SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 24
24 17. apríl 2011 A kureyringum og gestum þeirra verður boðið að rifja upp anda liðinna tíma í Hofi á næstunni. Hipparnir og þær frjálsu ástir, eiturlyfjanotkun og fleira sem þeim fylgdi eru yfir og allt um kring. Eins og músíkin vitaskuld; þessi frábæra músík sem hvert mannsbarn síðustu kynslóða þekkir. New York - Glaumbær - Hof Leikið er á sviðinu í Hofi, sem vart þarf að taka fram, en áhorfendur verða þar líka en ekki úti í sal. Sumir í hefðbundnum sætum en einhverjir á púðum í mikilli nálægð við leik- arana/söngvarana. Söngleikurinn Hárið var frum- sýndur seint á sjöunda áratug síðustu aldar í New York og var fyrst settur upp hér á landi árið 1971 í Glaumbæ. Á Akureyri er um að ræða samstarf nokkurra vina úr Rocky Horror, sem Leikfélag Akureyrar sýndi við miklar vinsældir fyrr í vetur. Þau fengu til liðs við sig fáeina til viðbótar og er óhætt að fullyrða að hér sé á ferðinni einvala lið söngvara: Úr Rocky, Ey- þór Ingi Gunnlaugsson, Mattthías Matthíasson, Jana María Guðmunds- dóttir og Magni Ásgeirsson, og í hóp- inn bættust Pétur Örn Guðmunds- son, Ólöf Jara Skagfjörð, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Ívar Helgason. Leik- stjóri er Jón Gunnar Þórðarson, sem líka hélt um stjórnartaumana í Rocky. „Þetta er lítill hópur að búa til stóra sýningu,“ segir Jón Gunnar við Morgunblaðið um daginn. Gjarnan er fjölmenni á sviðinu, helst stór kór, en áttmenningarnir sjá um allan leik og söng í þetta skipti. Boðskapur Ekki er allt til fyrirmyndar sem fram fer á sviðinu, eins og nærri má geta þegar hippatíminn er rifjaður upp en margir hafa örugglega gaman af, ekki síst ungt fólk þess tíma, og ungu kynslóð dagsins í dag verður sýn- ingin eflaust víti til varnaðar. Stéttaskipting, fordómar, andúð á stríðsrekstri: „Daginn sem þessi boðskapur hættir að eiga erindi verður gaman að vera til,“ sagði Magni við Morgunblaðið. Hendur í hári söngvaranna Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Í förðunarherberginu; Magni Ásgeirs- son breytist á undraskömmum tíma úr hörundsljósum, sköllóttum Íslendingi í harðsvíraðan, þeldökkan og hár- prúðan bandarískan hippa. Jana María Guðmundsdóttir í hlutverki Sheilu. Þórhallur Jónsson ljósmyndari (gestur á sviðinu!) og Ívar Helgason bregða á leik á æfingu. Bak við tjöldin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.