SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Side 39

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Side 39
17. apríl 2011 39 í kringum 1980 og einni glæsilegustu endurkomu sem um getur í rokksögunni um miðjan níunda áratuginn. Þá var ákvörðun hans um að ganga söngvara- keppninni vinsælu American Idol á hönd á síðasta ári umdeild og ýmsir hafa legið Tyler á hálsi fyrir að leggja nafn sitt við slíka „lágkúru“. Kannski þvær hann hendur sínar af þeim glæp í bókinni? Aðrir munu hafa meiri áhuga á einkalífi kappans sem verið hefur með litríkara móti. Frægt var þegar Tyler gerði sam- komulag við foreldra fjórtán ára stúlku um að hefja sambúð með henni. Hann var þá 27 ára gamall. Þremur árum og all- mörgum lyfjaskömmtum síðar skilaði Tyler stúlkunni til föðurhúsanna. Tyler er tvígiftur og tvískilinn. Fyrri eiginkona hans (frá 1978 til ’88) var fyr- irsætan Cyrinda Foxe, sem þekktust er fyrir samstarf sitt við Andy Warhol. Hún lést af völdum heilaæxlis árið 2002. Seinni eiginkonan (frá 1988 til 2006) var fatahönnuðurinn Teresa Barrick. Hann býr nú með Erin nokkurri Brady. Tyler á fjögur börn með þremur konum, þeirra á meðal leikkonuna Liv Tyler. Tyler hefur verið í dómarateymi hæfileikakeppninnar American Idol í vetur ásamt Jennifer Lopez. ’ Þetta er yfir- gengileg, nærgöngul og átakanleg saga Stevens Tylers með mínum eigin orðum. menn Ríkisútvarpsins niður vinnu. Slíkt þótti slæmt í alla staði og hálfu verra varð málið sakir þess að á sama tíma voru prentarar í verkfalli sem stoppaði alla blaðaútgáfu í landinu. Þannig stöðvuðust upplýsingar í landinu um stundarsakir. Reyndar hófust útsendingar útvarpsfrétta fáum dögum síðar og var þar vísað til þjóðaröryggis. Þá hófu DV og NT útgáfu fjölritaðra blaða þar sem fullyrt var að slök tollgæsla í verkfallinu leiddi til þess að fíkniefni flæddu inn í landið. Mesta harkan í verkfallinu var við höfnina þar sem flutningaskip fengust ekki tollafgreidd. Bar því fljótlega á vöruskorti. Þegar líða tók á októbermánuð náði Reykjavíkurborg samningum við þá starfsmenn sína sem voru innan vébanda BSRB. Með því komst nokkur skriður á viðræður og samningar náðust 30. október, þegar Kristján Thorlacius, formaður BSRB, skrifaði undir samning við fjármálaráðherra. Voru kjarabæturnar m.a. uppbætur ýmiss konar auk þess sem mánaðarlaun allra hækkuðu um 800 kr. Þá var sínu litlu af hverju öðru breytt sem opinberir starfsmenn létu sér vel líka, enda samþykktu þeir samninginn í allsherjaratkvæðagreiðslu með 82% greiddra atkvæða. „Þetta er líklega síðasta stóra verkfallið á Íslandi. Verkfallið var víðtækt og það eru engar ýkjur að verkfallsráðið, sem veitti undan- þágur, hafi í raun haft ríkisstjórnarvald meðan þetta ástand varði,“ segir sr. Baldur Kristjánsson sem á þessum tíma var blaðafulltrúi BSRB. „Þessari kjaradeilu fylgdi mikill æsingur og fólki hljóp kapp í kinn eins og oft gerist við svona aðstæður. Á endanum lauk verkfall- inu í hálfgerðum styttingi, að minnsta kosti varð ávinningurinn ekki mikill og kjarabæturnar sem fengust voru ekki það sem vænst var.