SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 31

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 31
21. ágúst 2011 31 sem styðst við listamannsnafnið Hauschka, og finnski slagverksleik- arinn Samuli Kosminen, sem er Íslend- ingum að góðu kunnur, lögðu líka saman í púkk með frábærum árangri. Tónleikar þeirra voru einn af hápunkt- um hátíðarinnar, tilraunakennt og grípandi og spennandi verður að sjá Hauschka á Airwaves í haust – hann fær hér mín bestu meðmæli. Raftónlist og skruðningar Þeir félagar fengust við órafmagnaða raftónlist, ef svo má segja, en rafmögn- uð finnsk raftónlist var mjög áberandi á hátíðinni, hugsanlega til marks um að mikil gróska sé í henni, kannski fyrir tilstilli Jimi Tenor og álíka listamanna, en Tenornum var fagnað sem miklum meistara þegar hann birtist sem gestur hjá raflistamanninum Desto. Alla jafna voru menn þó að fást við annarra mús- ík sem plötusnúðar, en þegar það var frumsamið var fátt spennandi í raf- tónlistinni, sumt þó gott, til að mynda Teeth! og Renaissance Man og Jori Hulkkonen var frábær með fram- úrstefnulegt teknó. Annars voru hljóð gamaldags og framvinda linkuleg fyrir minn smekk – ég kýs meiri hörku og meiri hraða og meiri hávaða. Hvar voru svo allir hiphop-snúðarnir? Hvað tilraunamennsku varðar var Fricara Pacchu sérlega skemmtilegt elektró, hraður taktur, beygluð og skæld hljóð og skruðningar á skruðn- inga ofan. Unglingasveitir voru líka sumar að reyna fyrir sér, til að mynda var Eevil Stöö með skemmtilega kæru- leysislegt elektró og Nightsatan bauð upp á það sem þeir félagar kölluðu laz- er-dauðarokk, einskonar þungarokks- elektro. Fleiri Finna, takk Hvað má svo læra af heimsókn á hátíð sem þessa? Fyrst og fremst það að þótt það séu fæstir eins og fólk er flest þá höfum við áþekkan smekk, erum að fást við áþekka hluti hvort sem það er í Grímsnesinu eða Katajanokka. Það er því löngu tímabært að við hrærum meira saman í norrænu samstarfi, fáum til að mynda fleiri hljómsveitir hingað frá hinum Norðurlandaþjóðunum, ekki vegna þess að við séum öll frændsystk- ini, eins og svo oft er sagt við hátíðleg tækifæri, heldur vegna þess að það er svo nærtækt að fá hingað frábæra finnska hljómsveit, tilraunaglaða Dani eða skemmtilega Svía frekar en að leita lengra eftir stuðinu. Skora á Airwaves- bændur að fá hingað finnska listamenn, helst strax í haust – til að mynda Mirel Wagner, Jori Hulkkonen, Fricara Pacchu, Teeth! eða French Films. tir á hátíðina voru nærfellt 50.000 þetta árið. Þessi mynd er úr svonefndur Nokia-tjaldi, en einnig var enn stærra útisvið og gríðamikið raftónlistartjald svo fátt eitt sé talið. Jussi Hellsten / ZOMG!MEDIA Finnsk-franski dúettinn The Dø er gríðarvinsæll í Finnlandi fyrir nýbylgjukennt popp. Jussi Hellsten / ZOMG!MEDIA

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.