SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Blaðsíða 41
17. apríl 2011 41 LÁRÉTT 1. Það er tíðinda mest að það varir. (5) 3. Stök hjá kalífa nær að eignast prívatlíf. (8) 7. Norm námstímabils hjá fornri þjóð. (9) 8. Hvað, magaangur rennur saman við læti. (10) 9. Almennur ætti að finnast hjá guði. (7) 10. Ekki frelsi til að mynda það sem er ekki skemmd. (10) 13. Alger skipan snýst við. (5) 14. Geysilegur les úr líkamshluta fisks. (7) 17. Læknar með gull og draugar í ímyndum. (9) 18. Ólæti hafnarborga er líf og framkvæmdir. (10) 21. Í fljóti fer undir fyrir kappsamar. (6) 24. Biðji ensk stjarna um skrár. (9) 25. Flana uns sá án heitis birtist. (8) 27. Söngurinn sem fer aldrei niður hefur eðlið. (8) 29. Hefji þrengsli upp með örvun. (10) 31. Týr einn fær aldurinn í furðulegum atburði. (8) 33. Uml karls út af hrærigraut. (8) 34. Að hávaða loknum birtist uppáhald. (9) 35. Járn á vörum er ekki besta val. (10) LÓÐRÉTT 1. Spotti til að binda útlimi er notaður sem kveðja. (9) 2. Taumar flækjast í áfalli. (6) 3. Ruglum meiru með gufu. (5) 4. Álagning á hárgreiðslu. (7) 5. Fyrir ryk sigti út með pappír. (7) 6. Tería á bak við hefur sýkil. (8) 9. Fræðslusamtakaskítur felur í sér viðhorf. (7) 11. Slefast til að vefengja. (5) 12. Sníða í klæðskeraiðn. (5) 15. Lá minn er hann sneri við til að ná í mælitæki. (8) 16. Kona með háa rödd rann næstum því með sóp. (6) 19. Hrósi heilbrigði á stofnun. (10) 20. Ekki margur við handrið í storminum. (9) 21. Fella í ást og fordæma. (8) 22. Kata snýst við fót út af hljóði. (7) 23. Varlega fés getur sýnt persónu. (10) 26. Hæðir eru á sífelldri hreyfingu út af stórri sameind. (8) 28. Greini þoki og hendi. (5) 30. Andvarp á dagvistunarheimili. (5) 32. Ánægðasti missir sigð til þess sem leggst á lík. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 17. apríl rennur út 21. apríl. Nafn vinn- ingshafans birtist í blaðinu 24. apríl. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 10. apríl er Þórður Sævar Jónsson, Seilugranda 1, Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Ljósu eftir Kristínu Steins- dóttur. Vaka-Helgafell gefur út. Krossgátuverðlaun Þegar Viktor Kortsnoj varð átt- ræður þann 23. mars sl. héldu vinir hans og velunnarar skákhátíð og veislu en meðal gesta þar voru samferðamenn og gamlir keppinautar í skákinni sem fyrir sitt leyti hafa slíðrað sverðin þó baráttunni sé í raun aldrei lokið hjá Viktor Kortsnoj. Meðal gesta í Zürich í Sviss voru Garrí Kasparov og Mark Tai- manov, sonurinn Igor auk eig- inkonunnar Petru Leuwerijk. Nú er óumdeilt að Viktor Kortsnoj skýtur öllum höfuð- persónum skáksögunnar ref fyrir rass þegar litið er til afreka á seinni árum ferilsins. Í þessu samhengi er afrek Vasilís Smys- lovs og Emanuels Laskers stundum rifjuð upp en standast ekki samanburð við sigra Korts- nojs á svipuðu aldursskeiði. Hér á landi skipar Kortsnoj sérstakan sess. Alltaf annað veifið skaut nafn hans upp koll- inum, fyrst þegar hann varð efstur ásamt Friðrik Ólafssyni á Hastings-mótinu 1955-́56 en síðar fékk Friðrik ýmis vand- ræðamál hans í arf þegar hann tók við embætti forseta FIDE ár- ið 1978. Þegar Kortsnoj „stökk yfir“ einn júlídag í Hollandi sumarið 1976 var íslenskur blaðamaður, Gunnar Steinn Pálsson, fyrstur til að ná tali af honum. Svo settist Jóhann Hjartarson andspænis honum í fyrstu hrinu áskorendakeppn- innar 1988 og runnu á menn ýmsar grímur þegar hinn áður sæmilega þokkaði Viktor Korts- noj spúði tóbaksreyk framan í ungan andstæðing sinn. Beinar útsendingar Stöðvar 2 milli heimsálfna í gegnum gervihnött brutu blað í skáksög- unni en fréttamaðurinn Hallur Hallsson hjá samkeppnisað- ilanum RÚV benti hins vegar á að jafnhliða hefði það skemmti- lega gerst í fyrsta sinn í sögu sjónvarps, að bein útsending hafði tapað í samkeppni við ein- hverskonar „blöndun á staðn- um“ eða það sem kalla mátti lit- ríkan spuna í sjónvarpsveri. Jóhann var vel undir einvígið búinn, náði snemma tveggja vinninga forskoti, en með fram- komu sinni við skákborðið komst Kortsnoj „inn í hausinn á andstæðingnum“ eins og það er stundum orðað og jafnaði metin. Afskipti dómara, Friðriks Ólafs- sonar og jafnvel Canmpomanes- ar, forseta FIDE, urðu til þess að Jóhann náði vopnum sínum og vann að lokum 4 ½ : 3 ½. Saint John, Kanada 1988: 1. einvígisskák: Jóhann Hjartarson – Viktor Kortsnoj Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7 10. Rbd2 Rc5 11. Bc2 Bg4 12. He1 Dd7 13. Rf1 Hd8 14. Re3 Bh5 15. b4! Leynivopn Jóhanns, riddarinn hrekst til e6 þar sem 15. … Re4 strandar á 16. Rxd5! Áður höfðu margir leikið 15. Rf5 gegn Korts- noj og ekkert komist áleiðis. 15. … Re6 16. Rf5 d4 17. Be4! Nú rann upp fyrir Kortsnoj að 17. … dxc3 er svarað með 18. Dxd7+ Kxd7 20. Bxc6+ og vinnur mann. 17. … Bg6 18. g4 h5 19. h3 Kf8 20. a4 hxg4 21. hxg4 De8 22. axb5 axb5 23. Ha6! Rb8 – Sjá stöðumynd – 24. Hxe6 fxe6 25. Rxe7 Bxe4 26. Hxe4 dxc3 26. … Kxe7 eða 26. … Dxe7 strandar á 27. Bg5 með vinn- ingsstöðu. 27. Rg6+ Kg8 28. Hd4 Hxd4 29. Dxd4 Hh3 30. Rg5 Hh6 31. Rf4 Rc6 32. Dxc3 Dd8 33. Rf3! Það kemur á daginn að eftir 33. … Dd1+ 34. Kg2 Dh1+ 35. Kg3 verja riddararnir kóngsstöðuna fullkomlega. 33. … Rxb4 34. Bd2 Da8 35. Kg2 Rc6 36. g5 b4 37. Dc5 Hh7 38. Rxe6 g6 39. Dd5 Kh8 40. Red4 Dc8 41. e6 Rxd4 42. Rxd4 c5 43. Bf4 Ha7 44. Rc6. Og Kortsnoj gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Baráttujaxlinn Viktor Kortsnoj áttræður Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.