SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 35

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 35
21. ágúst 2011 35 Úr sveitinni notar tómata úr öðrum flokki í framleiðslu sína. Bændurnir fá hæsta verðið fyrir fyrsta flokks tómata og ræður litur og stærð þar um. „Annar flokkurinn er oft miklu rauðari innan í, hann er tíndur seinna, kannski búið að bíða eftir því að hann stækkaði meira eða þá að þetta eru tómatar sem gleymdist að tína. Þeir eru sæt- ari, gera litinn á sósunni fallegri og gera það að verkum að við getum notað minni sykur,“ seg- ir Einar en tómatar eru að jafn- aði tíndir nokkrum dögum áður en þeir koma í búðina og þrosk- ast á leiðnni en tómatar geymast vel eins og fólk þekkir. Aukaefnalaus vara „Rannsóknarvinnan fólst meðal annars í því að kanna hvort það væri nógu mikið sýrustig í þess- um tómötum fyrir geymslu. Við niðursjóðum þetta á krukkurnar og sýrustigið í tómötunum er það lágt að það lifa engar örver- ur í þessu. Við þurfum því ekki að bæta neinu út í. Við erum með algjörlega aukaefnalausa vöru,“ segir efnaverkfræðing- urinn. „Öll E-efnin eru ekkert slæm en sum eru verri en önnur og það er algjör óþarfi að nota þau í þessu tilviki.“ Einar var síðan búinn að vinna svo lengi sem kokkur að hann átti margar uppskriftir. Þeir þurftu því ekki að byrja að vinna þær frá grunni heldur þróa þær sem til voru. Upphaflega ætluðu þeir að gera pasta-, pítsa- og salsasósu en opnun Matarsmiðjunnar frestaðist frá mars fram í miðjan maí og þá fannst þeim meira við hæfi að byrja á grillsósunum. „Við vorum þarna komnir inn í sumarið og þá hugsa verslunar- menn bara í grilli,“ segir Darri en landsmenn eru sannarlega iðnir við kolann í grillinu yfir sumarmánuðina. Nýjar sósur í haust Hinar tegundirnar koma hins vegar á markað í haust, pítsa- og pastasósurnar fljótlega en aðeins lengri bið er eftir salsa- sósunni. Félagarnir eru núna að leita sér að stað þar sem framleiðslan geti farið fram til frambúðar. Ennfremur eru þeir ennþá að þróa umbúðir og útlit varanna en glerkrukkur eru dýrar og erfitt að finna hentug ílát á sanngjörnu verði. „Framtíðarplanið er að út- víkka það sem við erum búnir að gera með tómata yfir á fleiri grænmetistegundir. Það er mik- il vöruþróunarvinna eftir, við verðum í þessu næstu árin,“ segir Darri. „Það er spennandi og skemmtileg tilhugsun að vera í grænmetinu,“ segir Einar og nefnir nokkur orð sem þeir hafi haft að leiðarljósi, heilnæmt, vistvænt, sjálfbært og íslenskt. „Af landsins gæðum,“ segir Darri en þeir eru með það markmið að nota ávallt innlent hráefni þar sem þess er kostur. Þeir eru ennfremur komnir í samstarf við Sölufélag garð- yrkjumanna. Þeir ítreka að allir hafi verið mjög jákvæðir í garð þeirra frá upphafi og tekið vel í þetta og verið allir af vilja gerðir til að hjálpa enda er hugmyndin á bak við fyrirtækið skemmtileg, að nýta það sem annars endaði að öllum líkindum í ruslinu. Þeir telja að margt skemmti- legt eigi eftir að gerast á Mat- arsmiðjunni á Flúðum næstu ár- in og að hún geti verið heilmikil lyftistöng fyrir svæðið. Hruna- mannahreppur á hluti í smiðj- unni í þeim tilangi að efla full- vinnslu og smávinnslu á svæðinu. Langtímamarkmið hjá Úr sveitinni er að setja upp verksmiðju á Flúðum og vinna allt þar. Gott að komast út úr húsi Þeir segja reynsluna af því að stofna fyrirtæki hafa verið góða. Vinnan sé vissulega mikil en verkið skemmtilegt. „Maður er aldrei að gera sama hlutinn tvo daga í röð,“ segir Darri. Núorðið leigja þeir skrifstofu- húsnæði í Hafnarfirði sem er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og segja það mikinn mun að hafa aðstöðu. „Það skiptir svo miklu máli að komast út úr húsi,“ segir Darri. „Við vorum orðnir þreyttir á því að sitja við eldhúsborðið hjá honum og þrífa tómatslettur af veggjunum!“ segir Einar en þetta byrjaði allt í íbúð Darra í Garðabænum en í fyrstu fengu þeir tómata senda þangað. Vöruþróunarkrukkurnar eru því ófáar, sem hafa endað á borðum vina og fjölskyldu, segir Einar „Það er alltaf alltaf verið að hringja í okkur og biðja um meira af þessu!