SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 26
26 17. apríl 2011 Sögusafn Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni eins og Ernst Backman sér það fyrir sér. Ernst Backman og Ágústa Hreinsdóttir, aðstandendur Sögusafnsins í Perlunni. Ágústa Hreinsdóttir og Ernst Backman hafa mikinn metnað fyrir hönd Sögusafnsins í Perlunni og nú langar þau að færa út kvíarnar – segja sögu Reykjavíkur með tilheyrandi persónum og leikmunum á sérstöku safni í Öskjuhlíðinni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sagan lifnar við lagning Tukthússins til að forða vistmönnum frá hung- urdauða. Mitt í þessum hremmingum birtist Jörgen Jörgensen og tekur öll völd í landinu í sínar hendur og hyggst hrinda af herðum landsmanna nýlenduokinu og gera þá að frjálsri þjóð og hlaut að launum tignarheitið „hundadagakonungur“,“ segir Ernst. Flykkst inn í þvottalaugar Eftir að Kristján VIII. Danakonungur gefur út tilskipun um endurreisn Alþingis sem ráðgefandi fulltrúaþings kjörinna manna verður Reykjavík að vettvangi póli- tískrar baráttu um framtíðarskipan þjóðarinnar og sjálf- stæði. „Þar yrði Jón Sigurðsson atkvæðamestur og þjóð- un Innréttinganna um miðja 18. öld að frumkvæði Skúla landfógeta. Margvísleg starfsemi þeirra gefur tilefni til sýninga á mismunandi verklagi og kunnáttu, að sögn Ernsts. Næsti áfangi í þróunarsögu bæjarins væri flutn- ingur stofnana og embætta til bæjarins þegar bisk- upsstólarnir voru lagðir niður og þar með skólahald sem fluttist til bæjarins og landið gert að einu biskupsdæmi og biskupsstofa byggð í Laugarnesi. „Við niðurlagningu Alþingis var stofnaður Lands- yfirréttur sem starfaði í Reykjavík. Bregða má upp myndum af þessum atburðum með helstu þátttak- endum og leikendum og þeim vandamálum sem við var að eiga, eins og lok skólahalds á Hólavöllum og niður- H ver væri ekki til í að hitta Jón Sigurðsson forseta, Jörund hundadagakonung og séra Matthías Jochumsson í Öskjuhlíðinni og líta jafnvel inn á sjálfan þjóðfundinn? Þetta get- ur gerst verði hugmynd hjónanna Ernsts Backmans og Ágústu Hreinsdóttur að veruleika en þau vilja opna þar safn sem helgað yrði sögu Reykjavíkur. Hugmyndin er að skapa sögupersónur og umgjörð sem lýsir atburðum og persónum á spennandi hátt og notast við tækni og reynslu við hönnun á Sögusafninu í Perlunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum dreymir hjón- in um að safnið verði staðsett í Öskjuhlíðinni, nánar til- tekið í gryfjunum, þar sem olíutankar voru geymdir á stríðsárunum. „Þetta yrði mjög hagkvæmt og einfalt í framkvæmd, það þarf bara að steypa gólf og setja þak yfir,“ segir Ernst en hugmyndin kviknaði þegar hann heimsótti Klettakirkjuna frægu í Helsinki sem byggð er með áþekkum hætti. Hugmyndin gengur út á að tvær gryfjur fari undir safnið og ein undir útileikhús sem myndi auka við starf- semina. Hann hefur þegar kynnt hugmyndina fyrir Reykja- víkurborg en bíður viðbragða. „Ef vilji er fyrir hendi hjá yfirvöldum í borginni væri gaman að fara að skipuleggja safnið. Ég held að þetta myndi vekja mikla athygli, inn- an lands sem utan, bæði safnið sjálft og ekki síður stað- setningin. Við erum alls ekki að klína neinu niður sem eyðileggur Öskjuhlíðina. Nú er boltinn hjá Reykjavík- urborg, án hennar er þetta ekki hægt. Ég ætla ekki að fara mér að voða við þetta!“ Þorp um bæ til borgar Með sögu Reykjavíkur er átt við sögu byggðarinnar sem varð að þorpi, svo bæ og að lokum borg sem við öll þekkjum. Upphafið að myndun byggðarkjarna er stofn-

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.