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Óhætt er að fullyrða að engin átök á vinnumarkaði hafi á síðari áratugum orðið jafn hörð. Baldur Kristjánsson Þ að er bara allt of sjaldan maður í matinn hér í mötuneyti Hádegismóanna, hugsaði kona ein þar sem hún sat og graðgaði í sig grautinn og leit dreymnum augum út um gluggann. Kannski konur ættu að gera meira af því að virkja sína sjálfsbjargarviðleitni og skokka út í móann til að leita manna sem þær gætu svo gætt sér á í hádeginu. Hvur veit hvað leynist milli trjánna, þúfna og steina þegar rölt er í kringum Rauðavatn. Alltaf einhverjir föngulegir hestamenn að hreyfa klárana sína á þessu svæði, svo ekki sé minnst á lærvöðvaþrútnu mennina sem hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. Tilvalið að bregða fæti fyrir þá og hjúkra þeim og strjúka aðeins eftir fall- ið. Og kannski það séu kynóðir vatnamenn að svamla um í Rauðavatninu. Mætti reyna að veiða þá. Þessir hugarórar létu á sér kræla í hádegisspjalli í gær í fyrrnefndum Hádegismóum þegar eyrun námu orðin: Járnsmiður í salati. Þá var spurt hvort átt væri við svarta dýrið sem kennt er við járnsmið eða manninn sem smíðar úr járni. Spurningin segir allt sem segja þarf um hungur þeirra kvenna sem við borðið sátu. Þær tækju fagnandi vörpulegum iðnaðarmanni sem leyndist milli salatblaðanna eða træði marvaðann í súp- unni. Eða smeygði sér löðrandi upp úr sósunni. Munnfylli af handlögnum karlmanni væri kærkomið krydd í hádegissnæðinginn. Og þegar hugurinn er á annað borð farinn af stað í að tengja saman mat og holdsins lystisemdir þá stekkur hún Samantha úr Beðmálsþáttunum fram á sjónarsviðið, svona líka sólgin í að láta borða sig, konan sú. Minnisstætt er atriðið þar sem hún bar sig á borð fyrir einn af sínum elskhugum, í bókstaflegri merkingu: Hún lá alsnakin á borðinu og hafði þakið sig sushi- bitum, mat sem hún vissi að karlinn væri sólginn í. Annað eftirminnilegt átsatriði, en kannski síður þokka- fullt, er úr kvikmynd Peters Greenaways, Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar: Þegar konan lét heilsteikja elskhuga sinn sem eigin- mannsóþverrinn hennar drap, bara til að vera vondur við hana. Hún lét kokkálinn borða vel steiktan loverinn. Dugandi menn og karlmannlegir taka á járninu. Járnsmiður í salatinu ’ Þær tækju fagnandi vörpulegum iðnaðarmanni sem leyndist milli salatblaðanna eða træði marvað- ann í súpunni. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Áströlsku turtildúf- urnar Melanie og Rene Schachner langaði að gera brúð- kaup sitt eftirminni- legt og létu fyrir vikið eftir sér að standa kviknakin frammi fyr- ir prestinum að við- stöddu fjölmenni. „Við erum stolt af líkömum okkar og ég sparaði stórfé á brúðarkjól,“ sagði brúðurin hróðug. Gest- um virtist hvergi brugðið, alltént mynduðu þeir parið í bak og fyrir og fliss var í lágmarki. Einn gestanna hafði þó orð á því að heppilegt hafi verið að ekki var svalt í veðri. Nakin í hnapphelduna Engin spéhræðsla hér á ferð. Manni nokkrum í bænum Lebanon í Ohio-ríki í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún þegar hann kom heim úr ferðalagi á dögunum og fann eiginkonu sína hangandi hálfa út um kjallaraglugga á húsinu. Hún var látin. Nokkrum klukkustundum áður hafði konan sent bónda sín- um sms-skilaboð þess efnis að hún óskaði að varalykillinn væri á sínum stað. Svo var ekki, þannig að konan reyndi að skríða inn um gluggann með þessum skelfilegu afleiðingum. Glugginn er mjög þröngur og niðurstaða dánardómstjóra var sú að konan hefði kafnað u.þ.b. níu tímum áður en hún fannst. Kafnaði í kjallaraglugga Þröngir gluggar geta verið varasamir.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.