SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 2
2 17. apríl 2011 Við mælum með … Sumardaginn fyrsta, hinn 21. apríl Ýmsir ratleikir og þrautir verða í boði í Þjóðminjasafni Íslands sem eru góð leið fyrir alla fjölskylduna til að kynnast sögu landsins á léttan og líf- legan hátt. Eins gefst kostur á að skoða hina nýopnuðu sýningu Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna. Þar má prófa ýmsa leiki. Morgunblaðið/Heiddi Ratleikjum og þrautum 18 Flókið að vera foreldri Uppeldishættir hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum. Anna Lilja Þórisdóttir rýnir í málið í fyrstu grein sinni af þremur. 20 Síðan drynur í sleðunum Svalbarði er kalt ævintýri, en spennandi eins og önnur slík. Ferða- mennska, námavinnsla og vísindi setja svip á samfélagið. 29 Hér um bil sparkfall … Minnstu munaði að aflýsa þyrfti Íslandsmótinu í knattspyrnu 1943 vegna skorts á fótknattarblöðrum. Þetta kemur fram í nýrri bók. 31 Pólitíkin líklega erfiðust Hjálmar Hjálmarsson ber ábyrgð á Einari blaðamanni, Hauki Hauks- syni ekki-fréttamanni og einum bæjarfulltrúa í Kópavogi. 36 Allt önnur ELLA ELLA er nýtt íslenskt tískumerki, sem stefnir líka út í heim, og leggur áherslu á svokallaða hæga tísku. 40 Púl í pokahlaupi Eins og það er gaman að kaupa sér ný föt þá geta verslunarferðir tekið verulega á. Þá er gott að hafa fótakrem og svalandi drykk við höndina. Lesbók 42 Hátíðir fara í hönd Frídagar eru framundan, tími sem fjölskyldur nota gjarnan til þess að gera eitthvað annað en hversdags. 44 Viðvarandi sturlun Ævisaga Jerúsalem eftir Simon Sebag Montefiore spannar þrjú þús- und ára sögu og er rakin gegnum lífshlaup margra merkra manna. 24 38 Efnisyfirlit Forsíðumyndin er af Ernst Backman innan um nokkrar af brúðum sínum. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið J immy Fisher er á þönum þennan daginn eins og venjulega. Enda er hann svokallaður „bellman“ eða vikapiltur á stóru hóteli í Boston og atgangurinn tilheyrir starfinu. Að hjálpa fólki með töskur og pinkla og sjá til þess að allt heila klabbið komist haganlega inn í lyft- una. Hann segir íslenskar konur elska að versla. Þær kaupi það besta og svo telur hann upp nokkur merki, Eileen Fisher, Victoria’s Secret, Lady Go- diva … Sumar komi árlega fyrir jólin og versli þar til þær geti ekki meira. Þá þurfi hann að aðstoða þær með allan varninginn þegar þær snúi örmagna aftur á hótelið. Jafnvel þurfi hann að hjálpa þeim að pakka niður. Þetta er kannski ekki sérlega óvenjulegt miðað við starf Jimmys en hann sker sig þó rækilega úr að einu leyti. Hann verður nefnilega 86 ára í október og hefur starfað í 62 ár á Lenox-hótelinu í Boston. „Ég held mér í góðu formi með því að synda og ganga á hverjum degi. Ég bý í Flórída yfir vetrarmánuðina og er nú ný- kominn aftur,“ segir Jimmy sem er sólbrúnn og sællegur eftir dvölina. Jimmy er upprunalega frá Bretlandi en var í bandaríska sjóhernum í seinni heimsstyrjöldinni. „Við vorum eitt sinn á leið frá Halifax til Skotlands og stoppuðum á Íslandi til að taka bensín. Þetta var árið 1941 og við máttum ekki fara í land þar sem landið var ekki hlutlaust en það var þá enn hernumið af Bretum. Við vörð- um því heilum degi í höfninni á Íslandi og fórum upp á dekk til að kíkja á stelpurnar í gegnum kíki. Enda vorum við allir ungir menn þá. Þær voru all- ar saman ljóshærðar,“ segir Jimmy sem minnist liðinna tíma með blik í auga og bros á vör. Hann hefur ekki heimsótt Ísland eftir þetta en sá þátt um landið í sjónvarpinu og þótti áhugaverð sú staðreynd sem þar kom fram að húsþökin á Íslandi væru öll með mismunandi lit. Jimmy segir að það besta við starfið sé að hitta fólk alls staðar að úr heiminum. Starfið veiti honum lífsfyllingu og hann ætli að vinna eins lengi og guð og heilsan lofi. Jimmy lítur vel út og segir okkur systrunum að hann haldi andlitinu unglegu með Olay- hrukkukremi. Þetta þykir okkur skemmtileg staðreynd og punktum hjá okkur að kaupa eins og eina krukku í næsta apóteki. Svo bætir hann við að flotarommið góða hafi nú sjálfsagt haft sitt að segja. Á hverjum degi hafi herlæknirinn sagt við hópinn að nú gæfi hann þeim meðalið þeirra og þessu hafi hann viðhaldið. Ekki of mikið samt. Bara örlítinn dreitil en annars þurfi hann ekki að taka nein lyf. Svo hefur Jimmy engan tíma til að spjalla lengur, „þakka ykkur fyrir elskurnar,“ segir hann glaður í bragði og smalar okkur góðlát- lega inn í lyftuna. Síðan er hann þotinn aftur af stað til að sinna sínum störfum. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Jimmy Fisher viðheldur unglegu útliti með daglegu sundi, göngu og Olay-kremi. Sá elsti í Boston 16. apríl Sýning Möguleikhússins, Gýpu- garnagaul, sýnd í Gerðubergi. Sýn- ingin er ætluð yngstu kynslóðinni. 19. apríl Síðustu hádeg- istónleikar vetr- arins í Íslensku óperunni. Á efnisskránni eru aríur og samsöngvar. Gesta- söngvari verður Maríus Sverr- isson. 19. apríl Forystulið þjóð- arinnar? Kvennaíþróttir, karlmennska og þjóðerni. Fyr- irlestur Hafdís- ar Erlu Hafsteinsdóttur um sam- spil íþrótta, þjóðernis og kvenna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar í Þjóðminjasafni Íslands. Mikki gamli mús var í banastuði á föstudag, þegar Asíu-athvarf hans, Disneyland í Tókýó, var opnað á ný eftir mánaðar hlé vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Japan 11. mars. Nokkurn tíma tók að opna skemmtigarðinn vinsæla á ný vegna skorts á rafmagni á svæð- inu en garðurinn er í Urayasu, austur af höfuðborginni. Mikki var sérstaklega kvensamur þennan dag og faðmaði hverja snótina á fæt- ur annarri eða hvíslaði þeim ástarorð í eyra. Ekki er annað að sjá en þeim hafi líkað það vel enda Mikki annálað séntilmenni. Veröldin Innileg mús Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.