“ Sú spurning vaknar hvernig Darri hafi endað í efnaverk- fræði. „Ég held ég hafi haft áhuga á efnafræði frá því ég las Ástrík þegar ég var krakki og Sjóðríkur seiðkarl var alltaf að hræra í pottinum. Ég held ég hafi verið búinn að ákveða að vera í einhverri efnafræði strax þá. Núna er ég með geðveikt stóran pott og stóra sleif alveg eins og Sjóðríkur!“ „Nú skil ég!“ segir Einar. „Við erum líka í hvítum sloppum eins og Sjóðríkur, bætir hann við. Saman öllum stundum Félagarnir eyða miklum tíma saman en hafa reyndar farið tvisvar í veiðiferðir, sem er sameiginlegt áhugamál, frá því að vinnutörnin byrjaði og segja gott að slaka á í náttúrunni. „Við erum búnir að vera meira og minna saman á hverj- um degi síðan í febrúar að und- anskilinni síðustu helgi!“ segir Einar en þá voru þeir að veiða á sínum hvorum staðnum. Þeir sjá rautt ef svo má segja og eru sammála um að það eina sem þá dreymi sé tómatar. Þeir hafa líka borðað mikið af tómötum. „Við erum búnir að baka tómatbrauð í hvert einasta skipti sem við erum að vinna þarna uppfrá til að hafa eitthvað að borða yfir daginn,“ segir Ein- ar. „Við borðum eiginlega bara tómata þegar við erum þarna uppfrá,“ segja þeir og byrja að telja upp: Tómatbrauð, pítsu, tómatrisotto, tómatfylltur kjúklingur og einu sinni svína- kjöt með BBQ-sósu. En skyldi þeim ekki líða vel eftir að hafa borðað allt þetta grænmeti? „Ég held við værum örugg- lega búnir að bæta eitthvað á okkur ef við hefðum verið að gera kokkteilsósur!“ grínast Einar. „Þetta er náttúrlega hollt og gott. Maður borðar tiltölu- lega hollara en maður hefði gert enda gott aðgengi að grænmeti á Flúðum.“ Úr sveitinni verður á Upp- skeruhátíð á Flúðum laugardag- inn 10. september en þá verður ennfremur opið hús hjá Matar- smiðjunni. Strákarnir ætla að kynna vörurnar frá Úr sveitinni og bjóða uppá grænmetissúpu úr alíslensku grænmeti frá Flúð- um. Darri með eldrauðan og safaríkan íslenskan tómat. Einar og Darri í hráefnisleit á Flúðum. ’ Flestir ungir strákar í ný- sköpun eru að gera eitthvað tölvu- tengt. Fólk gerir því ráð fyrir því að mað- ur hljóti að hafa átt ömmu sem kunni að búa til tómatsósu og við séum að nota uppskriftina hennar. Úr sveitinni býður sem stendur uppá fjórar tegundir af grillsósum. Þær eru: BBQ-sósa með hunangi og sinnepi, BBQ-sósa með reyktu hikkorí, Grilltóm- atsósa með chili og Grilltómatsósa með basil og lime. Einar útskýrir að BBQ-sósurnar séu með þessu „reykbragði frá Suðurríkjunum“ og séu góðar með ýmsu kjöti. Hann segir að basil og lime-sósan sé til dæmis góð köld með fiski, eins og grillaðri lúðu. Chili-sósan sé hins vegar góð með ýmsum grillmat, ekki síst til að pensla á grillað grænmeti. Ennfremur hefur hann not- að sósurnar sem grunn í fiskisúpu og líka í pottrétti eða á hamborgara, svona til að gefa einhverjar hug- myndir um notkun. Íslendingar hafa að minnsta kosti smekk fyrir tóm- atvörum. Alls eru flutt inn 800 tonn af bragðbættri tómatsósu á ári og önnur 800 af niðursoðnum tómöt- um og tómatpúrru og um 100 tonn af annarri tóm- atvöru eins og sólþurrkuðum tómötum til viðbótar. Einar og Darri ætla ekkert að leggja undir sig mark- aðinn (enda dygðu allir tómatar landsins ekki til!) en þeir eru líka að keppa í hærri enda skalans en ekki við niðursoðnu tómatana. Í júlí hafa þeir ferðast milli verslana til að kynna vöru sína auk þess að selja á bændamarkaði á Flúð- um og hafa fengið góð viðbrögð. „Við höfum fengið meiri viðbrögð strax heldur en ég bjóst við. Ef við vor- um með tveggja daga kynningar kom fólk jafnvel fyrri daginn og svo strax aftur seinni daginn til að kaupa meira,“ segir Einar. „Skemmtilegasta dæmið var þegar stelpa keypti af okkur í Melabúðinni og bauð mömmu sinni í mat. Mamman kom síðan seinna um kvöldið og keypti til að taka sjálf með sér heim!“ Sósurnar eru til sölu í Melabúðinni og Fjarð- arkaupum auk ýmissa sérverslana. Uppskriftir og nánari upplýsingar um sölustaði er að finna á ursveit- inni.is en líka er fyrirtækið með Facebook-síðu www.facebook.com/ursveitinni. Fjórar tegundir komnar Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.