SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Page 28
28 21. ágúst 2011
E
ystri-Rangá skaust í liðinni
viku á toppinn yfir gjöfulustu
laxveiðiár landsins, og það er
ekkert óvenjulegt; þá veiddust
hátt í 800 laxar á einni viku á stangirnar
18. Eftir að laxaævintýrið hófst í Rang-
ánum, systrunum Ytri og Eystri, hafa
veiðimenn veitt þar þúsundir laxa á
hverju ári. Laxveiðin byggist þar á um-
fangsmiklum seiðasleppingum. Laxar
sem veiðast í ánum eru kreistir, seiðin al-
in í eldisstöðum, flutt að vori í sleppi-
tjarnir þar sem þau eru fóðruð og að
nokkrum vikum liðnum fara þau í silfr-
aðan göngubúning og halda til hafs. Ári
síðan snúa þau aftur sem fullvaxnir laxar,
eða eftir tvö ár sem stórlaxar.
Í vikunni veiddum við Martin Bell,
bandarískur félagi minn, í einn dag í
Eystri-Rangá og upplifðum að þar var lax
að ganga af krafti, og víða var mikið af
honum. Þegar við komum að veiðihúsinu
í hléinu voru veiðimenn að snara plöst-
uðum löxum á pallinn við vogina og
veiðibókina.
„Þetta var frábær morgunn,“ sagði
einn þeirra og lagði hvern laxinn af öðr-
um á pallinn. „Við fengum 19 á stöngina á
neðsta svæðinu, allt nýjan lúsugan lax, á
spúninn. Konan verður ánægð með þetta
– leyfir mér örugglega að fara aftur fljót-
lega,“ segir hann skælbrosandi.
Aðrir voru þó með færri, frá einum upp
í sjö; að meðaltali hefur dagsstöngin verið
að gefa um sex laxa síðustu dagana.
Viðkvæmir fyrir veðrinu
„Reyndu þessa,“ segir Skúli Kristinsson,
leiðsögumaður og fluguhnýtari, við fé-
laga minn og réttir honum langa græna
túpuflugu. Þetta er ein útgáfa hans af
túpu sem kölluð er Bismó og hefur reynst
vel í ánni síðustu sumur.
„Þetta er mín útgáfa af danskri túpu.
Ég veit um þrjá sem segjast hafa fundið
hana upp,“ segir Skúli og glottir, „en sú
græna hefur reynst vel hér. Þegar mikill
litur er í ánni er bleika útgáfan líka góð.“
Við erum að hefja veiðar, það er morg-
unn, klukkan að verða sjö og það er svalt;
norðanstrengur og hitamælirinn sýnir sjö
gráður. Eftir að Skúli hefur stjórnað
drætti veiðimanna á svæði réttir hann
Martin líka langan sökkenda, fimmtán
feta, og hvetur hann til að nota hann.
„Áin er köld fyrst á morgnana og þá þarf
að veiða hægt og djúpt,“ segir hann. Síð-
an sýnir hann okkur á korti hvernig við
eigum að bera okkur að við veiðarnar á
sjötta svæði, sem féll okkur í skaut.
Fyrst ökum við þó á eftir Skúla og
breskum veiðimönnum sem hann er að
segja til, upp á efsta svæðið, það níunda.
Annar veiðimaðurinn er sá elsti sem Skúli
hefur fylgt við veiðar til þessa, á 93. ald-
ursári, en þegar hann hefur gengið út í
strenginn sem kenndur er við Fagradal,
studdur af vaðstaf og tengdasyni, velti-
kastar hann fallega út í strenginn og
veiðir sig rólega niður hann. Á meðan
spjöllum við Skúli saman.
Áin er köld í morgunsárið og það er
hvítgræn slikja á vatninu.
„Við erum viðkvæmir fyrir veðrinu hér
í Eystri-Rangá. Það getur verið erfitt
þegar mikið rignir því þá skolast áin og
eðlilega finnst mörgum veiðimönnum
það leiðinlegt,“ segir Skúli.
Skyldi askan úr Eyjafjallajökulsgosinu
hafa aukið við litinn í ánni í sumar?
„Ekki svo mikið. Hún skemmir hins
vegar útsýnið ef það er mjög hvasst.
Kannski eykur hún eitthvað bráðnunina
úr jöklunum. En jöklasýnin hverfur alveg
ef það er mjög hvasst.“ Tignarlegur Þrí-
hyrningurinn blasir þó við austan við
okkur, þar sem við stöndum á miðju
sögusviði Njálu.
„Oft er áin ekki nema um fjórar gráður
þegar við erum að byrja hér upp frá á efri
svæðunum. Þá er takan róleg en svo
keyrir maður á þetta milli klukkan tíu og
eitt og svo aftur síðdegis milli þrjú og
átta. Það er aðaltökutíminn, ólíkt því sem
gerist í flestum laxveiðiám þar sem takan
er best snemma á morgnana og seint á
kvöldin. Hitinn hækkar skarpt í ánni yfir
daginn en hún er líka fljót að kólna á
kvöldin. Öfugt við margar aðrar veiðiár
erum við ánægð með sólskin, það hækkar
vatnshitann,“ segir hann.
Laxveiðin í Eystri-Rangá var sein af
stað í sumar, eins og annars staðar.
„Hún er yfirleitt sein af stað, miðað við
aðrar ár, en hún var óvenjusein að þessu
sinni. Núna hefur veiðin hins vegar verið
jöfn og góð síðustu vikur, og mjög góð
síðustu daga. Svæðin eru misgóð, eins og
gengur í laxveiði, en á heildina litið er
þetta mjög gott núna,“ segir hann.
Laxar á sögusviði Njálu
Skúli vissi hvað hann söng, um vatnshit-
ann fyrstu klukkustundirnar og að takan
hrykki í gang um tíu, það sannreyndum
við Martin. Fátt gerðist fyrr en við kom-
um á Rangárvað klukkan tíu, gegnt
Stóra-Hofi þar sem Mörður Valgarðsson
bjó og löngu síðar Einar Benediktsson, en
þá setti Martin fljótlega í vænan lax á
Bismó-túpu Skúla. Það tók síðan annar á
svarta Snældu áður en vaktin var öll.
Í hléinu hittum við glaðbeitta breska
veiðifélaga yfir hádegismatnum en þeir
Rífandi
laxveiði á
Njáluslóð
Skúli Kristinsson leiðsögumaður veður út í streng á níunda svæði sem kenndur er við Fagra-
dal, ásamt 92 ára gömlum breskum veiðimanni, Raymond að nafni, og tengdasyni hans.
„Öfugt við margar aðrar veiðiár erum við ánægð
með sólskin, það hækkar vatnshitann,“ sagði
Skúli Kristinsson, leiðsögumaður við Eystri-
Rangá, sem liðast um söguslóðir Njálu í Rang-
árþingi. Hann sagði satt; þegar vatnshitinn steig
fór laxinn að taka. Eystri-Rangá er nú, sem oft
áður, sú gjöfulasta á landinu.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Stangveiði