SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Síða 37
21. ágúst 2011 37
fólki mætir, þetta er mjög samhentur
hópur og í upphitun er oft hlegið svo
mikið að maður nær varla andanum,“
segir Pétur. „Við erum með iðkendur
frá 5 til 55 ára og góður kjarni hefur
myndast þessi ár sem deildin hér á Sel-
fossi hefur verið starfandi. Til okkar
leitar fólk með krakka sem eiga við
ýmis vandamál að stríða svo sem
krakkar á einhverfurófi, krakkar og
fullorðnir með skerta hreyfigetu, börn
með ADHD og jafnvel hafa aðra deildir
innan Ungmannafélags Selfoss sent
krakka til okkar til að styrkjast eða til
að verða liðugri. Það sem gerir þessa
íþrótt góða fyrir þessa krakka er þessi
mikli agi og festa sem einkennir æfing-
arnar og að allir verða að taka belta-
prófin á sama hraða, það líður því jafn-
langt á milli prófa hjá öllum.“
Byggir upp sjálfstraust
Aðspurð hvort íþróttin henti öllum
segir Heiða: „Já, það geta allir æft
íþróttina, hver á sínum forsendum og
hraða. Íþróttin hentar einnig vel fyrir
þá sem þrífast ekki í hópíþróttum. Við
mælum tvímælalaust með þessari íþrótt
og það er aldrei of seint að byrja. Taek-
wondo hentar einstaklega vel fyrir
börn sem hafa orðið fyrir einelti í skóla
þar sem þetta byggir upp sjálfsmyndina
og sjálfstraust viðkomandi aðila.“
Pétur bætir við að Daníel Jens hafi
sjálfur verið lagður í einelti í grunn-
skóla. „Það hætti eftir að hann fór að
vera meira áberandi góður í tae-
kwondo. Davíð er einnig stundum út-
undan í skólanum, en þeir sem standa
fyrir því þora líklega ekki í slag við
hann enda er honum frjálst að verja
hendur sínar ef á hann er ráðist.“
Íþróttin hefur gert heilmikið fyrir
þau sem fjölskyldu. „Taekwondo hefur
þjappað fjölskyldunni mikið saman og
erum við nánast alltaf saman. Í byrjun
voru Davíð og Dagný á barnaæfingum
og við á byrjendaæfingum fullorðinna,
en núna æfum við öll saman þar sem
Daníel er kennarinn. Það er mjög
skemmtilegt,“ segir Pétur.
Fóru til Kóreu í beltapróf
Síðastliðið haust létu Heiða og Pétur
langþráðan draum rætast og skruppu
alla leið til Kóreu þar sem þau þreyttu
meðal annars beltapróf. „Það er
ógleymanleg lífsreynsla,“ segir Pétur.
„Við nutum þeirra forréttinda að fara
með meistara okkar, Sigursteini og eig-
inkonu hans Magneu Kristínu Ómars-
dóttur, 3. dan. Sigursteinn hefur dvalið
í Kóreu í um það bil tvo ár og talar
málið reiprennandi og þekkir alla
framámenn í taekwondo-hreyfingunni
í Kóreu. Stressið í beltaprófinu var
svakalegt, við þekktum bara Sigurstein
og Magneu. Við tókum prófið fyrir
framan hóp af nemendum í Yonsei-
háskólanum en stórmeistarinn Kim,
meistari Sigursteins, var prófdómari.
Þess má geta að Magnea tók 3. dan
prófið sitt um leið og við tókum prófið
okkar.“
Dvölin í Kóreu snerist bara um taek-
wondo. Þau hjón æfðu mikið, tóku
próf, fengu fólk úr landsliði Kóreu í
poomse eða formi til þess að halda
sýningu áður en beltaprófið hófst en
þar á meðal var heimsmeistari kvenna í
poomse. „Það var stórkostlegt að sjá,“
segir Heiða.
Aðspurð hvort beltaprófin í Kóreu
séu frábrugðin þeim prófum sem haldin
eru hér heima segir Pétur að í grunninn
séu þau hin sömu. „Prófin í Kóreu eru
mjög svipuð og þau beltapróf sem
meistari Sigursteinn stendur fyrir, en
okkur fannst frekar erfitt að byrja á því
að fara á tveggja tíma æfingu og svo
beint í beltaprófið – það var mjög erf-
itt,“ segir Pétur og skellihlær.
Í Kóreu ferðuðust hjónin eingöngu
með neðanjarðarlestum í Seúl. „Þar var
mikið horft á okkur þar sem við vorum
eina hvíta fólkið í lestunum. Börn og
unglingar flissuðu og bentu á okkur og
sögðu eitthvað sín á milli. Þeim brá
mikið þegar Sigursteinn svaraði þeim á
kóresku. Þau héldu að við skildum öll
hvað þau voru að segja og fóru alveg
hjá sér þegar við brostum til þeirra.
Það var mjög fyndið,“ segir Heiða.
Stefna á Kóreu síðar
Daníel, Davíð og Dagný öfunda foreldra
sína mjög mikið af ferðinni til Kóreu og
stefna sjálf á að fara þangað innan tíð-
ar. „Mig hefur alltaf langað til þess að
fara til Kóreu. Það væri mjög gaman að
fara til þangað og kynnast íþróttinni
betur,“ segir Daníel. Sjálfur hefur hann
keppt á stórmótum hérlendis sem og
erlendis og hefur gaman af. „Það er
alltaf eitthvert stress í manni fyrir
mótin, sérstaklega ef maður er skráður
í erfiðan flokk. Aftur á móti eru
keppnisferðirnar mjög skemmtilegar.“
Fjölskyldan hvetur alla til að prófa
íþróttina „Þessi íþrótt styrkir allan lík-
amann og eykur sjálfstraust. Svo það er
um að gera og drífa sig í næsta félag
sem kennir íþróttina og fá að prófa
einn tíma frítt,“ segir Daníel að lokum.
’
Ég sagði við meistara
Sigurstein þegar ég
var fimm ára að ég
ætlaði að ná svarta beltinu
þegar ég yrði ellefu ára en
ég var nýorðinn tólf ára
þegar ég tók beltið.“
Ljósmynd/Helga Mjöll Stefánsdóttir
Pétur, Bjarnheiður, Daníel Jens og í neðri röð tvíburarnir Dagný María og Davíð Arnar.
Morgunblaðið/Eggert