SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 18
18 17. apríl 2011 uppeldisaðferð,“ stendur í bókinni Foreldar og börn frá árinu 1894. Bríet Bjarnhéð- insdóttir skrifar í Kvennablaðinu árið 1895 að „jafnan (verði) að hegna börnunum þegar þau eru óhlýðin af ásettu ráði“. Í Mæðrabókinni frá árinu 1925 segir að það sé „ekkert efamál að einn skellur á endann hafi stundum meiri áhrif, einkum á óstýrlát og óþekk börn, en sífelldar áminn- ingar“. Hins vegar er tekið fram að ástæðulausar barsmíðar séu ekki vænlegar til árangurs. Barnaverndarlög voru sett árið 1932. Fram að því var Tilskipun um húsaga frá árinu 1746 í fullu gildi. Þar segir að „fremji börnin nokkuð ósæmilegt“ þá eigi foreldrarnir að ávíta þau. Dugi það ekki til sé það skylda hvers foreldris að refsa barninu líkamlega „með hendi og vendi“ eftir eðli yfirsjónarinnar, en þó er varað við því að slá barnið í höfuðið. Enn- fremur var lögð áhersla á að barnið þegði, nema á það væri yrt. Þó var viðeigandi í vissum tilvikum að „barnið spyrðist fyrir með lotningu“. Í nýlegri rannsókn Jónínu Einars- dóttur, prófessors í mannfræði, og Geirs Gunnlaugssonar barnalæknis á líkam- legum refsingum barna á Íslandi kemur fram að líkamlegar refsingar í uppeld- isskyni hafi þótt eðlilegar fram undir 1970. Um miðjan áttunda áratuginn S umir halda því fram að íslensk börn séu hortug og óuppdregin, uppeldi þeirra sé lakara en gengur og gerist og þau séu illa haldin af viðvarandi agaleysi. Lítið sé þó hægt að gera við því, þar sem þeim sé það í blóð borið. Þrátt fyrir þetta meinta skelfingarástand er dagleg umræða um uppeldismál fremur takmörkuð. Þá sjaldan sem uppeldismál komast í hámæli fellur umræðan oft í þann farveg að agnúast út í kennara og aðra sem starfa að uppeldismálum fyrir að sinna ekki starfi sínu sem skyldi. Árlega eru gerðir tugir rannsókna á sviði uppeldismála hér á landi, til dæmis hafa yfir 130 ritgerðir verið skrifaðar um uppeldismál í háskólum landsins undanfarin tvö ár En fáar þeirra komast á almannavitorð. Regluleg fjölmiðlaumfjöllun um uppeldismál er ekki fyrirferðarmikil. Á Barnapressunni, sem tilheyrir vefmiðlinum Pressunni, er fjallað um börn og uppeldi frá ýmsum sjónarhornum, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjalla- stefnunnar, er fastur gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 og þátturinn Fyrstu skrefin, þar sem aðallega er fjallað um ung börn, er á mbl.is. Um nokkurt skeið voru gefin út tímaritin Uppeldi og Fyrstu skrefin, sem einbeittu sér að skrifum á þessu sviði. Útgáfu beggja hefur verið hætt og að sögn fyrrverandi útgefenda blaðanna var aðalástæðan sú að útgáfan bar sig ekki. Stefnur og tískustraumar eru í uppeldi barna eins og í flestu öðru. 1,2,3- aðferðin, Uppeldi til ábyrgðar, SOS-uppeldi, SMT, Uppeldi sem virkar, PMT; þetta eru örfá dæmi um uppeldisstefnur sem hafa notið vinsælda undan- farin ár. Vart er að undra þó að þorri fólks viti ekki í hvorn fótinn hann á að stíga þegar kemur að uppeldi afkvæmanna. Bannað að segja nei Það sem er börnunum fyrir bestu í dag er mannskemm- andi á morgun. Einn góðan veðurdag mátti alls ekki segja nei við börn, ein uppeldisstefna boðar að skammir séu skammarlegar og samkvæmt öðrum kenningum skiptir engu máli hversu miklum tíma foreldrar verja með börnunum sínum, heldur hvernig þeir verja þeim tíma. Samkvæmt þessu er því vel hægt að eiga innihaldsrík samskipti við börnin sín og ala þau upp með prýði með því að umgangast þau í stundarfjórðung á dag. Í bókinni Barnasálfræði eftir Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur, frá árinu 2007, segir að uppeldi snúist um að stýra barninu í eina átt eða aðra. Barnið þurfi ytri ramma og skýr skilaboð um hvað sé leyfilegt og hvað ekki og þau skilaboð megi ekki breytast mikið frá degi til dags. Ekki sé jákvætt að ala börn upp í of miklu frjálsræði, þá hafi þau lítið þol til að standast freistingar. Ekki sé heldur árangursríkt að beita of miklu valdi í uppeldinu, því það geti hamlað þroska barnsins og brotið það niður. Heilladrýgst sé, þegar foreldrar leiðbeini börn- um sínum og setji þeim sanngjörn takmörk, ásamt því að sýna þeim hlýju og virðingu. Hýðingar og barsmíðar Í uppeldisritum fyrri tíma kveður við nokkuð annan tón. Þar er lögð áhersla á hreinlæti, sannsögli og siðgæðisvitund. Iðjusemi skiptir miklu máli og að barnið temji sér virðingu gagnvart öðru fólki. Mikilvægt þótti að búa hvert barn undir ákveðið ævistarf. Ekki þótti tiltökumál að refsa börn- um líkamlega, þótt varað væri við því að það væri gert með harkalegum hætti. „Hýðingar og barsmíð fyrir smáyfirsjónir hefir hjer á landi lengi verið talin hin happasælasta Það er flókið að „Uppeldi barnanna er sannarlega vandaverk, og þó má segja, að það sje æði-fátt, sem menn kasti eins höndunum til. Þegar um uppeldi barna er að ræða, þá þykjast flestir fullnuma.“ (Úr uppeldisleiðarvísi frá 1894) Uppeldishættir hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum. Sífellt koma fram nýjar kenn- ingar, sem eiga að miða að því að gera foreldra færari í hlutverki sínu. Lítil umræða er að öllu jöfnu um uppeldi og foreldrahlutverkið hefur líklega aldrei verið flóknara. Áður fyrr var til sameiginleg hugsun um hvað þótti gott uppeldi, en því er ekki lengur fyrir að fara. Uppeldinu hefur verið útvistað til leik- og grunnskóla og hlutur foreldra í uppeld- iskökunni hefur minnkað, ekki síst vegna áhrifa fjölmiðla og markaðar. Þetta er fyrsta greinin í röð þriggja, þar sem fyrirbærið uppeldi er skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.