SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 39
„Þetta er nú ekki slæmt er það? Þetta mun ekki gera þér neitt nema gott.“ Hún sagðist ekki vera búin að ákveða í hverju hún ætli að vera í við verðlaunaathöfn- ina. „Ég held ég ætli samt að vera í einhverju mjög sígildu því það er ekki víst að ég verði nokkru sinni tilnefnd aftur!“ Ættuð frá Birmingham Deeley er fædd og uppalin í Birmingham en þar eins og í nokkrum öðrum borgum í Bret- landi blossuðu upp óeirðir nýverið. Kynnirinn er ekki búinn að gleyma heimaborginni og var að vonum brugðið vegna fréttanna. „Hræðileg- ar fréttir. Trúi ekki eigin augum. Hryllilegt. Reynið að vera örugg,“ skrifaði hún á Twitter. Í næsta mánuði kemur síðan í ljós hvort Deeley fær Emmy-verðlaun. Það vinnur kannski á móti henni að þetta er fyrsta til- nefningin hennar en aðrir í flokknum hafa verið tilnefndir áður, en ljóst er að hún ætti sigurinn fyllilega skilinn. Með LL Cool J á Teen Choice-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum. Reuters ’ Ég er ekki að leika ein- hvern annan karakter. Ákveðnir þættir persónu- leika míns ýkjast upp því maður verður að skína í gegn í sjónvarpi en í raun er ég alveg sú sama 21. ágúst 2011 39 Maður einn í Mississippi gengur ansi langt til að ná sér í góða pizzu, eða um 2200 kílómetra. David Schuler er al- inn upp í Massachusetts og heimsækir heimaríkið reglu- lega, nánar tiltekið bæinn Stoughton, rétt fyrir utan Bost- on, og pizzastaðinn Town Spa Pizza til að kaupa pizzur og fara með heim til Jackson. Hann byrjaði þessa hefð fyrir nokrum árum eftir að hann gat ómögulega fundið góða pizzu í Mississippi. Í síðustu ferðinni sótti hann 150 pizzur, frosnar og loft- tæmdar. Þetta var metferð og tók ferðalagið sólarhring og á leiðinni borðaði hann að sjálfsögðu Town Spa-pizzur. Staðurinn selur pizzur til annarra ríkja eins og Kaliforníu og Flórída en Schuler er besti við- skiptavinurinn utan ríkisins. Sótti pizzu 2200 kílómetra leið Það var kannski of gott til að vera satt, að fá vinning úr spilakassa uppá 43 millj- ónir evra, eða um sjö millj- arða króna. Behar Merlaku hefur stefnt spilavíti í Bre- genz í Austurríki fyrir að hafa ekki borgað honum vinn- inginn sem kom upp í marslok. Ráðamenn spilavítisins efast ekki um að vélin hafi sýnt þessa tölu en segja að hún hafi bilað. Málið verður leyst fyrir dómstólum en í millitíðinni hefur Merlaku verið bannað að sækja spila- vítið heim. Fær ekki milljarðavinninginn „Það er mikill munur að fljúga nú og þegar ég fór í mína fyrstu milli- landaferð en sú ferð var jafnframt sú fyrsta í millilandaflugi Íslendinga,“ sagði Jóhannes í viðtali við Morgunblaðið eftir lendingu í nóvember 1980. Sú ferð var til Lages Bay í Skotlandi en þangað var sjö tíma flug á Catalina-flugbát sem hannaður var í hernaðarlegum tilgangi en alls ekki til farþegaflugs enda þótt slíkar flugvélar væru lengi notaðar þannig hér á landi. Skotlandsferðina og fleiri eftirminnilegar rifjaði Jóhannes upp í minningabókum sínum, Skrifað í skýin, sem þóttu frábærlega vel ritaðar og voru metsölubækur. Marga aðra punkta úr ferli Jóhannesar mætti hér nefna svo sem að hann sat í flugstjórasætinu þegar Gullfaxi Flugfélags Ís- lands, fyrsta þota Íslendinga kom til landsins árið 1967. „Hann horfir út. Höfuðborgin skartar sínu fegursta. Við sjáum fjölda fólks, sem safnast hefur saman á flugvellinum, til að fagna komu Gull- faxa, fyrstu íslensku þotunnar. Við stjórnvölinn er Jóhannes R. Snorra- son yfirflugstjóri. Það ríkir bjartsýni og gleði um borð og eins og ávallt óskorað traust til flugstjórans,“ sagði Guðmundur Snorrason í minning- argrein að Jóhannesi látnum vorið 2005. Jóhannes var handhafi flug- skírteinis nr. fimm; á undan voru Sigurður Jónsson, Björn Eiríksson, Agnar Kofoed-Hansen og Örn Ó. Johnson. Og Guðmundur Snorrason sagði einnig: „Eins og mörg ævintýri krafðist flugævintýri okkar Íslendinga margra fórna og þrotlausrar baráttu frumkvöðlanna, sem höfðu ekki í neinn reynslubrunn að leita, en urðu að taka út sína eigin reynslu með þrot- lausum tilraunum og baráttu við slæmar aðstæður, ófullkomnar vélar, lélega flugvelli og óblíð skilyrði í dreifbýlu fjallalandi.