg þekkt merki. Svo hafa Rússarnir það fram yfir Norðmenn á Svalbarða að í Barentsburg er svínabú með um 150 svínum. Þarna trónir feitlaginn Lenín enn á stalli rétt fyrir neðan íbúðarblokkirnar sem eru notaðar fyrir námamenn og fjölskyldur þeirra. Annað hús skakkt og ónothæft eftir að það sligaðist og gaf sig fyrr í vetur. Talsvert hefur verið gert til að lífga upp á húsin í Bar- entsburg. Litríkar myndir frá Rauða torginu og af glaðlegu rússnesku fólki. Innan um og saman við má sjá myndir af bryggjuhúsunum í Bergen og dómkirkjunni í Niðarósi. Annars segja nöfnin á Svalbarða merkilega sögu. Barentsburg sækir nafn sitt til hol- lenska sæfarans Willems Barentsz sem fann eyjarnar árið 1596 í leit að siglingaleið til Kína. Hann gaf stærstu eyjunni nafnið Spitsbergen vegna hvassra fjallstoppanna. Nafnið á Longyearbyen hefur ekkert með löng ár eða dimma vetur að gera. Það er einfaldlega sótt til Bandaríkjamannsins John Munroe Longyear sem stofnaði félag um kolavinnslu árið 1906. Svo áfram sé haldið þá stendur bærinn við Advent-fjörðinn, sem aftur sækir nafn til skútunnar Adventure og hefur ekkert með tímann fyrir jól að gera. Grænifjörður og Grænidalur Heim skal haldið eftir fróðlegt stopp á rússnesku svæði undir stjórn norska sýslumanns- ins í Longyearbyen. Reyndar eina sýslumannsins í norska konungsríkinu. Leiðin liggur inn Grænfjörðinn og upp Grændalinn, enn er allt hvítt. Heldur er keyrt hraðar heim á leið og nú um nýja dali, allt ósnortið og hreint. Öku- maður heldur öruggari. Aðeins. Einstaka ofurhugar bruna fram úr okkur og hverfa á ör- skotsstundu í snjóbólstrum. Við sjáum hreindýr talsvert fyrir ofan slóðann. Rótar með fótunum í hörðum snjón- um, finnur greinilega örður af lyngi eða mosa. Ró yfir dýrinu og einhvers staðar heyrist í rjúpu, en hún er hvít eins og snjórinn og sést ekki. Við keyrum upp fjallið gegnt Longyearbyen og þorpið kúrir undir fjallinu á móti. Ljósin lýsa upp og strókurinn frá strompi kolaveitunnar stígur beint í loft upp. Tíu tíma ævintýraferð er á enda. Ferð sem fjölmargir ferðamenn fara í á hverju vori og oft gistir fólk á hóteli nágrannanna í Barentsburg. Bolti á Svalbar Stirðir blaðamenn stíga af fákunum. Um kvöldið slappa tveir þeirra af á Svalbar, einum sjö bara á Svalbarða. Borgari, bjór og bolti í beinni. Skemmtilegur endir á góðum degi að sjá Manchester United vinna Chelsea á Old Trafford á þessum norðlæga bar með öl- verskum blæ. Hvar sem er á Svalbarða gætu ferðalangar mætt ísbirni og eins gott að vera vel á verði. Í hlíðinni má greina strengbraut eða færiband frá einni af gömlu kolanámunum. Fararstjórinn hefur gengið úr skugga um að riffillinn er í lagi. Ekki er óalgengt að ísbirnir verði á vegi fólks. Lenin fylgist með því sem gerist í þessu rússneska þorpi í norska kon- ungsríkinu. Morgunblaðið/Ágúst Ingi Jónsson Kort af leiðinni Í S A F J Ö R Ð U R G R Æ N IFJÖ R Ð U R Longyearbyen Grumantbyen Barentsburg Adventdalur Colesdalur Grænidalur Rei nda lur Heerodden Svea-náman VAN MIJENFJÖRÐUR Pelsklædd rússnesk frú gengur eftir aðalgötunni í Barentsburg. Ferðamennirnir sem ganga í humátt á eftir henni eru líka vel klæddir enda komu þeir til þorpsins á vélsleðum og kæl- ingin er mikil þegar keyrt er í rúmlega tíu stiga frosti.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.