SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Síða 14

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Síða 14
14 21. ágúst 2011 A ð koma inn í gamla húsið á Sólheimatungu í Borgarfirði er eins og stíga inn í annan heim, heim sem er að mestu horfinn og kemur aldrei til baka. Fjölskyldan frá Sólheimatungu hefur lagt rækt við að halda húsinu við og minntist þess í sumar að 100 ár eru liðin frá byggingu þess. Um 1970 var húsið farið að láta á sjá; þakið var ónýtt, gluggar orðnir lúnir og bís- lagið mjög lélegt. Árið 1974 var gengið í að lagfæra húsið. Þá var skipt um þak og glugga og gamla bíslagið rifið og nýr inngangur byggður. „Það kom aldrei til greina að rífa húsið,“ segir Guðrún Tómasdóttir frá Sólheimatungu, þegar spurt er hvort menn hafi ekki velt því fyrir sér hvort rétt væri að setja peninga í þetta gamla hús. Guðrún er ein fjögurra systkina hjónanna Tómasar Jónassonar og Sigríðar Sigurð- ardóttur sem ættuð var frá Stóra-Fjalli í Borgarhreppi. Hin systkinin eru Sigurður, Jónas og Guðríður. Þau lifa öll nema Jónas sem lést 1997. Það var faðir Tómasar, Jónas Eggert Jónsson, sem keypti Sólheimatungu um alda- mótin 1900. Fyrri kona hans var Guðríður Tómasdóttir sem lést af barnsförum. Seinni kona hans var Kristín Ólafsdóttir. Spöruðu sementið Jónas í Sólheimatungu stóð fyrir byggingu á íbúðarhúsinu. Byggingin hófst á fardög- um 1910 og lauk á fardögum árið eftir. Húsið er tvær hæðir og ris og telst vera sam- tals 263 fermetrar og 882 rúmmetrar. Jóhannes Guðmundsson, eiginmaður Guðrúnar, segir að mjög vandvirkur smiður hafi séð um byggingu hússins. Steypumölin var tekin úr Gljúfurá og flutt á hestum heim að bænum. „Ef smiðurinn sá leir í mölinni skipaði hann mönnum sínum að sturta henni niður í veginn við húsið.“ Menn reyndu hins vegar að spara sementið eins og hægt var og því var möl og sementi blandað saman í hlutföllunum 1 á móti 14. Í dag er steypa oftast blönduð í hlutföllunum 1 á móti 4. Jóhannes, sem er verkfræðingur, lét fyrir nokkrum árum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins rannsaka steypuna í húsinu. Niðurstaðan var sú að steypan stæðist kröfur sem gerðar eru til steypu í flokknum S-200 sem er sú steypa sem mest er notuð í dag. „Gestalætin“ í frú Sigríði björguðu veggfóðrinu Foreldrar Sólheimatungusystkinanna, Tómas og Sigríður, ráku sinn búskap af mikl- um metnaði. Þau voru með 300-400 kindur og 15-20 kýr. Þau voru með einn „Það kom aldrei til greina að rífa húsið“ Fjölskyldan í Sólheimatungu í Borgarfirði hefur lagt sig fram um að varðveita gamla íbúðar- húsið á bænum, en í sumar var þess minnst að 100 ár eru liðin frá byggingu þess. Texti: Egill Ólafsson egol@mbl.is Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is 

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.