SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Síða 33
21. ágúst 2011 33
D
iljá Mist Einarsdóttir útskrifaðist úr lög-
fræði frá Háskóla Íslands í vor og starfar nú
sem lögfræðingur hjá Lögmáli ehf. Einnig
hefur hún verið að starfa með unglingum
síðustu ár í Miðbergi, sem er félagsmiðstöð í Breið-
holti. Diljá Mist ólst upp í Foldahverfinu í Grafarvogi
og segir þar langbest að vera. Hins vegar gekk hún
ekki í hverfisskóla sinn heldur Ísaksskóla, Ártúnsskóla
og að lokum Álftamýrarskóla. „Ég á sem sagt æskuvini
úr öllum áttum,“ segir hún hress. Diljá Mist stundaði
næst nám við Verzlunarskóla Íslands og líkaði vel en
þar var hún formaður Listafélagsins árið 2005-2006.
„Þessa dagana er ég að búa mig undir Reykjavík-
urmaraþonið, en þar ætla ég að hlaupa hálfmaraþon og
safna áheitum til styrktar Styrktarsjóði Susie Rutar.“
Susie Rut, systir hennar, lést í júní árið 2007 aðeins 22
ára gömul. „Það er því mikils virði fyrir mig að geta
stuðlað að framgangi sjóðsins í minningu hennar.“
Þeir sem vilja styðja þetta góða málefni sem og önnur
geta leita á heimasíðuna hlaupastyrkur.is.
gunnthorunn@mbl.is
Vinkonur mínar úr Miðbergi.
Ég og Robbi, kærastinn minn,
bakvið Seljalandsfoss.
Ég, kæró, mamma
og Garpurinn á
útskriftardaginn minn.Ég og Páll Fannar, stóri-litli bróðir.
Uppáhaldsvinkonurnar: Marthe, Maren, Thelma og ég
í lautarferð á Klambratúni.
Vinkonuhópurinn að útskrifast úr Verzlunarskólanum.
Æskuvinir
úr öllum
áttum
Lögfræðingurinn Diljá Mist
Einarsdóttir er að búa sig und-
ir Reykjavíkurmaraþonið en
hún hleypur fyrir systur sína.
Ég og Einar, vinur minn úr Versló, á Greifaballi
en við erum forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar.
Ég og Sindri Snær, litli bróðir.
Fjölskyldan úti að borða í London á afmælinu hans pabba.
Jonni töframaður að saga mig í tvennt.
Garpur minn
pínku þreyttur
eftir hlaup
Ég og Susie Rut, systir mín, á öskudaginn í stuði.
Myndaalbúmið