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Það er mikill munur að fljúga nú og þegar ég fór í mína fyrstu millilandaferð Jóhannes R. Snorrason. G etur verið að þú sért vandamálið en ekki klámið sjálft? Rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Utah í Banda- ríkjunum fengi eflaust marga til að spyrja sig þeirrar spurningar, því hún sýndi fram á að áhrif kláms á ein- stakling velta á honum sjálfum. Rannsóknin leiddi í ljós að því meira sem þátttakendur reyndu að bæla niður kynlífshugsanir sínar og -langanir, því líklegri væru þeir til að líta á klám sem vandamál. 299 háskólanemar voru spurðir hvort þeir teldu neyslu á klámi vandamál. Að því er virðist ættu gögnin að hjálpa til við að ná sáttum í hinni löngu og sjóðheitu umræðu um það hvort klám hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á fólk. Í áratugi hafa klámsinnar sem og and- stæðingar þess tekist á um það hvort að klám skaði konur, geri neytendur kynferðislega ágengari, skaði sambönd og ýti undir kynjamismunun. Þeir sem styðja neyslu á klámi fullyrða að það auðgi hug- myndir elskenda í kynlífi, stuðli að betri sjálfsfróun og dragi jafnvel úr löngun einstaklings til þess að misnota einhvern kyn- ferðislega og sé því örugg leið til að fá útrás fyrir kynferðislegar fantasíur. Þeir sem eru á móti neyslu á klámi segja að sjónrænar myndir af þessu tagi skapi og ali á óraunverulegri kynferðislegri eftirvæntingu, snúi elskhugum hvorum á móti öðrum og hvetji til ofbeldis. Áhorf kláms er einn flóknasti angi kynferðislegrar nautnar og tjáningar, sérstaklega þegar áhorfið verður meira en hóflegt getur talist eða inniheldur ofbeldi. Eigi að síður svara kynlífsfræðingar spurningum um neyslu á klámi og spurningum á borð við „Er í lagi að horfa á klám?“, „Hversu oft er of oft?“, „Hvaða tegund af klámi gerir mig að öfugugga?“, „Orsakar neysla á klámi vanda- mál?“ á þann veg að það velti á einstaklingnum sjálfum. Hugsanleg vandamál sem skapast í kringum klámneyslu eru fyrst og fremst sprottin af persónulegum gildum og skoðunum á ólíkum tegundum af erótík, nánd og kynferðislegri nautn. Hug- myndir þínar um það sem er annars vegar jákvætt og gott og hins vegar neikvætt og rangt hafa áhrif á kynferðislega ánægju þína. Rannsóknirnar í háskólanum í Utah benda til þess að líkurnar á því að klámneysla verði að vandamáli fari eftir því hvernig ein- staklingurinn bregst við ef hann lokar á kynferðislegar langanir sínar. Löngun einstaklings í klám er líklegri til að aukast ef við- komandi byrgir hana inni, þ.e. bælingin magnar löngunina í að skoða klám. Og þetta verður flókið fyrir einstaklinginn þegar það vinnur á móti siðferði hans, þar á meðal trúarlegum áhrifum. Það eru þessar blendnu tilfinningar sem koma upp sem á endanum leiða til kynlífsvandamála. Er klám vanda- málið eða ert það þú? Kynfræð- ingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright kyn@mbl.is Japanskir klámmyndaleikarar og leikstjóri með þrívíddargleraugu horfa á myndina „Sex & Zen: Extreme Ecstasy“ í Hong Kong fyrr í mánuðinum. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.